Segir alla umræðu Pírata ganga út á að gera þorpara úr öðrum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 13. apríl 2018 13:45 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók upp mál úr skýrslu GRECO varðandi tengsl lögreglunnar og Sjálfstæðisflokksins. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að Píratar ættu að verja tíma sínum í annað en að tortryggja andstæðinga. Mynd/samsett Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi Pírata harðlega í umræðum um störf þingsins í morgun. Tilefnið var umræða um niðurstöður skýrslu GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu, um varnir gegn spillingu hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds og löggæslu á Íslandi. Kom þar meðal annars fram að lögreglan sé sérlega berskjölduð fyrir áhrifum stjórnmálamanna. „Komið hafi fram hjá rannsóknarnefnd samtakanna að lögreglan eigi sér langa hefð fyrir tengslum við tiltekinn stjórnmálaflokk og að flokksaðild og pólitísk sjónarmið geti stundum haft áhrif á stöðu hennar. Nú held ég að það sé augljóst um hvaða flokk ræðir,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og vísaði þar til Sjálfstæðisflokksins. Hann benti á að í skýrslunni er lagt til að það verði komið á fót miðlægum stofnunum sem fáist við innra eftirlit og rannsóknir á hugsanlegum brotum í starfi lögreglunnar. „Pólitísk afskipti af lögreglustörfum eru algjörlega ólíðandi. Það að það sé einhver pólitískur kúltúr sem stjórni því, stjórni nokkrum sköpuðum hlut innan lögreglunnar, er algjörlega ólíðandi og við eigum ekki nokkurn tímann að leyfa svona orðum að birtast aftur í skýrslu frá GRECO um okkur,“ sagði Helgi. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom skömmu síðar í pontu og sagði ræðu Helga Hrafns hluta af óuppbyggilegri orðræðuhefð Pírata. „Ég get upplýst háttvirtan þingmann Helga Hrafn Gunnarsson um að ég teljist eiginlega góðkunningi lögreglunnar. Það er ekki af því að ég er í Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Brynjar. „Öll pólitísk umræða þeirra [þingmanna Pírata] snýst um að tortryggja aðra, gera þá óheiðarlega, segja að þeir séu spilltir.“ Hann sagði að þingmenn Samfylkingarinnar mættu einnig taka þetta til sín. Heldur ættu þessir þingmenn að verja tíma sínum í að ræða alvöru stjórnmál og um framtíðina. Til dæmis með því að tala um atvinnuvegina og uppbyggingu þeirra. „Nei, það snýst alltaf um það að einhver annar er vondur, óheiðarlegur og svo framvegis. Mönnum verður ekkert ágengt í að auka virðingu þingsins með þessum málflutningi, ekki með því að bæta við fleiri fyrirspurnum og skýrslugerðum til þess að reyna að koma höggi á aðra, og snúa svo út úr öllum upplýsingum. Í guðanna bænum, farið nú að tala um þau góðu verk sem hægt er að framkvæma, það sem vel er gert, gagnrýna málefnalega það sem þið teljið ekki vel gert, en hættið þessu vegna þess að það mun engum árangri skila til lengri tíma,“ sagði Brynjar. Stj.mál Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi Pírata harðlega í umræðum um störf þingsins í morgun. Tilefnið var umræða um niðurstöður skýrslu GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu, um varnir gegn spillingu hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds og löggæslu á Íslandi. Kom þar meðal annars fram að lögreglan sé sérlega berskjölduð fyrir áhrifum stjórnmálamanna. „Komið hafi fram hjá rannsóknarnefnd samtakanna að lögreglan eigi sér langa hefð fyrir tengslum við tiltekinn stjórnmálaflokk og að flokksaðild og pólitísk sjónarmið geti stundum haft áhrif á stöðu hennar. Nú held ég að það sé augljóst um hvaða flokk ræðir,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og vísaði þar til Sjálfstæðisflokksins. Hann benti á að í skýrslunni er lagt til að það verði komið á fót miðlægum stofnunum sem fáist við innra eftirlit og rannsóknir á hugsanlegum brotum í starfi lögreglunnar. „Pólitísk afskipti af lögreglustörfum eru algjörlega ólíðandi. Það að það sé einhver pólitískur kúltúr sem stjórni því, stjórni nokkrum sköpuðum hlut innan lögreglunnar, er algjörlega ólíðandi og við eigum ekki nokkurn tímann að leyfa svona orðum að birtast aftur í skýrslu frá GRECO um okkur,“ sagði Helgi. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom skömmu síðar í pontu og sagði ræðu Helga Hrafns hluta af óuppbyggilegri orðræðuhefð Pírata. „Ég get upplýst háttvirtan þingmann Helga Hrafn Gunnarsson um að ég teljist eiginlega góðkunningi lögreglunnar. Það er ekki af því að ég er í Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Brynjar. „Öll pólitísk umræða þeirra [þingmanna Pírata] snýst um að tortryggja aðra, gera þá óheiðarlega, segja að þeir séu spilltir.“ Hann sagði að þingmenn Samfylkingarinnar mættu einnig taka þetta til sín. Heldur ættu þessir þingmenn að verja tíma sínum í að ræða alvöru stjórnmál og um framtíðina. Til dæmis með því að tala um atvinnuvegina og uppbyggingu þeirra. „Nei, það snýst alltaf um það að einhver annar er vondur, óheiðarlegur og svo framvegis. Mönnum verður ekkert ágengt í að auka virðingu þingsins með þessum málflutningi, ekki með því að bæta við fleiri fyrirspurnum og skýrslugerðum til þess að reyna að koma höggi á aðra, og snúa svo út úr öllum upplýsingum. Í guðanna bænum, farið nú að tala um þau góðu verk sem hægt er að framkvæma, það sem vel er gert, gagnrýna málefnalega það sem þið teljið ekki vel gert, en hættið þessu vegna þess að það mun engum árangri skila til lengri tíma,“ sagði Brynjar.
Stj.mál Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira