Eftirlitsúr María Bjarnadóttir skrifar 13. apríl 2018 07:00 Fréttir af umfangsmikilli söfnun og sölu persónuupplýsinga í gegnum samfélagsmiðla hafa veitt persónuvernd löngu tímabæra og verðskuldaða athygli almennings. Það verður forvitnilegt að sjá hvort þetta muni hafa áhrif á hvernig fólk deilir persónulegum upplýsingum. Það gerist nefnilega ekki bara í gegnum samfélagsmiðla. Hin forna speki Sókratesar „þekktu sjálfan þig“ hefur til dæmis öðlast nýtt inntak með stafrænum æfingaúrum og nær núna líka til „þekktu skrefafjölda þinn“, „þekktu daglegt kaloríumagn þitt“ og „þekktu meðalhraða þinn“. Sérstaklega á þetta við um þau sem hafa skipt fjallgöngum út fyrir hlaup, sem var skipt úr fyrir sjósund, sem var skipt úr fyrir racer-hjólreiðar og svo sameinað í þríþrautarkeppnum, áður en gönguskíðin tóku við síðasta vetur. Það þarf jú að fylgjast með þróun þols og úthalds. Þessum upplýsingum má auðveldlega breyta í peninga, eða andlag eftirlits, allt eftir því hvernig litið er á. Tryggingafélög í Englandi bjóða nú ódýrari tryggingar fyrir viðskiptamenn sem sýna fram á nægilegan skrefafjölda og svefn með því að veita fyrirtækinu aðgang að upplýsingunum um háttsemi sína allan sólarhringinn. Kannski er það kostaboð. Upplýsingarnar nýtast ekki bara fyrirtækjum. Þær geta verið öflug sönnunargögn í sakamálum, eins og gerðist í Þýskalandi í fyrra. Púlsmælir í æfingarúri manns sem sakfelldur var fyrir morð sýndi að hann hefði verið að erfiða, til dæmis við að draga lík upp tröppur, þegar hann sagðist hafa verið sofandi. Æfingaúrið þótti áreiðanlegri vitnisburður en notandi þess. Það vilja fleiri þekkja sjálfan þig en þið Sókrates. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Sjá meira
Fréttir af umfangsmikilli söfnun og sölu persónuupplýsinga í gegnum samfélagsmiðla hafa veitt persónuvernd löngu tímabæra og verðskuldaða athygli almennings. Það verður forvitnilegt að sjá hvort þetta muni hafa áhrif á hvernig fólk deilir persónulegum upplýsingum. Það gerist nefnilega ekki bara í gegnum samfélagsmiðla. Hin forna speki Sókratesar „þekktu sjálfan þig“ hefur til dæmis öðlast nýtt inntak með stafrænum æfingaúrum og nær núna líka til „þekktu skrefafjölda þinn“, „þekktu daglegt kaloríumagn þitt“ og „þekktu meðalhraða þinn“. Sérstaklega á þetta við um þau sem hafa skipt fjallgöngum út fyrir hlaup, sem var skipt úr fyrir sjósund, sem var skipt úr fyrir racer-hjólreiðar og svo sameinað í þríþrautarkeppnum, áður en gönguskíðin tóku við síðasta vetur. Það þarf jú að fylgjast með þróun þols og úthalds. Þessum upplýsingum má auðveldlega breyta í peninga, eða andlag eftirlits, allt eftir því hvernig litið er á. Tryggingafélög í Englandi bjóða nú ódýrari tryggingar fyrir viðskiptamenn sem sýna fram á nægilegan skrefafjölda og svefn með því að veita fyrirtækinu aðgang að upplýsingunum um háttsemi sína allan sólarhringinn. Kannski er það kostaboð. Upplýsingarnar nýtast ekki bara fyrirtækjum. Þær geta verið öflug sönnunargögn í sakamálum, eins og gerðist í Þýskalandi í fyrra. Púlsmælir í æfingarúri manns sem sakfelldur var fyrir morð sýndi að hann hefði verið að erfiða, til dæmis við að draga lík upp tröppur, þegar hann sagðist hafa verið sofandi. Æfingaúrið þótti áreiðanlegri vitnisburður en notandi þess. Það vilja fleiri þekkja sjálfan þig en þið Sókrates.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun