Staðan var markalaus þegar leikmenn gengu til búningsherbergja í hálfleik. Dómari leiksins, Guido Winkmann, kallaði hins vegar á leikmennina til baka þar sem hann hafði dæmt vítaspyrnu á Freiburg eftir að ráðfæra sig við myndbandsdómara.
Pablo de Blasis skoraði úr spyrnunni og kom gestgjöfunum í Mainz yfir.
Þá þurfti að seinka seinni hálfleiknum þar sem stuðningsmenn köstuðu klósettpappír inn á völlinn í mótmælaskyni. Mótmælin snéru þó ekki að vítaspyrnudómnum heldur því að leikur í Bundesligunni færi fram á mánudagskvöldi.
Mainz vann leikinn 2-0, en de Blasis bætti við öðru marki sínu á 79. mínútu. Með sigrinum fór Mainz úr fallsæti og sendi Freiburg í sinn stað, liðin eru jöfn að stigum en Mainz með betri markatölu.
Now this is special, even for VAR. Half-time whistle goes in Mainz v Freiburg, players go off, then pen to Mainz given for handball on last action of half. Players called back out, De Blasis scores, players go off again.
— Andy Brassell (@andybrassell) April 16, 2018