1200 gráðu heitum teinum breytt í skeifur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. apríl 2018 21:30 Aksel Vibe, margfaldur Norðurlandsmeistari í járningum er staddur á landinu um helgina í þeim tilgangi að kenna tíu bestu járningamönnum landsins að heitjárna. Þá eru skeifurnar búnar til úr tólf hundruð gráðu hita, mótaðar til og settar undir hestinn.Kristján Elvar Gíslason, járningameistari og kennari í Hólaskóla segir námskeiðið mjög skemmtilegt og fróðlegt.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonÞað voru allir að vinna í skemmunni í hestamiðstöðinni Dal á jörðinni Dallandi í Mosfellsbæ þar sem járninganámskeiðið fer fram enda ekki á hverjum degi sem besti járningamaður á Norðurlöndunum kemur til landsins til að kenna járningar og hvað þá heitjárningar. „Við fengum Aksel Viber, margfaldan Norðurlandsmeistara til að koma hingað og kenna strákunum meira um heitjárningar eða skeifnasmíði alveg frá grunni, þ.e. frá því að taka teininn og breyta honum í fullkomna skeifu til að nota við járningar. Þetta er gömul iðngrein sem hefur verið svolítið að tapast hér en við erum að bæta úr því“, segir Marteinn Magnússon, umsjónarmaður námskeiðsins Flestir ef ekki allir járningamennirnir á námskeiðinu eru atvinnumenn í faginu. Einn þeirra, Kristján Elvar Gíslason, járningameistari kennir járningar í Hólaskóla. „Já, þetta er mjög áhugavert námskeið enda erum við með topp kennara sem er algjör snillingur“, segir Kristján. Hann segist vera mjög hrifin af heitjárningum. „Mér líkar heitjárningar rosalega vel, þetta er miklu þægilegra og einfaldara að vinna þetta, það er mun skemmtilegra að eiga við skeifuna til að fá hana passa á hófnum“. Í heitjárningum er skeifan hituðu upp í um 1200 gráður og svo er hún mótuð á steðjanum allt eftir óskum þess sem er að járna með tilliti til stærðar hófsins á hestinum. Aksel Vibe hrósar íslenska hestinum og íslensku járningamönnum. „Já, þeir eru mjög góðir og standa sig mjög vel, þeir eru góðir fagmenn“.Aksel Vibe að leiðbeina á heitjárninganámskeiðinu.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonAllir þátttakendur námskeiðsins sem eru tíu talsins eru atvinnumenn í járningunum.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Aksel Vibe, margfaldur Norðurlandsmeistari í járningum er staddur á landinu um helgina í þeim tilgangi að kenna tíu bestu járningamönnum landsins að heitjárna. Þá eru skeifurnar búnar til úr tólf hundruð gráðu hita, mótaðar til og settar undir hestinn.Kristján Elvar Gíslason, járningameistari og kennari í Hólaskóla segir námskeiðið mjög skemmtilegt og fróðlegt.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonÞað voru allir að vinna í skemmunni í hestamiðstöðinni Dal á jörðinni Dallandi í Mosfellsbæ þar sem járninganámskeiðið fer fram enda ekki á hverjum degi sem besti járningamaður á Norðurlöndunum kemur til landsins til að kenna járningar og hvað þá heitjárningar. „Við fengum Aksel Viber, margfaldan Norðurlandsmeistara til að koma hingað og kenna strákunum meira um heitjárningar eða skeifnasmíði alveg frá grunni, þ.e. frá því að taka teininn og breyta honum í fullkomna skeifu til að nota við járningar. Þetta er gömul iðngrein sem hefur verið svolítið að tapast hér en við erum að bæta úr því“, segir Marteinn Magnússon, umsjónarmaður námskeiðsins Flestir ef ekki allir járningamennirnir á námskeiðinu eru atvinnumenn í faginu. Einn þeirra, Kristján Elvar Gíslason, járningameistari kennir járningar í Hólaskóla. „Já, þetta er mjög áhugavert námskeið enda erum við með topp kennara sem er algjör snillingur“, segir Kristján. Hann segist vera mjög hrifin af heitjárningum. „Mér líkar heitjárningar rosalega vel, þetta er miklu þægilegra og einfaldara að vinna þetta, það er mun skemmtilegra að eiga við skeifuna til að fá hana passa á hófnum“. Í heitjárningum er skeifan hituðu upp í um 1200 gráður og svo er hún mótuð á steðjanum allt eftir óskum þess sem er að járna með tilliti til stærðar hófsins á hestinum. Aksel Vibe hrósar íslenska hestinum og íslensku járningamönnum. „Já, þeir eru mjög góðir og standa sig mjög vel, þeir eru góðir fagmenn“.Aksel Vibe að leiðbeina á heitjárninganámskeiðinu.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonAllir þátttakendur námskeiðsins sem eru tíu talsins eru atvinnumenn í járningunum.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira