Rakel Tomas með fyrstu sýninguna: „Kvenlíkaminn er ótrúlega áhugavert viðfangsefni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. apríl 2018 14:30 Rakel opnar sína fyrstu einkasýningu. Fyrsta einkasýning Rakelar Tomas opnar í Norr11 á Hverfisgötu fimmtudaginn 12. apríl klukkan 18:00. Rakel hefur vakið athygli fyrir blýantsteikningar sýnar á Instagram en hún teiknar myndir af kvenlíkamanum á súrrealískan hátt. Rakel útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2016 úr grafískri hönnun og hefur síðan unnið sem hönnuður hjá tímaritinu Glamour auk annarra verkefna. „Ég hef alltaf verið að teikna, sama hvað annað ég er að gera í lífinu, ég byrjaði þegar ég var nógu gömul til að halda á blýanti og hef varla stoppað síðan. Kvenlíkaminn er ótrúlega áhugavert viðfangsefni, ég hef líka mjög mikinn áhuga á svipbrigðum og líkamstjáningu og markmiðið er að áhorfandinn tengi við tilfinninguna sem líkamstjáningin í myndunum vísar í. Það sem veitir mér mestan innblástur séu náin samskipti og þessi augnablik sem vekja upp sterkar tilfinningar, góðar eða slæmar, og fá mann til að hugsa. Ég teikna minn raunveruleika og mínar upplifanir.” Rakel lýsir ferlinu á bakvið teikningarnar svona: „Ég safna saman fullt af ljósmyndum tek þær í sundur og blanda þeim saman í photoshop og bý til einhverskonar klippimynd. Síðan nota ég þá mynd sem fyrirmynd fyrir teikningu. Það sem er skemmtilegast við þetta allt er það að hver og einn getur túlkað myndirnar á sinn hátt og ég geri það meðvitað að búa til pláss fyrir túlkun. Ég hef beðið fylgjendur mína á Instagram um að senda mér sínar túlkanir á myndunum og þær eru eins ólíkar og þær eru margar, sama myndin þýðir sjálfsöryggi fyrir einum og streita fyrir öðrum. Hinsvegar verð ég með lauslegar útskýringar við myndirnar á sýningunni og leyfi fólki að skyggnast inn í mínar pælingar og sögur bak við myndirnar.“ Rakel notast mest við blýanta og kol til að teikna. „Ég lærði í Listaháskólanum hversu mikilvægt white-space er og mér finnst ótrúlega gaman að nota strokleður ekki bara til að leiðrétta mistök heldur einnig til að „teikna“ með, ég nota t.d. strokleður til að teikna hvíta hárið á myndunum. Ég elska að vinna með blýanta af því þeir veita manni svo mikla stjórn, maður getur algjörlega týnt sér í smáatriðunum. Það að teikna er eins og hugleiðsla fyrir mig, ég get setið og dundað mér við þetta í fleiri klukkutíma og algjörlega gleymt lífinu, símanum og sjálfri mér.“ Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Fyrsta einkasýning Rakelar Tomas opnar í Norr11 á Hverfisgötu fimmtudaginn 12. apríl klukkan 18:00. Rakel hefur vakið athygli fyrir blýantsteikningar sýnar á Instagram en hún teiknar myndir af kvenlíkamanum á súrrealískan hátt. Rakel útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2016 úr grafískri hönnun og hefur síðan unnið sem hönnuður hjá tímaritinu Glamour auk annarra verkefna. „Ég hef alltaf verið að teikna, sama hvað annað ég er að gera í lífinu, ég byrjaði þegar ég var nógu gömul til að halda á blýanti og hef varla stoppað síðan. Kvenlíkaminn er ótrúlega áhugavert viðfangsefni, ég hef líka mjög mikinn áhuga á svipbrigðum og líkamstjáningu og markmiðið er að áhorfandinn tengi við tilfinninguna sem líkamstjáningin í myndunum vísar í. Það sem veitir mér mestan innblástur séu náin samskipti og þessi augnablik sem vekja upp sterkar tilfinningar, góðar eða slæmar, og fá mann til að hugsa. Ég teikna minn raunveruleika og mínar upplifanir.” Rakel lýsir ferlinu á bakvið teikningarnar svona: „Ég safna saman fullt af ljósmyndum tek þær í sundur og blanda þeim saman í photoshop og bý til einhverskonar klippimynd. Síðan nota ég þá mynd sem fyrirmynd fyrir teikningu. Það sem er skemmtilegast við þetta allt er það að hver og einn getur túlkað myndirnar á sinn hátt og ég geri það meðvitað að búa til pláss fyrir túlkun. Ég hef beðið fylgjendur mína á Instagram um að senda mér sínar túlkanir á myndunum og þær eru eins ólíkar og þær eru margar, sama myndin þýðir sjálfsöryggi fyrir einum og streita fyrir öðrum. Hinsvegar verð ég með lauslegar útskýringar við myndirnar á sýningunni og leyfi fólki að skyggnast inn í mínar pælingar og sögur bak við myndirnar.“ Rakel notast mest við blýanta og kol til að teikna. „Ég lærði í Listaháskólanum hversu mikilvægt white-space er og mér finnst ótrúlega gaman að nota strokleður ekki bara til að leiðrétta mistök heldur einnig til að „teikna“ með, ég nota t.d. strokleður til að teikna hvíta hárið á myndunum. Ég elska að vinna með blýanta af því þeir veita manni svo mikla stjórn, maður getur algjörlega týnt sér í smáatriðunum. Það að teikna er eins og hugleiðsla fyrir mig, ég get setið og dundað mér við þetta í fleiri klukkutíma og algjörlega gleymt lífinu, símanum og sjálfri mér.“
Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira