Framkvæmdarstjóri Amnesty segir glæpavæðingu fóstureyðinga ofbeldi Sylvía Hall skrifar 15. apríl 2018 11:09 Salil Shetty, framkvæmdarstjóri Amnesty International. Vísir/AFP Ströng fóstureyðingarlög í Suður-Ameríku hefur leitt til óþarfa dauðsfalla þúsunda kvenna segir Salil Shetty, framkvæmdarstjóri Amnesty International. Hann hefur kallað eftir lagasetningu í kringum málefnið sem gerir aðgerðina löglega og aðgengilega og gagnrýnir stjórnvöld þeirra landa sem banna aðgerðina með öllu. Hann segir glæpavæðingu fóstureyðinga vera ofbeldi gegn konum sem dragi ekki úr fóstureyðingum, heldur geri þær aðeins hættusamari og leiði af sér dauðsföll. Einnig kennir hann öfgum gagnstæðra fylkinga í stjórnmálum, vantraust á lýðræðið og efnahagslegri hnignun um mannréttindakrísu á svæðinu, að því er segir í frétt The Guardian. „Suður-Ameríka þótti alltaf framar hvað varðar mannréttindi en Asía eða Afríka, en mikil afturför hefur átt sér stað á stuttum tíma“ sagði Shetty. Sex lönd álfunnar banna fóstureyðingar undir öllum kringumstæðum, á meðan níu leyfa aðgerðina aðeins ef líf konunnar er í hættu. Argentína hefur tekið sín lög til endurskoðunar, í landinu má einungis framkvæma aðgerðina ef andleg eða líkamleg heilsa konunnar er í hættu. Shetty benti á að rúmlega þrjú þúsund konur hafa látið lífið í Argentínu síðustu 25 ár vegna ólöglegra fóstureyðinga sem uppfylla ekki öryggiskröfur og telur hann að fjöldi ólöglegra aðgerða sé um hálf milljón á ári. „Á meðan umræðan á sér stað eru konur að deyja“ sagði Shetty. Shetty fundaði með Mauricio Macri, forseta Argentínu, um málið en forsetinn segist vera mótfallinn lagasetningu í kringum fóstureyðingar. Hann hefur þó leyft samflokksmönnum sínum í miðju-hægriflokknum PRO að kjósa eftir eigin sannfæringu þegar frumvarp sem leggur til að leyfa fóstureyðingar að 14. viku verður lagt fyrir þingið. Shetty sagði forsetann eiga taka skýra afstöðu með lagasetningu til að vernda heilsu og réttindi kvenna og að hlutleysi í málinu væri ekki boðlegt. Argentína Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Ströng fóstureyðingarlög í Suður-Ameríku hefur leitt til óþarfa dauðsfalla þúsunda kvenna segir Salil Shetty, framkvæmdarstjóri Amnesty International. Hann hefur kallað eftir lagasetningu í kringum málefnið sem gerir aðgerðina löglega og aðgengilega og gagnrýnir stjórnvöld þeirra landa sem banna aðgerðina með öllu. Hann segir glæpavæðingu fóstureyðinga vera ofbeldi gegn konum sem dragi ekki úr fóstureyðingum, heldur geri þær aðeins hættusamari og leiði af sér dauðsföll. Einnig kennir hann öfgum gagnstæðra fylkinga í stjórnmálum, vantraust á lýðræðið og efnahagslegri hnignun um mannréttindakrísu á svæðinu, að því er segir í frétt The Guardian. „Suður-Ameríka þótti alltaf framar hvað varðar mannréttindi en Asía eða Afríka, en mikil afturför hefur átt sér stað á stuttum tíma“ sagði Shetty. Sex lönd álfunnar banna fóstureyðingar undir öllum kringumstæðum, á meðan níu leyfa aðgerðina aðeins ef líf konunnar er í hættu. Argentína hefur tekið sín lög til endurskoðunar, í landinu má einungis framkvæma aðgerðina ef andleg eða líkamleg heilsa konunnar er í hættu. Shetty benti á að rúmlega þrjú þúsund konur hafa látið lífið í Argentínu síðustu 25 ár vegna ólöglegra fóstureyðinga sem uppfylla ekki öryggiskröfur og telur hann að fjöldi ólöglegra aðgerða sé um hálf milljón á ári. „Á meðan umræðan á sér stað eru konur að deyja“ sagði Shetty. Shetty fundaði með Mauricio Macri, forseta Argentínu, um málið en forsetinn segist vera mótfallinn lagasetningu í kringum fóstureyðingar. Hann hefur þó leyft samflokksmönnum sínum í miðju-hægriflokknum PRO að kjósa eftir eigin sannfæringu þegar frumvarp sem leggur til að leyfa fóstureyðingar að 14. viku verður lagt fyrir þingið. Shetty sagði forsetann eiga taka skýra afstöðu með lagasetningu til að vernda heilsu og réttindi kvenna og að hlutleysi í málinu væri ekki boðlegt.
Argentína Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira