Segir alla umræðu Pírata ganga út á að gera þorpara úr öðrum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 13. apríl 2018 13:45 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók upp mál úr skýrslu GRECO varðandi tengsl lögreglunnar og Sjálfstæðisflokksins. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að Píratar ættu að verja tíma sínum í annað en að tortryggja andstæðinga. Mynd/samsett Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi Pírata harðlega í umræðum um störf þingsins í morgun. Tilefnið var umræða um niðurstöður skýrslu GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu, um varnir gegn spillingu hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds og löggæslu á Íslandi. Kom þar meðal annars fram að lögreglan sé sérlega berskjölduð fyrir áhrifum stjórnmálamanna. „Komið hafi fram hjá rannsóknarnefnd samtakanna að lögreglan eigi sér langa hefð fyrir tengslum við tiltekinn stjórnmálaflokk og að flokksaðild og pólitísk sjónarmið geti stundum haft áhrif á stöðu hennar. Nú held ég að það sé augljóst um hvaða flokk ræðir,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og vísaði þar til Sjálfstæðisflokksins. Hann benti á að í skýrslunni er lagt til að það verði komið á fót miðlægum stofnunum sem fáist við innra eftirlit og rannsóknir á hugsanlegum brotum í starfi lögreglunnar. „Pólitísk afskipti af lögreglustörfum eru algjörlega ólíðandi. Það að það sé einhver pólitískur kúltúr sem stjórni því, stjórni nokkrum sköpuðum hlut innan lögreglunnar, er algjörlega ólíðandi og við eigum ekki nokkurn tímann að leyfa svona orðum að birtast aftur í skýrslu frá GRECO um okkur,“ sagði Helgi. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom skömmu síðar í pontu og sagði ræðu Helga Hrafns hluta af óuppbyggilegri orðræðuhefð Pírata. „Ég get upplýst háttvirtan þingmann Helga Hrafn Gunnarsson um að ég teljist eiginlega góðkunningi lögreglunnar. Það er ekki af því að ég er í Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Brynjar. „Öll pólitísk umræða þeirra [þingmanna Pírata] snýst um að tortryggja aðra, gera þá óheiðarlega, segja að þeir séu spilltir.“ Hann sagði að þingmenn Samfylkingarinnar mættu einnig taka þetta til sín. Heldur ættu þessir þingmenn að verja tíma sínum í að ræða alvöru stjórnmál og um framtíðina. Til dæmis með því að tala um atvinnuvegina og uppbyggingu þeirra. „Nei, það snýst alltaf um það að einhver annar er vondur, óheiðarlegur og svo framvegis. Mönnum verður ekkert ágengt í að auka virðingu þingsins með þessum málflutningi, ekki með því að bæta við fleiri fyrirspurnum og skýrslugerðum til þess að reyna að koma höggi á aðra, og snúa svo út úr öllum upplýsingum. Í guðanna bænum, farið nú að tala um þau góðu verk sem hægt er að framkvæma, það sem vel er gert, gagnrýna málefnalega það sem þið teljið ekki vel gert, en hættið þessu vegna þess að það mun engum árangri skila til lengri tíma,“ sagði Brynjar. Stj.mál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi Pírata harðlega í umræðum um störf þingsins í morgun. Tilefnið var umræða um niðurstöður skýrslu GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu, um varnir gegn spillingu hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds og löggæslu á Íslandi. Kom þar meðal annars fram að lögreglan sé sérlega berskjölduð fyrir áhrifum stjórnmálamanna. „Komið hafi fram hjá rannsóknarnefnd samtakanna að lögreglan eigi sér langa hefð fyrir tengslum við tiltekinn stjórnmálaflokk og að flokksaðild og pólitísk sjónarmið geti stundum haft áhrif á stöðu hennar. Nú held ég að það sé augljóst um hvaða flokk ræðir,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og vísaði þar til Sjálfstæðisflokksins. Hann benti á að í skýrslunni er lagt til að það verði komið á fót miðlægum stofnunum sem fáist við innra eftirlit og rannsóknir á hugsanlegum brotum í starfi lögreglunnar. „Pólitísk afskipti af lögreglustörfum eru algjörlega ólíðandi. Það að það sé einhver pólitískur kúltúr sem stjórni því, stjórni nokkrum sköpuðum hlut innan lögreglunnar, er algjörlega ólíðandi og við eigum ekki nokkurn tímann að leyfa svona orðum að birtast aftur í skýrslu frá GRECO um okkur,“ sagði Helgi. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom skömmu síðar í pontu og sagði ræðu Helga Hrafns hluta af óuppbyggilegri orðræðuhefð Pírata. „Ég get upplýst háttvirtan þingmann Helga Hrafn Gunnarsson um að ég teljist eiginlega góðkunningi lögreglunnar. Það er ekki af því að ég er í Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Brynjar. „Öll pólitísk umræða þeirra [þingmanna Pírata] snýst um að tortryggja aðra, gera þá óheiðarlega, segja að þeir séu spilltir.“ Hann sagði að þingmenn Samfylkingarinnar mættu einnig taka þetta til sín. Heldur ættu þessir þingmenn að verja tíma sínum í að ræða alvöru stjórnmál og um framtíðina. Til dæmis með því að tala um atvinnuvegina og uppbyggingu þeirra. „Nei, það snýst alltaf um það að einhver annar er vondur, óheiðarlegur og svo framvegis. Mönnum verður ekkert ágengt í að auka virðingu þingsins með þessum málflutningi, ekki með því að bæta við fleiri fyrirspurnum og skýrslugerðum til þess að reyna að koma höggi á aðra, og snúa svo út úr öllum upplýsingum. Í guðanna bænum, farið nú að tala um þau góðu verk sem hægt er að framkvæma, það sem vel er gert, gagnrýna málefnalega það sem þið teljið ekki vel gert, en hættið þessu vegna þess að það mun engum árangri skila til lengri tíma,“ sagði Brynjar.
Stj.mál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Sjá meira