Hvetja til þess að skimanir verði á forræði stjórnvalda Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 17. apríl 2018 06:00 Skiptar skoðanir eru um hvernig skipulagðri skimun fyrir krabbameini skuli háttað hér á landi. Vísir/Getty Vonast er til að sérstakt skimunarráð muni skila tillögum sínum að framtíðarfyrirkomulagi stjórnunar og skipulags skimunar fyrir krabbameini á Íslandi í byrjun sumars. Hlutverk ráðsins er að koma með tillögur varðandi hvar í heilbrigðiskerfinu stjórnstöð skimunar eigi að vera til frambúðar og hvar sjálf skimunin fari fram. Skiptar skoðanir eru um hvernig best sé að haga fyrirkomulagi skimunar á Íslandi, það er, hvort hún skuli vera á forræði félagasamtaka eins og Krabbameinsfélags Íslands, eða á vegum opinberra aðila. Í minnisblaði sem þáverandi landlæknir sendi velferðarráðuneytinu í desember 2016 kom fram að mikilvægt væri að greina á milli skimunar fyrir krabbameini og frjálsrar félagastarfsemi. Fáheyrt er í alþjóðlegu samhengi að frjálsum félagasamtökum sé falið að skipuleggja skimanir, stýra þeim og framkvæma. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins vill Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ekki taka afstöðu til þess hvort eðlilegt sé að félagasamtök beri ábyrgð á skimunum. „Ráðherra telur eðlilegt að bíða niðurstöðu skimunarráðs áður en tekin er afstaða til þessarar spurningar,“ segir í svari ráðherra. Þegar rýnt er í ársskýrslur Krabbameinsfélags Íslands, sem sinnir skimun fyrir stjórnvöld á grundvelli þjónustusamnings við Sjúkratryggingar Íslands, blasir við að þátttaka í skimunum hefur farið minnkandi undanfarin ár. Árið 2016 höfðu 55 prósent kvenna mætt á síðustu tveimur árum í skimun fyrir brjóstakrabbameini en æskileg þátttaka er yfir 75 prósent. 68 prósent mættu á síðustu þremur árum í skimun vegna krabbameins í leghálsi. Æskileg þátttaka í skimun fyrir krabbameini í leghálsi er yfir 85 prósent. Kristján Oddsson var yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins í fjögur ár. Hann hefur ekki farið leynt með gagnrýni sína á félagið og segir að betur megi standa að skimun hér á landi. „Þátttakan [í skimun] hefur farið minnkandi síðustu 25 ár og hefur á síðasta áratug ekki náð íslenskum viðmiðum. Afleiðingin er sú að konur bíða tjón á bæði lífi og heilsu,“ segir Kristján. „Að mínu mati er þetta grafalvarlegt mál.“Halla Þorvaldsdóttir, núverandi framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands.Kristján segir brýnt að færa umsjón og framkvæmd skimunar í hendur opinberra aðila. Helgi Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir í krabbameinslækningum á Landspítalanum, tekur í sama streng: „Við eigum að fylgja því fordæmi sem sett hefur verið meðal annars í Danmörku, Noregi og Svíþjóð þar sem krabbameinsfélögin eru ekki lengur í forsvari fyrir hvorki leitarstarfi né krabbameinsskráningu,“ segir hann en ítrekar engu að síður mikilvægi frumkvöðlastarfs Krabbameinsfélagsins á sínum tíma í skimunarmálum og rekstri krabbameinsskráarinnar. Helgi bendir einnig á að upplýsingar séu bjagaðar um gagnsemi skimana. „Það er of mikil áhersla á gagnsemi skimunar og of lítil áhersla á að kynna mögulega neikvæða þætti þeirra til dæmis við leit að brjóstakrabbameini.“ Helgi telur að skimunarstarfið og krabbameinsskrá hafi á sínum tíma verið lofsvert framtak hjá Krabbameinsfélaginu en slík verkefni séu í dag orðin of stór fyrir starfsemi félagsins, sem ætti frekar að leggja áherslu á forvarnir og einkum þó að styrkja stöðu og réttindi þeirra sem greinst hafa með krabbamein. Krabbameinsskrá ætti einnig að vera í höndum stjórnvalda og helst innan vébanda Landspítalans, sem sinnir 90 prósentum af öllum tilfellum. Halla Þorvaldsdóttir, núverandi framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, segir félagið vel í stakk búið til að standa að skimun. Þegar kemur að þátttöku í skimunum sé nú starfandi hópur innan félagsins þar sem verið er að kortleggja leiðir til að efla þátttöku. „Við fögnum því mjög að stjórnvöld taki aukna ábyrgð á skimun fyrir sjúkdómum, það gerist með því að heilbrigðisyfirvöld skipi þetta ráð,“ segir Halla. Varðandi framkvæmdina skipti mestu að kröfurnar séu vandlega skilgreindar og að framkvæmdaraðilar uppfylli þau skilyrði sem sett eru. „Og viðkomandi aðili þarf þá að uppfylla þau skilyrði. En ákvarðanir um fyrir hverju á að skima, hverja á að skima og hvenær, þær eiga auðvitað að vera hjá stjórnvöldum.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Vonast er til að sérstakt skimunarráð muni skila tillögum sínum að framtíðarfyrirkomulagi stjórnunar og skipulags skimunar fyrir krabbameini á Íslandi í byrjun sumars. Hlutverk ráðsins er að koma með tillögur varðandi hvar í heilbrigðiskerfinu stjórnstöð skimunar eigi að vera til frambúðar og hvar sjálf skimunin fari fram. Skiptar skoðanir eru um hvernig best sé að haga fyrirkomulagi skimunar á Íslandi, það er, hvort hún skuli vera á forræði félagasamtaka eins og Krabbameinsfélags Íslands, eða á vegum opinberra aðila. Í minnisblaði sem þáverandi landlæknir sendi velferðarráðuneytinu í desember 2016 kom fram að mikilvægt væri að greina á milli skimunar fyrir krabbameini og frjálsrar félagastarfsemi. Fáheyrt er í alþjóðlegu samhengi að frjálsum félagasamtökum sé falið að skipuleggja skimanir, stýra þeim og framkvæma. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins vill Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ekki taka afstöðu til þess hvort eðlilegt sé að félagasamtök beri ábyrgð á skimunum. „Ráðherra telur eðlilegt að bíða niðurstöðu skimunarráðs áður en tekin er afstaða til þessarar spurningar,“ segir í svari ráðherra. Þegar rýnt er í ársskýrslur Krabbameinsfélags Íslands, sem sinnir skimun fyrir stjórnvöld á grundvelli þjónustusamnings við Sjúkratryggingar Íslands, blasir við að þátttaka í skimunum hefur farið minnkandi undanfarin ár. Árið 2016 höfðu 55 prósent kvenna mætt á síðustu tveimur árum í skimun fyrir brjóstakrabbameini en æskileg þátttaka er yfir 75 prósent. 68 prósent mættu á síðustu þremur árum í skimun vegna krabbameins í leghálsi. Æskileg þátttaka í skimun fyrir krabbameini í leghálsi er yfir 85 prósent. Kristján Oddsson var yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins í fjögur ár. Hann hefur ekki farið leynt með gagnrýni sína á félagið og segir að betur megi standa að skimun hér á landi. „Þátttakan [í skimun] hefur farið minnkandi síðustu 25 ár og hefur á síðasta áratug ekki náð íslenskum viðmiðum. Afleiðingin er sú að konur bíða tjón á bæði lífi og heilsu,“ segir Kristján. „Að mínu mati er þetta grafalvarlegt mál.“Halla Þorvaldsdóttir, núverandi framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands.Kristján segir brýnt að færa umsjón og framkvæmd skimunar í hendur opinberra aðila. Helgi Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir í krabbameinslækningum á Landspítalanum, tekur í sama streng: „Við eigum að fylgja því fordæmi sem sett hefur verið meðal annars í Danmörku, Noregi og Svíþjóð þar sem krabbameinsfélögin eru ekki lengur í forsvari fyrir hvorki leitarstarfi né krabbameinsskráningu,“ segir hann en ítrekar engu að síður mikilvægi frumkvöðlastarfs Krabbameinsfélagsins á sínum tíma í skimunarmálum og rekstri krabbameinsskráarinnar. Helgi bendir einnig á að upplýsingar séu bjagaðar um gagnsemi skimana. „Það er of mikil áhersla á gagnsemi skimunar og of lítil áhersla á að kynna mögulega neikvæða þætti þeirra til dæmis við leit að brjóstakrabbameini.“ Helgi telur að skimunarstarfið og krabbameinsskrá hafi á sínum tíma verið lofsvert framtak hjá Krabbameinsfélaginu en slík verkefni séu í dag orðin of stór fyrir starfsemi félagsins, sem ætti frekar að leggja áherslu á forvarnir og einkum þó að styrkja stöðu og réttindi þeirra sem greinst hafa með krabbamein. Krabbameinsskrá ætti einnig að vera í höndum stjórnvalda og helst innan vébanda Landspítalans, sem sinnir 90 prósentum af öllum tilfellum. Halla Þorvaldsdóttir, núverandi framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, segir félagið vel í stakk búið til að standa að skimun. Þegar kemur að þátttöku í skimunum sé nú starfandi hópur innan félagsins þar sem verið er að kortleggja leiðir til að efla þátttöku. „Við fögnum því mjög að stjórnvöld taki aukna ábyrgð á skimun fyrir sjúkdómum, það gerist með því að heilbrigðisyfirvöld skipi þetta ráð,“ segir Halla. Varðandi framkvæmdina skipti mestu að kröfurnar séu vandlega skilgreindar og að framkvæmdaraðilar uppfylli þau skilyrði sem sett eru. „Og viðkomandi aðili þarf þá að uppfylla þau skilyrði. En ákvarðanir um fyrir hverju á að skima, hverja á að skima og hvenær, þær eiga auðvitað að vera hjá stjórnvöldum.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira