Sama myndin vekur mismunandi viðbrögð Benedikt Bóas skrifar 12. apríl 2018 08:00 Rakel var að hengja myndirnar upp þegar Fréttablaðið leit inn í Norr11 þar sem sýningin verður. Vísir/eyþór „Viðbrögðin koma oft mjög mikið á óvart, og þá aðallega hvað þau eru ólík. Sama myndin getur þýtt sjálfsöryggi fyrir einum og streita fyrir öðrum,“ segir Rakel Tómasdóttir sem opnar sína fyrstu einkasýningu í Norr11 á Hverfisgötu í dag klukkan 18. Rakel hefur vakið töluverða athygli fyrir blýantsteikningar sínar en hún er dugleg að leyfa fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með framvindu hverrar myndar. „Instagram er sá vettvangur sem mér finnst best að nota til að sýna teikningarnar mínar, bæði meðan ég vinn þær og þegar þær eru tilbúnar. Svo er það skemmtileg leið til að vera í sambandi við fólk sem er að fylgjast með manni,“ segir hún.„Ég byrjaði á því að gera könnun þar sem ég spurði fylgjendur hvort þeir sæju eina eða tvær manneskjur á nokkrum myndum og það kom mér strax á óvart hvað niðurstöðurnar voru jafnar. Í kjölfarið bað ég fylgjendur um að túlka myndirnar og senda mér skilaboð með sinni túlkun.“Rakel útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2016 úr grafískri hönnun og hefur síðan unnið sem hönnuður hjá tímaritinu Glamour auk annarra verkefna. „Ég geri það meðvitað að skilja eftir pláss fyrir túlkun, ég segi t.d. aldrei hverjar mínar pælingar á bak við myndirnar eru og gef myndunum ekki nöfn heldur númera þær. Það er miklu skemmtilegra að fólk fái rými til að túlka þær eins og það vill,“ segir hún og bætir við að viðbrögðin sem hún fái við myndunum séu nánast eins misjöfn og þau eru mörg. „Það er ótrúlega gaman að fólk skuli gefa sér tíma til að skoða myndirnar og velta þeim fyrir sér. Ég hélt alltaf að það væri mjög augljóst hvað ég væri að pæla með myndunum og hvaða tilfinningar ég væri að sýna með þeim. Mér leið alltaf eins og ég væri að opna mig með því að pósta þeim, en svo er víst ekki. Það er augljóst að hver og einn sér þær á sinn hátt.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
„Viðbrögðin koma oft mjög mikið á óvart, og þá aðallega hvað þau eru ólík. Sama myndin getur þýtt sjálfsöryggi fyrir einum og streita fyrir öðrum,“ segir Rakel Tómasdóttir sem opnar sína fyrstu einkasýningu í Norr11 á Hverfisgötu í dag klukkan 18. Rakel hefur vakið töluverða athygli fyrir blýantsteikningar sínar en hún er dugleg að leyfa fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með framvindu hverrar myndar. „Instagram er sá vettvangur sem mér finnst best að nota til að sýna teikningarnar mínar, bæði meðan ég vinn þær og þegar þær eru tilbúnar. Svo er það skemmtileg leið til að vera í sambandi við fólk sem er að fylgjast með manni,“ segir hún.„Ég byrjaði á því að gera könnun þar sem ég spurði fylgjendur hvort þeir sæju eina eða tvær manneskjur á nokkrum myndum og það kom mér strax á óvart hvað niðurstöðurnar voru jafnar. Í kjölfarið bað ég fylgjendur um að túlka myndirnar og senda mér skilaboð með sinni túlkun.“Rakel útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2016 úr grafískri hönnun og hefur síðan unnið sem hönnuður hjá tímaritinu Glamour auk annarra verkefna. „Ég geri það meðvitað að skilja eftir pláss fyrir túlkun, ég segi t.d. aldrei hverjar mínar pælingar á bak við myndirnar eru og gef myndunum ekki nöfn heldur númera þær. Það er miklu skemmtilegra að fólk fái rými til að túlka þær eins og það vill,“ segir hún og bætir við að viðbrögðin sem hún fái við myndunum séu nánast eins misjöfn og þau eru mörg. „Það er ótrúlega gaman að fólk skuli gefa sér tíma til að skoða myndirnar og velta þeim fyrir sér. Ég hélt alltaf að það væri mjög augljóst hvað ég væri að pæla með myndunum og hvaða tilfinningar ég væri að sýna með þeim. Mér leið alltaf eins og ég væri að opna mig með því að pósta þeim, en svo er víst ekki. Það er augljóst að hver og einn sér þær á sinn hátt.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira