Pólitískan vilja skortir til að gera samning við Klíníkina Sveinn Arnarsson skrifar 16. apríl 2018 07:00 Framkvæmdastjórinn segir skorta pólitískan vilja til að gera samning við Klíníkina. Þingmaður VG segir varhugavert að gera slíkan samning og hafa þannig liðskiptaaðgerðir á fleiri stöðum en færri. 385 eru á biðlista. Vísir/Getty Sjúkratryggingar Íslands gætu sparað háar upphæðir ef stofnunin myndi semja um liðskiptaaðgerðir við Klíníkina í Ármúla. Kostnaður við liðskiptaaðgerðir á Klíníkinni er um ein milljón króna en Sjúkratryggingar greiða aðeins fyrir slíkar aðgerðir í Svíþjóð, sem kostar þrisvar sinnum meira. Hjálmar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, segir málið í grunninn ofureinfalt og snúast um að tryggja réttindi sjúklinga. „Þetta snýst um lélega pólitík. Kostnaðurinn hjá okkur er rétt rúm milljón. Ég hef farið með fimm sjúklinga til Svíþjóðar. Kostnaðurinn við þær ferðir er um þrjár milljónir króna fyrir hvern sjúkling. Ég hefði haldið að það væri ákjósanlegt að gera þessar aðgerðir á mun hagkvæmari hátt fyrir hið opinbera,“ segir Hjálmar. Í febrúar 2018 voru 709 á biðlista eftir gervilið í hné, 340 karlar og 369 konur. Á sama tíma voru 385 á biðlista eftir gervilið í mjöðm, 165 karlar og 220 konur. „Það skortir pólitískan vilja til að gera slíkan samning við okkur. Þetta eru réttindi sem sjúklingum eru tryggð af Alþingi. Samningur sem þessi er hagkvæmur fyrir hið opinbera og enginn stjórnmálamaður myndi fara svona með heimilisbókhaldið sitt,“ bætir Hjálmar við.Varhugavert að ganga til samninga Á þessu ári hefur úrskurðarnefnd fjallað um tæpan tug tilvika þar sem sjúklingum var synjað um greiðsluþátttöku vegna liðskiptaaðgerða, sem framkvæmdar voru hjá Klíníkinni. Sjúkratryggingar greiða fyrir aðgerðina í Svíþjóð, auk ferðakostnaðar, uppihalds og dagpeninga, bæði fyrir sjúkling og fylgdarmann. Samanlagt er því kostnaður við aðgerðina í Svíþjóð mun hærri en hér á landi. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna í velferðarnefnd, segir það varhugavert að gera samning við einkafyrirtæki hér á landi um gerð liðskiptaaðgerða. Aðgerðirnar eru gerðar á Akranesi, Akureyri og í Reykjavík af hinu opinbera. „Það þarf að horfa á þetta í stærra samhengi. Biðlistar hafa styst eftir liðskiptaaðgerðum. Bæklunarskurðlæknar þurfa ákveðinn fjölda aðgerða á ári til að viðhalda þekkingu og færni og því eru rök fyrir því að hafa liðskiptaaðgerðir á færri stöðum en fleiri hér á landi,“ segir Ólafur Þór. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Styður ekki heilbrigðisþjónustu sem byggð er upp í gróðaskyni Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir samninga við Klíníkina í Ármúla ekki verða fleiri en nú er. Hann telur Klíníkina ekki hafa leyfi til að reka margra daga legudeild. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, segir vatnaskil felast 24. mars 2017 07:00 Segir umræðuna villandi og að starfsemi Klíníkurinnar haldi áfram ótrufluð Framkvædastjóri Klíníkurinnar segir að hvorki velferðarráðuneytið né landlæknisembættið hafi gert neinar athugasemdir við starfsemina. 24. mars 2017 14:34 Fyrstu bæklunaraðgerðirnar á einkastofu framkvæmdar fyrir 1,2 milljón króna Þeir sem geta reitt fram fjárhæðina sleppa því við árs biðlista á Landspítalanum. Framkvæmdastjóri Klíníkunnar segir alla þurfa að hjálpast að í heilbrigðiskerfinu. 5. mars 2017 19:30 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands gætu sparað háar upphæðir ef stofnunin myndi semja um liðskiptaaðgerðir við Klíníkina í Ármúla. Kostnaður við liðskiptaaðgerðir á Klíníkinni er um ein milljón króna en Sjúkratryggingar greiða aðeins fyrir slíkar aðgerðir í Svíþjóð, sem kostar þrisvar sinnum meira. Hjálmar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, segir málið í grunninn ofureinfalt og snúast um að tryggja réttindi sjúklinga. „Þetta snýst um lélega pólitík. Kostnaðurinn hjá okkur er rétt rúm milljón. Ég hef farið með fimm sjúklinga til Svíþjóðar. Kostnaðurinn við þær ferðir er um þrjár milljónir króna fyrir hvern sjúkling. Ég hefði haldið að það væri ákjósanlegt að gera þessar aðgerðir á mun hagkvæmari hátt fyrir hið opinbera,“ segir Hjálmar. Í febrúar 2018 voru 709 á biðlista eftir gervilið í hné, 340 karlar og 369 konur. Á sama tíma voru 385 á biðlista eftir gervilið í mjöðm, 165 karlar og 220 konur. „Það skortir pólitískan vilja til að gera slíkan samning við okkur. Þetta eru réttindi sem sjúklingum eru tryggð af Alþingi. Samningur sem þessi er hagkvæmur fyrir hið opinbera og enginn stjórnmálamaður myndi fara svona með heimilisbókhaldið sitt,“ bætir Hjálmar við.Varhugavert að ganga til samninga Á þessu ári hefur úrskurðarnefnd fjallað um tæpan tug tilvika þar sem sjúklingum var synjað um greiðsluþátttöku vegna liðskiptaaðgerða, sem framkvæmdar voru hjá Klíníkinni. Sjúkratryggingar greiða fyrir aðgerðina í Svíþjóð, auk ferðakostnaðar, uppihalds og dagpeninga, bæði fyrir sjúkling og fylgdarmann. Samanlagt er því kostnaður við aðgerðina í Svíþjóð mun hærri en hér á landi. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna í velferðarnefnd, segir það varhugavert að gera samning við einkafyrirtæki hér á landi um gerð liðskiptaaðgerða. Aðgerðirnar eru gerðar á Akranesi, Akureyri og í Reykjavík af hinu opinbera. „Það þarf að horfa á þetta í stærra samhengi. Biðlistar hafa styst eftir liðskiptaaðgerðum. Bæklunarskurðlæknar þurfa ákveðinn fjölda aðgerða á ári til að viðhalda þekkingu og færni og því eru rök fyrir því að hafa liðskiptaaðgerðir á færri stöðum en fleiri hér á landi,“ segir Ólafur Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Styður ekki heilbrigðisþjónustu sem byggð er upp í gróðaskyni Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir samninga við Klíníkina í Ármúla ekki verða fleiri en nú er. Hann telur Klíníkina ekki hafa leyfi til að reka margra daga legudeild. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, segir vatnaskil felast 24. mars 2017 07:00 Segir umræðuna villandi og að starfsemi Klíníkurinnar haldi áfram ótrufluð Framkvædastjóri Klíníkurinnar segir að hvorki velferðarráðuneytið né landlæknisembættið hafi gert neinar athugasemdir við starfsemina. 24. mars 2017 14:34 Fyrstu bæklunaraðgerðirnar á einkastofu framkvæmdar fyrir 1,2 milljón króna Þeir sem geta reitt fram fjárhæðina sleppa því við árs biðlista á Landspítalanum. Framkvæmdastjóri Klíníkunnar segir alla þurfa að hjálpast að í heilbrigðiskerfinu. 5. mars 2017 19:30 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Styður ekki heilbrigðisþjónustu sem byggð er upp í gróðaskyni Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir samninga við Klíníkina í Ármúla ekki verða fleiri en nú er. Hann telur Klíníkina ekki hafa leyfi til að reka margra daga legudeild. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, segir vatnaskil felast 24. mars 2017 07:00
Segir umræðuna villandi og að starfsemi Klíníkurinnar haldi áfram ótrufluð Framkvædastjóri Klíníkurinnar segir að hvorki velferðarráðuneytið né landlæknisembættið hafi gert neinar athugasemdir við starfsemina. 24. mars 2017 14:34
Fyrstu bæklunaraðgerðirnar á einkastofu framkvæmdar fyrir 1,2 milljón króna Þeir sem geta reitt fram fjárhæðina sleppa því við árs biðlista á Landspítalanum. Framkvæmdastjóri Klíníkunnar segir alla þurfa að hjálpast að í heilbrigðiskerfinu. 5. mars 2017 19:30