Mengun alltaf undir mörkum en gleymdist að reikna með lykt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. apríl 2018 07:00 Kostnaður vegna eftirlits í Helguvík var um 20 milljónir króna. VÍSIR/VILHELM Á þeim tíma sem verksmiðja United Silicon starfaði fór losun aldrei yfir heimiluð mörk á þeim mengunarefnum sem tekið var á í starfsleyfi verksmiðjunnar. Við útgáfu starfsleyfisins var hins vegar ekki gert ráð fyrir umfangsmiklum lyktaráhrifum sem af starfseminni hlutust. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu umhverfis- og auðlindaráðherra um aðdraganda að útgáfu starfsleyfis til kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons hf. í Helguvík. Skýrslan var unnin að beiðni Alþingis en Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, var fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Í skýrslunni kemur fram að Umhverfisstofnun hafi aldrei haft jafnumfangsmikið eftirlit með nokkrum rekstri en kostnaður af eftirlitinu nam tæpum 20 milljónum króna. Sá reikningur var sendur á Sameinað sílikon hf. Sú reynsla stofnunarinnar verður höfð til hliðsjónar við undirbúning starfsleyfa á sambærilegum rekstri.Sjá einnig: Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Stefnt er að því að ítarlegri ákvæði verði að finna í útgefnum starfsleyfum meðal annars hjá PCC við Bakka á Húsavík. United Silicon var tekið til gjaldþrotaskipta í janúar en félagið hafði farið í greiðslustöðvun í ágúst í fyrra. Starfsemi verksmiðjunnar var stöðvuð af Umhverfisstofnun í september síðastliðnum. Að beiðni Alþingis vinnur Ríkisendurskoðun nú að úttekt og gerð skýrslu um aðdraganda að útgáfu starfsleyfis til kísilverksmiðjunnar. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auk hlutaðeigandi stofnana mun taka til skoðunar þær ábendingar sem fram koma í væntanlegri skýrslu. Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48 Frestur til að lýsa kröfum í bú United Silicon runninn út Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú United Silicon rann út á föstudaginn langa, eða 30. mars. 3. apríl 2018 06:00 Frjálsi hugði ekki nægilega að hagsmunatengslum við Arion banka Frjálsi lífeyrissjóðurinn horfði ekki nægilega gagnrýnum augum á hagsmunatengsl sem voru til staðar við fjárfestingu í United Silicon. 10. apríl 2018 13:19 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir „Fólk með vímefnavanda úr öllum stéttum landsins“ Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Á þeim tíma sem verksmiðja United Silicon starfaði fór losun aldrei yfir heimiluð mörk á þeim mengunarefnum sem tekið var á í starfsleyfi verksmiðjunnar. Við útgáfu starfsleyfisins var hins vegar ekki gert ráð fyrir umfangsmiklum lyktaráhrifum sem af starfseminni hlutust. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu umhverfis- og auðlindaráðherra um aðdraganda að útgáfu starfsleyfis til kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons hf. í Helguvík. Skýrslan var unnin að beiðni Alþingis en Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, var fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Í skýrslunni kemur fram að Umhverfisstofnun hafi aldrei haft jafnumfangsmikið eftirlit með nokkrum rekstri en kostnaður af eftirlitinu nam tæpum 20 milljónum króna. Sá reikningur var sendur á Sameinað sílikon hf. Sú reynsla stofnunarinnar verður höfð til hliðsjónar við undirbúning starfsleyfa á sambærilegum rekstri.Sjá einnig: Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Stefnt er að því að ítarlegri ákvæði verði að finna í útgefnum starfsleyfum meðal annars hjá PCC við Bakka á Húsavík. United Silicon var tekið til gjaldþrotaskipta í janúar en félagið hafði farið í greiðslustöðvun í ágúst í fyrra. Starfsemi verksmiðjunnar var stöðvuð af Umhverfisstofnun í september síðastliðnum. Að beiðni Alþingis vinnur Ríkisendurskoðun nú að úttekt og gerð skýrslu um aðdraganda að útgáfu starfsleyfis til kísilverksmiðjunnar. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auk hlutaðeigandi stofnana mun taka til skoðunar þær ábendingar sem fram koma í væntanlegri skýrslu.
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48 Frestur til að lýsa kröfum í bú United Silicon runninn út Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú United Silicon rann út á föstudaginn langa, eða 30. mars. 3. apríl 2018 06:00 Frjálsi hugði ekki nægilega að hagsmunatengslum við Arion banka Frjálsi lífeyrissjóðurinn horfði ekki nægilega gagnrýnum augum á hagsmunatengsl sem voru til staðar við fjárfestingu í United Silicon. 10. apríl 2018 13:19 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir „Fólk með vímefnavanda úr öllum stéttum landsins“ Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48
Frestur til að lýsa kröfum í bú United Silicon runninn út Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú United Silicon rann út á föstudaginn langa, eða 30. mars. 3. apríl 2018 06:00
Frjálsi hugði ekki nægilega að hagsmunatengslum við Arion banka Frjálsi lífeyrissjóðurinn horfði ekki nægilega gagnrýnum augum á hagsmunatengsl sem voru til staðar við fjárfestingu í United Silicon. 10. apríl 2018 13:19