Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir endurtekin ofbeldisbrot í sambandi og brot á barnaverndarlögum.
Maðurinn var m.a. ákærður fyrir að hafa flengt dóttur sína með belti. Þá var hann ákærður fyrir að hafa skömmu síðar þann sama dag slegið sambýliskonu sína í andlitið með þeim afleiðingum að hún nefbrotnaði, að viðstöddu barni þeirra.
Ákærði játaði sök en litið var til þess að hann kvaðst iðrast háttsemi sinnar. Hann var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og gert að greiða allan sakarkostnað sem nemur níu þúsund krónum.
Dóminn má sjá í heild hér.
Dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að flengja dóttur sína með belti
Kristín Ólafsdóttir skrifar
