Hlustum á orð Friðriks Benedikt Bóas skrifar 12. apríl 2018 07:00 Friðrik Ingi Rúnarsson lét nokkuð áhugaverð orð falla í þættinum Akraborginni á þriðjudag. Friðrik hefur þjálfað körfuboltalið í næstum 100 ár þrátt fyrir að vera aðeins 49 ára. Hann hefur trúlega einhverja mestu íþróttaþjálfarareynslu á Íslandi. Hann var líka í átta ár hjá KKÍ sem framkvæmdastjóri og þekkir körfuboltaíþróttina og íþróttastarf betur en flestir. Þegar talið barst að foreldrum sagði Friðrik að það vantaði meiri virðingu fyrir þjálfarastöðunni. „Foreldrum finnst ekkert tiltökumál að vaða inn á æfingar og horfa á í tíma og ótíma. Jafnvel skipta sér af. Ég hef stundum spurt foreldra hvort þeir vildu að ég kæmi inn á þeirra vinnustað í tíma og ótíma og færi að skipta mér af. Svarið er alltaf skýrt nei.“ Þarna er ég sammála Friðriki. Foreldrar eru margir óþolandi þegar kemur að íþróttaiðkun barna þeirra. Mæta á æfingar og tala hátt, jafnvel þegar börnin eiga að hafa hljóð. Tala í símann og hafa jafnvel skoðanir á því sem menntaður þjálfarinn er að gera og segja. Sumir meira að segja haga sér eins og fávitar á mótum. Þetta gildir bæði um mömmur og pabba. Virðingin fyrir þjálfarastarfinu er lítil sem engin. Hún virðist vera svipuð og hvernig ríkið metur ljósmæður. Æfingar hjá börnum eru ekki barnapössun svo að foreldrar fái klukkutíma á Facebook í friði. Það er verið að kenna þeim fullt af góðum hlutum sem þau taka með sér út í lífið seinna meir. Ef þú, lesandi góður, átt barn í íþróttum – hvaða íþrótt sem er, ekki vera plebbi og fáviti. Það er hallærislegt. Berðu virðingu fyrir þeim sem nenna að þjálfa börnin þín. Hlustum á orð Friðriks. Virðing kostar nefnilega ekkert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Friðrik Ingi Rúnarsson lét nokkuð áhugaverð orð falla í þættinum Akraborginni á þriðjudag. Friðrik hefur þjálfað körfuboltalið í næstum 100 ár þrátt fyrir að vera aðeins 49 ára. Hann hefur trúlega einhverja mestu íþróttaþjálfarareynslu á Íslandi. Hann var líka í átta ár hjá KKÍ sem framkvæmdastjóri og þekkir körfuboltaíþróttina og íþróttastarf betur en flestir. Þegar talið barst að foreldrum sagði Friðrik að það vantaði meiri virðingu fyrir þjálfarastöðunni. „Foreldrum finnst ekkert tiltökumál að vaða inn á æfingar og horfa á í tíma og ótíma. Jafnvel skipta sér af. Ég hef stundum spurt foreldra hvort þeir vildu að ég kæmi inn á þeirra vinnustað í tíma og ótíma og færi að skipta mér af. Svarið er alltaf skýrt nei.“ Þarna er ég sammála Friðriki. Foreldrar eru margir óþolandi þegar kemur að íþróttaiðkun barna þeirra. Mæta á æfingar og tala hátt, jafnvel þegar börnin eiga að hafa hljóð. Tala í símann og hafa jafnvel skoðanir á því sem menntaður þjálfarinn er að gera og segja. Sumir meira að segja haga sér eins og fávitar á mótum. Þetta gildir bæði um mömmur og pabba. Virðingin fyrir þjálfarastarfinu er lítil sem engin. Hún virðist vera svipuð og hvernig ríkið metur ljósmæður. Æfingar hjá börnum eru ekki barnapössun svo að foreldrar fái klukkutíma á Facebook í friði. Það er verið að kenna þeim fullt af góðum hlutum sem þau taka með sér út í lífið seinna meir. Ef þú, lesandi góður, átt barn í íþróttum – hvaða íþrótt sem er, ekki vera plebbi og fáviti. Það er hallærislegt. Berðu virðingu fyrir þeim sem nenna að þjálfa börnin þín. Hlustum á orð Friðriks. Virðing kostar nefnilega ekkert.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun