Umdeild réttarhöld hafin í Tyrklandi Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2018 08:56 Andrew Brunson er sakaður um aðkomu að hryðjuverkastarfsemi og njósnir. Vísir/AFP Réttarhöld eru hafin í Tyrklandi yfir bandarískum presti sem sakaður er um að hafa starfað fyrir Verkamannaflokk Kúrda og hreyfingu klerksins Fethulla Gulen en báðar hreyfingarnar eru bannaðar í Tyrklandi og skilgreindar sem hryðjuverkasamtök. Presturinn, Andrew Brunson, er einnig sakaður um njósnir. Hann rak kirkju fyrir mótmælendur í borginni Izmir en hann var handtekinn í október 2016 og á hann yfir höfði sér allt að 35 ára fangelsisvist. Upprunalega var Brunson sakaður um að vera meðlimur í bæði PKK og hreyfingu Gulen en hann var þó ekki ákærður fyrir það. Handtaka Brunson, sem hafði búið og starfað um árabil í Tyrklandi, hefur valdið deilum á milli Bandaríkjanna og Tyrklands og til marks um það segir AFP fréttaveitan frá því að öldungadeildarþingmaðurinn Thom Tillis hafi verið í dómsalnum þegar réttarhöldin hófust í morgun.Þá hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, nefnt málefni Brunson sérstaklega við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Ríkisstjórn Erdogan hefur ítrekað sakað Gulen um að hafa skipulagt valdaránstilraun sem misheppnaðist um sumarið 2016. Gulen er í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum og hafa Tyrkir, án árangurs, reynt að fá hann framseldan til Tyrklands. Tugum þúsunda dómara, kennara, embættismanna hefur verið vikið úr starfi í Tyrklandi vegna ásakana um tengsli við Gulen á undanförnum árum og hafa þúsundir verið fangelsaðir. Gulan neitar staðfastlega að hafa komið að valdaráninu. Erdogan stakk upp á því í september í fyrra að hann væri tilbúinn til að skipta á Brunson og Gulen. „Þeir segja „skilið þið prestinum“. Þið eruð með klerk hjá ykkur. Látið okkur fá hann [Gulen] og við munum reyna að skila honum [Brunson],“ sagði Erdogan en yfirvöld Bandaríkjanna gáfu lítið fyrir það. Meðal þess sem Bandaríkin hafa gert til að reyna að fá Brunson úr haldi er að fella niður ákærur gegn ellefu lífvörðum Erdogan sem sakaðir eru um að hafa gengið í skrokk á friðsömum mótmælendum í Washington DC þar sem Erdogan var á fundi með Trump.Eric Edelman, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi, skrifaði í gær grein í Washington Post þar sem hann segir yfirvöld Tyrklands halda Brunson í gíslingu. Hann bendir á að Tyrkir hafi á undanförnum mánuðum og jafnvel árum handtekið fólk frá Bretlandi, Tékklandi, Frakklandi, Þýskalandi, Grikklandi og Svíþjóð. Þar á meðal séu blaðamenn, vísindamenn og mannréttindasinnar. Bandaríkin Mið-Austurlönd Tékkland Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Réttarhöld eru hafin í Tyrklandi yfir bandarískum presti sem sakaður er um að hafa starfað fyrir Verkamannaflokk Kúrda og hreyfingu klerksins Fethulla Gulen en báðar hreyfingarnar eru bannaðar í Tyrklandi og skilgreindar sem hryðjuverkasamtök. Presturinn, Andrew Brunson, er einnig sakaður um njósnir. Hann rak kirkju fyrir mótmælendur í borginni Izmir en hann var handtekinn í október 2016 og á hann yfir höfði sér allt að 35 ára fangelsisvist. Upprunalega var Brunson sakaður um að vera meðlimur í bæði PKK og hreyfingu Gulen en hann var þó ekki ákærður fyrir það. Handtaka Brunson, sem hafði búið og starfað um árabil í Tyrklandi, hefur valdið deilum á milli Bandaríkjanna og Tyrklands og til marks um það segir AFP fréttaveitan frá því að öldungadeildarþingmaðurinn Thom Tillis hafi verið í dómsalnum þegar réttarhöldin hófust í morgun.Þá hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, nefnt málefni Brunson sérstaklega við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Ríkisstjórn Erdogan hefur ítrekað sakað Gulen um að hafa skipulagt valdaránstilraun sem misheppnaðist um sumarið 2016. Gulen er í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum og hafa Tyrkir, án árangurs, reynt að fá hann framseldan til Tyrklands. Tugum þúsunda dómara, kennara, embættismanna hefur verið vikið úr starfi í Tyrklandi vegna ásakana um tengsli við Gulen á undanförnum árum og hafa þúsundir verið fangelsaðir. Gulan neitar staðfastlega að hafa komið að valdaráninu. Erdogan stakk upp á því í september í fyrra að hann væri tilbúinn til að skipta á Brunson og Gulen. „Þeir segja „skilið þið prestinum“. Þið eruð með klerk hjá ykkur. Látið okkur fá hann [Gulen] og við munum reyna að skila honum [Brunson],“ sagði Erdogan en yfirvöld Bandaríkjanna gáfu lítið fyrir það. Meðal þess sem Bandaríkin hafa gert til að reyna að fá Brunson úr haldi er að fella niður ákærur gegn ellefu lífvörðum Erdogan sem sakaðir eru um að hafa gengið í skrokk á friðsömum mótmælendum í Washington DC þar sem Erdogan var á fundi með Trump.Eric Edelman, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi, skrifaði í gær grein í Washington Post þar sem hann segir yfirvöld Tyrklands halda Brunson í gíslingu. Hann bendir á að Tyrkir hafi á undanförnum mánuðum og jafnvel árum handtekið fólk frá Bretlandi, Tékklandi, Frakklandi, Þýskalandi, Grikklandi og Svíþjóð. Þar á meðal séu blaðamenn, vísindamenn og mannréttindasinnar.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Tékkland Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira