Hlustum á orð Friðriks Benedikt Bóas skrifar 12. apríl 2018 07:00 Friðrik Ingi Rúnarsson lét nokkuð áhugaverð orð falla í þættinum Akraborginni á þriðjudag. Friðrik hefur þjálfað körfuboltalið í næstum 100 ár þrátt fyrir að vera aðeins 49 ára. Hann hefur trúlega einhverja mestu íþróttaþjálfarareynslu á Íslandi. Hann var líka í átta ár hjá KKÍ sem framkvæmdastjóri og þekkir körfuboltaíþróttina og íþróttastarf betur en flestir. Þegar talið barst að foreldrum sagði Friðrik að það vantaði meiri virðingu fyrir þjálfarastöðunni. „Foreldrum finnst ekkert tiltökumál að vaða inn á æfingar og horfa á í tíma og ótíma. Jafnvel skipta sér af. Ég hef stundum spurt foreldra hvort þeir vildu að ég kæmi inn á þeirra vinnustað í tíma og ótíma og færi að skipta mér af. Svarið er alltaf skýrt nei.“ Þarna er ég sammála Friðriki. Foreldrar eru margir óþolandi þegar kemur að íþróttaiðkun barna þeirra. Mæta á æfingar og tala hátt, jafnvel þegar börnin eiga að hafa hljóð. Tala í símann og hafa jafnvel skoðanir á því sem menntaður þjálfarinn er að gera og segja. Sumir meira að segja haga sér eins og fávitar á mótum. Þetta gildir bæði um mömmur og pabba. Virðingin fyrir þjálfarastarfinu er lítil sem engin. Hún virðist vera svipuð og hvernig ríkið metur ljósmæður. Æfingar hjá börnum eru ekki barnapössun svo að foreldrar fái klukkutíma á Facebook í friði. Það er verið að kenna þeim fullt af góðum hlutum sem þau taka með sér út í lífið seinna meir. Ef þú, lesandi góður, átt barn í íþróttum – hvaða íþrótt sem er, ekki vera plebbi og fáviti. Það er hallærislegt. Berðu virðingu fyrir þeim sem nenna að þjálfa börnin þín. Hlustum á orð Friðriks. Virðing kostar nefnilega ekkert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Friðrik Ingi Rúnarsson lét nokkuð áhugaverð orð falla í þættinum Akraborginni á þriðjudag. Friðrik hefur þjálfað körfuboltalið í næstum 100 ár þrátt fyrir að vera aðeins 49 ára. Hann hefur trúlega einhverja mestu íþróttaþjálfarareynslu á Íslandi. Hann var líka í átta ár hjá KKÍ sem framkvæmdastjóri og þekkir körfuboltaíþróttina og íþróttastarf betur en flestir. Þegar talið barst að foreldrum sagði Friðrik að það vantaði meiri virðingu fyrir þjálfarastöðunni. „Foreldrum finnst ekkert tiltökumál að vaða inn á æfingar og horfa á í tíma og ótíma. Jafnvel skipta sér af. Ég hef stundum spurt foreldra hvort þeir vildu að ég kæmi inn á þeirra vinnustað í tíma og ótíma og færi að skipta mér af. Svarið er alltaf skýrt nei.“ Þarna er ég sammála Friðriki. Foreldrar eru margir óþolandi þegar kemur að íþróttaiðkun barna þeirra. Mæta á æfingar og tala hátt, jafnvel þegar börnin eiga að hafa hljóð. Tala í símann og hafa jafnvel skoðanir á því sem menntaður þjálfarinn er að gera og segja. Sumir meira að segja haga sér eins og fávitar á mótum. Þetta gildir bæði um mömmur og pabba. Virðingin fyrir þjálfarastarfinu er lítil sem engin. Hún virðist vera svipuð og hvernig ríkið metur ljósmæður. Æfingar hjá börnum eru ekki barnapössun svo að foreldrar fái klukkutíma á Facebook í friði. Það er verið að kenna þeim fullt af góðum hlutum sem þau taka með sér út í lífið seinna meir. Ef þú, lesandi góður, átt barn í íþróttum – hvaða íþrótt sem er, ekki vera plebbi og fáviti. Það er hallærislegt. Berðu virðingu fyrir þeim sem nenna að þjálfa börnin þín. Hlustum á orð Friðriks. Virðing kostar nefnilega ekkert.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar