Segir alla umræðu Pírata ganga út á að gera þorpara úr öðrum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 13. apríl 2018 13:45 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók upp mál úr skýrslu GRECO varðandi tengsl lögreglunnar og Sjálfstæðisflokksins. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að Píratar ættu að verja tíma sínum í annað en að tortryggja andstæðinga. Mynd/samsett Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi Pírata harðlega í umræðum um störf þingsins í morgun. Tilefnið var umræða um niðurstöður skýrslu GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu, um varnir gegn spillingu hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds og löggæslu á Íslandi. Kom þar meðal annars fram að lögreglan sé sérlega berskjölduð fyrir áhrifum stjórnmálamanna. „Komið hafi fram hjá rannsóknarnefnd samtakanna að lögreglan eigi sér langa hefð fyrir tengslum við tiltekinn stjórnmálaflokk og að flokksaðild og pólitísk sjónarmið geti stundum haft áhrif á stöðu hennar. Nú held ég að það sé augljóst um hvaða flokk ræðir,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og vísaði þar til Sjálfstæðisflokksins. Hann benti á að í skýrslunni er lagt til að það verði komið á fót miðlægum stofnunum sem fáist við innra eftirlit og rannsóknir á hugsanlegum brotum í starfi lögreglunnar. „Pólitísk afskipti af lögreglustörfum eru algjörlega ólíðandi. Það að það sé einhver pólitískur kúltúr sem stjórni því, stjórni nokkrum sköpuðum hlut innan lögreglunnar, er algjörlega ólíðandi og við eigum ekki nokkurn tímann að leyfa svona orðum að birtast aftur í skýrslu frá GRECO um okkur,“ sagði Helgi. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom skömmu síðar í pontu og sagði ræðu Helga Hrafns hluta af óuppbyggilegri orðræðuhefð Pírata. „Ég get upplýst háttvirtan þingmann Helga Hrafn Gunnarsson um að ég teljist eiginlega góðkunningi lögreglunnar. Það er ekki af því að ég er í Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Brynjar. „Öll pólitísk umræða þeirra [þingmanna Pírata] snýst um að tortryggja aðra, gera þá óheiðarlega, segja að þeir séu spilltir.“ Hann sagði að þingmenn Samfylkingarinnar mættu einnig taka þetta til sín. Heldur ættu þessir þingmenn að verja tíma sínum í að ræða alvöru stjórnmál og um framtíðina. Til dæmis með því að tala um atvinnuvegina og uppbyggingu þeirra. „Nei, það snýst alltaf um það að einhver annar er vondur, óheiðarlegur og svo framvegis. Mönnum verður ekkert ágengt í að auka virðingu þingsins með þessum málflutningi, ekki með því að bæta við fleiri fyrirspurnum og skýrslugerðum til þess að reyna að koma höggi á aðra, og snúa svo út úr öllum upplýsingum. Í guðanna bænum, farið nú að tala um þau góðu verk sem hægt er að framkvæma, það sem vel er gert, gagnrýna málefnalega það sem þið teljið ekki vel gert, en hættið þessu vegna þess að það mun engum árangri skila til lengri tíma,“ sagði Brynjar. Stj.mál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi Pírata harðlega í umræðum um störf þingsins í morgun. Tilefnið var umræða um niðurstöður skýrslu GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu, um varnir gegn spillingu hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds og löggæslu á Íslandi. Kom þar meðal annars fram að lögreglan sé sérlega berskjölduð fyrir áhrifum stjórnmálamanna. „Komið hafi fram hjá rannsóknarnefnd samtakanna að lögreglan eigi sér langa hefð fyrir tengslum við tiltekinn stjórnmálaflokk og að flokksaðild og pólitísk sjónarmið geti stundum haft áhrif á stöðu hennar. Nú held ég að það sé augljóst um hvaða flokk ræðir,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og vísaði þar til Sjálfstæðisflokksins. Hann benti á að í skýrslunni er lagt til að það verði komið á fót miðlægum stofnunum sem fáist við innra eftirlit og rannsóknir á hugsanlegum brotum í starfi lögreglunnar. „Pólitísk afskipti af lögreglustörfum eru algjörlega ólíðandi. Það að það sé einhver pólitískur kúltúr sem stjórni því, stjórni nokkrum sköpuðum hlut innan lögreglunnar, er algjörlega ólíðandi og við eigum ekki nokkurn tímann að leyfa svona orðum að birtast aftur í skýrslu frá GRECO um okkur,“ sagði Helgi. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom skömmu síðar í pontu og sagði ræðu Helga Hrafns hluta af óuppbyggilegri orðræðuhefð Pírata. „Ég get upplýst háttvirtan þingmann Helga Hrafn Gunnarsson um að ég teljist eiginlega góðkunningi lögreglunnar. Það er ekki af því að ég er í Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Brynjar. „Öll pólitísk umræða þeirra [þingmanna Pírata] snýst um að tortryggja aðra, gera þá óheiðarlega, segja að þeir séu spilltir.“ Hann sagði að þingmenn Samfylkingarinnar mættu einnig taka þetta til sín. Heldur ættu þessir þingmenn að verja tíma sínum í að ræða alvöru stjórnmál og um framtíðina. Til dæmis með því að tala um atvinnuvegina og uppbyggingu þeirra. „Nei, það snýst alltaf um það að einhver annar er vondur, óheiðarlegur og svo framvegis. Mönnum verður ekkert ágengt í að auka virðingu þingsins með þessum málflutningi, ekki með því að bæta við fleiri fyrirspurnum og skýrslugerðum til þess að reyna að koma höggi á aðra, og snúa svo út úr öllum upplýsingum. Í guðanna bænum, farið nú að tala um þau góðu verk sem hægt er að framkvæma, það sem vel er gert, gagnrýna málefnalega það sem þið teljið ekki vel gert, en hættið þessu vegna þess að það mun engum árangri skila til lengri tíma,“ sagði Brynjar.
Stj.mál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira