Hanna Rún bjó til bleika glimmerbindi Bergþórs Benedikt Bóas skrifar 17. apríl 2018 06:00 Hanna Rún og Bergþór Pálsson voru glæsileg á sunndag. Atli Björgvinsson Fatnaður þeirra Hönnu Rúnar Bazev Óladóttur og Bergþórs Pálssonar í síðasta þætti Allir geta dansað sló í gegn svo eftir var tekið. Hanna var í sérsaumuðum svörtum kjól sem virtist minnka eftir því sem leið á dansinn. Fatnaður Bergþórs, þó aðallega bleikt glimmerbindi, vakti mesta athygli og jafnvel Selma Björnsdóttir, einn af dómurum þáttarins, sagðist vilja eignast bindið. Þá voru fjölmörg ummæli látin falla um glimmerbindið á samfélagsmiðlum. „Það voru margir að tala um þetta blessaða bindi og ég var ánægð að heyra það. Það eru ekki allir sem vilja kannski eiga svona bindi en það fer allt fallegt Bergþóri vel,“ segir Hanna sem var nýbúin að klára hátt í fjögurra tíma æfingu fyrir næsta þátt.„Mér finnst búningar skipta máli og ég legg mikið upp úr þeim. Þegar við dönsuðum Cha cha cha þá steinaði ég vesti sem Bergþór var í og gerði skó í stíl. Við dönsuðum Tangó í síðasta þætti þar sem venjan er að vera í svörtu og rauðu. Ég ákvað að vera aðeins öðruvísi með þessum bleika tón. Mamma mín var í Þýskalandi og keypti rósirnar sem ég var með á öxlinni. Hún ætlaði að hafa þær úti í garði hjá sér en ég fékk að taka þær og steinaði þær. Þá vantaði mig bindi svo ég spurði pabba og og hann fann eitt sem hann gaf mér sem ég steinaði.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hanna Rún lætur til sín taka í fatasaum en Fréttablaðið greindi frá því fyrir skömmu að hún hefði saumað brúðarkjól fyrir vinkonu sína og varið 300 klukkustundum í þá vinnu. Þá hefur hún saumað kjóla á sig sem hún hefur keppt í. Hún var þó aðeins skemur að föndra bindið því hún segir það aðeins hafa tekið sig eina kvöldstund. Hún viðurkennir að hún hafi gleymt að telja steinana sem fóru í bindið en þeir voru þó nokkrir. Allir handlímdir, hver einn og einasti. Allir geta dansað Birtist í Fréttablaðinu Dans Tengdar fréttir Sjáðu Jón Arnar dansa vals við Hrefnu með slitinn kálfa Dansparið Jón Arnar Magnússon og Hrefna Dís Halldórsdóttir féllu úr leik í skemmtiþættinum Allir geta dansað á Stöð 2 í gærkvöldi. 16. apríl 2018 15:00 Glimmerherbergið: Jón sýndi slitinn kálfa og kílóin fjúka af keppendum Dansparið Jón Arnar Magnússon og Hrefna Dís Halldórsdóttir féllu úr leik í skemmtiþættinum Allir geta dansað á Stöð 2 í gærkvöldi. 16. apríl 2018 11:00 Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira
Fatnaður þeirra Hönnu Rúnar Bazev Óladóttur og Bergþórs Pálssonar í síðasta þætti Allir geta dansað sló í gegn svo eftir var tekið. Hanna var í sérsaumuðum svörtum kjól sem virtist minnka eftir því sem leið á dansinn. Fatnaður Bergþórs, þó aðallega bleikt glimmerbindi, vakti mesta athygli og jafnvel Selma Björnsdóttir, einn af dómurum þáttarins, sagðist vilja eignast bindið. Þá voru fjölmörg ummæli látin falla um glimmerbindið á samfélagsmiðlum. „Það voru margir að tala um þetta blessaða bindi og ég var ánægð að heyra það. Það eru ekki allir sem vilja kannski eiga svona bindi en það fer allt fallegt Bergþóri vel,“ segir Hanna sem var nýbúin að klára hátt í fjögurra tíma æfingu fyrir næsta þátt.„Mér finnst búningar skipta máli og ég legg mikið upp úr þeim. Þegar við dönsuðum Cha cha cha þá steinaði ég vesti sem Bergþór var í og gerði skó í stíl. Við dönsuðum Tangó í síðasta þætti þar sem venjan er að vera í svörtu og rauðu. Ég ákvað að vera aðeins öðruvísi með þessum bleika tón. Mamma mín var í Þýskalandi og keypti rósirnar sem ég var með á öxlinni. Hún ætlaði að hafa þær úti í garði hjá sér en ég fékk að taka þær og steinaði þær. Þá vantaði mig bindi svo ég spurði pabba og og hann fann eitt sem hann gaf mér sem ég steinaði.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hanna Rún lætur til sín taka í fatasaum en Fréttablaðið greindi frá því fyrir skömmu að hún hefði saumað brúðarkjól fyrir vinkonu sína og varið 300 klukkustundum í þá vinnu. Þá hefur hún saumað kjóla á sig sem hún hefur keppt í. Hún var þó aðeins skemur að föndra bindið því hún segir það aðeins hafa tekið sig eina kvöldstund. Hún viðurkennir að hún hafi gleymt að telja steinana sem fóru í bindið en þeir voru þó nokkrir. Allir handlímdir, hver einn og einasti.
Allir geta dansað Birtist í Fréttablaðinu Dans Tengdar fréttir Sjáðu Jón Arnar dansa vals við Hrefnu með slitinn kálfa Dansparið Jón Arnar Magnússon og Hrefna Dís Halldórsdóttir féllu úr leik í skemmtiþættinum Allir geta dansað á Stöð 2 í gærkvöldi. 16. apríl 2018 15:00 Glimmerherbergið: Jón sýndi slitinn kálfa og kílóin fjúka af keppendum Dansparið Jón Arnar Magnússon og Hrefna Dís Halldórsdóttir féllu úr leik í skemmtiþættinum Allir geta dansað á Stöð 2 í gærkvöldi. 16. apríl 2018 11:00 Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira
Sjáðu Jón Arnar dansa vals við Hrefnu með slitinn kálfa Dansparið Jón Arnar Magnússon og Hrefna Dís Halldórsdóttir féllu úr leik í skemmtiþættinum Allir geta dansað á Stöð 2 í gærkvöldi. 16. apríl 2018 15:00
Glimmerherbergið: Jón sýndi slitinn kálfa og kílóin fjúka af keppendum Dansparið Jón Arnar Magnússon og Hrefna Dís Halldórsdóttir féllu úr leik í skemmtiþættinum Allir geta dansað á Stöð 2 í gærkvöldi. 16. apríl 2018 11:00