Platan Afsakið hlé kemur út á miðvikudaginn og eru 17 lög á þeirri plötu.
„Lagið fjallar í raun um pressuna að vera til. Stundum líður manni ekkert sérstaklega vel,“ segir Króli í Brennslunni í morgun.
„Við ákváðum að fara í eitthvað nýtt á þessari plötu og á henni má finna ballöðu þar sem við báðir syngjum bara.“
Klukkan tólf á hádegi var síðan nýtt myndband við lagið frumsýnt og má sjá það myndband hér að neðan.