Breytingar á titlum óheppilegar Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar 13. apríl 2018 15:57 Eiríkur Rögnvaldsson er prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Valli „Ég skil rökin á bakvið þessar breytingar, sumt fannst mér ágætt og annað óheppilegt,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði um uppfærða titla og heiti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Í fréttatilkynningu frá Stúdentaráði kemur fram að breytingarnar hafi verið samþykktar einróma á Stúdentaráðsfundi þann 9. apríl síðastliðinn og séu gerðar með það að leiðarljósi að draga úr kynjaðri orðræðu. Með kynjaðri orðræðu sé átt við titla og heiti sem gefa óþarflega í skyn eitt kyn, og gildi þess, umfram önnur. Helstu breytingar sem gerðar voru á titlum og heitum voru þær að formaður varð að forseta, fundarmaður að fundarmeðlim, stjórnarmaður að stjórnarmeðlim, framsögumaður að flutningsaðila og nefndarmaður að nefndarmeðlim. Eiríkur segir notkun á orðunum aðili og meðlimur óheppilega. Meðlimur sé tökuorð úr dönsku og mörgum finnist þetta ekki sérlega falleg orð. „Ég hef ekkert við það að athuga að fólk skipti út orðinu formaður fyrir forseta, það eru forsetar í ýmsum félögum. En þegar titlum er breytt í flutningsaðili og fundarmeðlimur þá velti ég fyrir mér hvort við séum eitthvað bættari með það.“Elísabet Brynjarsdóttir er nú forseti Stúdentaráðs, eftir breytingar á titlum og starfsheitum.Aðsend myndEiríkur segir orðið maður vera vandræðaorð, því það hafi tvöfalda merkingu. Annars vegar vísi það til mannfólks almennt og hins vegar sé það notað sem andstæða við konu í parinu „maður og kona“. „Ég skil rökin á bakvið að vilja losna við orðið en það þarf að fara varlega í svona breytingar því það er margt sem hangir á spýtunni,“ segir Eiríkur. Það sé spurning um hversu langt fólk vilji ganga. „Það eru til svo mörg orð, til dæmis samsetningar af orðinu maður, og ef á að fara að útrýma þeim öllum þá er það meira en að segja það,“ bendir Eiríkur á. Eiríkur spyr einnig hvað sé unnið með þessum breytingum. „Allt eru þetta karkynsorð; forseti, meðlimur, flutningsaðili. Það er einnig tilfellið í íslensku að megnið af starfsheitum og slíkum orðum eru karlkyns. Þó að við hendum maður út þá fáum við bara annað karlkynsorð í staðinn.“ „Ef við erum að skipta um orð á annað borð væri þá ekki rétt að reyna að finna eitthvað hvorukyns orð eða búa til nýtt orð. Til þess að nálgast meira eitthvert kynhlutleysi,“ segir Eiríkur. „En svo veit maður hitt líka að það eru margar konur og fólk, sem ekki vill skilgreina sig sem karl eða konu, sem upplifir þetta sem það vísi fremur til karla en kvenna. Það eru því ágætis rök fyrir hvort tveggja.“ Eiríkur segist þó ekki vera með neina lausn á vandamálinu. „Ef ég væri með hana þá væri ég örugglega búin að koma henni á framfæri. Ég hef svona í seinni tíð velt þessu heilmikið fyrir mér og þykist skilja ýmis sjónarmið í þessu, en það er erfitt að hafa einhverja eina ákveðna afstöðu.“ Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands kjörinn Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, var kjörin formaður einróma í kvöld. 19. mars 2018 21:02 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Sjá meira
„Ég skil rökin á bakvið þessar breytingar, sumt fannst mér ágætt og annað óheppilegt,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði um uppfærða titla og heiti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Í fréttatilkynningu frá Stúdentaráði kemur fram að breytingarnar hafi verið samþykktar einróma á Stúdentaráðsfundi þann 9. apríl síðastliðinn og séu gerðar með það að leiðarljósi að draga úr kynjaðri orðræðu. Með kynjaðri orðræðu sé átt við titla og heiti sem gefa óþarflega í skyn eitt kyn, og gildi þess, umfram önnur. Helstu breytingar sem gerðar voru á titlum og heitum voru þær að formaður varð að forseta, fundarmaður að fundarmeðlim, stjórnarmaður að stjórnarmeðlim, framsögumaður að flutningsaðila og nefndarmaður að nefndarmeðlim. Eiríkur segir notkun á orðunum aðili og meðlimur óheppilega. Meðlimur sé tökuorð úr dönsku og mörgum finnist þetta ekki sérlega falleg orð. „Ég hef ekkert við það að athuga að fólk skipti út orðinu formaður fyrir forseta, það eru forsetar í ýmsum félögum. En þegar titlum er breytt í flutningsaðili og fundarmeðlimur þá velti ég fyrir mér hvort við séum eitthvað bættari með það.“Elísabet Brynjarsdóttir er nú forseti Stúdentaráðs, eftir breytingar á titlum og starfsheitum.Aðsend myndEiríkur segir orðið maður vera vandræðaorð, því það hafi tvöfalda merkingu. Annars vegar vísi það til mannfólks almennt og hins vegar sé það notað sem andstæða við konu í parinu „maður og kona“. „Ég skil rökin á bakvið að vilja losna við orðið en það þarf að fara varlega í svona breytingar því það er margt sem hangir á spýtunni,“ segir Eiríkur. Það sé spurning um hversu langt fólk vilji ganga. „Það eru til svo mörg orð, til dæmis samsetningar af orðinu maður, og ef á að fara að útrýma þeim öllum þá er það meira en að segja það,“ bendir Eiríkur á. Eiríkur spyr einnig hvað sé unnið með þessum breytingum. „Allt eru þetta karkynsorð; forseti, meðlimur, flutningsaðili. Það er einnig tilfellið í íslensku að megnið af starfsheitum og slíkum orðum eru karlkyns. Þó að við hendum maður út þá fáum við bara annað karlkynsorð í staðinn.“ „Ef við erum að skipta um orð á annað borð væri þá ekki rétt að reyna að finna eitthvað hvorukyns orð eða búa til nýtt orð. Til þess að nálgast meira eitthvert kynhlutleysi,“ segir Eiríkur. „En svo veit maður hitt líka að það eru margar konur og fólk, sem ekki vill skilgreina sig sem karl eða konu, sem upplifir þetta sem það vísi fremur til karla en kvenna. Það eru því ágætis rök fyrir hvort tveggja.“ Eiríkur segist þó ekki vera með neina lausn á vandamálinu. „Ef ég væri með hana þá væri ég örugglega búin að koma henni á framfæri. Ég hef svona í seinni tíð velt þessu heilmikið fyrir mér og þykist skilja ýmis sjónarmið í þessu, en það er erfitt að hafa einhverja eina ákveðna afstöðu.“
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands kjörinn Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, var kjörin formaður einróma í kvöld. 19. mars 2018 21:02 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Sjá meira
Nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands kjörinn Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, var kjörin formaður einróma í kvöld. 19. mars 2018 21:02