Ráðuneyti taka höndum saman Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. apríl 2018 08:14 Lilja Alfreðsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson handsala hér samkomulagið. Stjórnarráðið Ráðuneyti mennta- og menningarmála og utanríkisráðuneytið hafa gert með sér samkomulag um að móta sameiginlega stefnu um áherslur og framkvæmd alþjóðlegs menningarsamstarfs. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifuðu undir samkomulag þess efnis á dögunum. Í tilkynningu frá ráðuneytunum er haft eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að henni þyki listamenn vera mikilvægir sendiherrar Íslands á erlendri grundu. „Starf kynningarmiðstöðva, sendiráða og annarra sem vinna að því að kynna íslenska menningu á erlendri grundu hefur skilað miklum árangri. Íslenskri sköpun er miðlað um allan heim og meðvitund okkar um efnahagslega þýðingu hennar er sífellt að aukast. Aukið samstarf við utanríkisráðuneytið er okkur dýrmætt til að stilla saman strengi og tryggja í sameiningu að íslensk menning megi ferðast sem víðast,“ er haft eftir Lilju. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tekur í sama streng í tilkynningunni. „Lögum samkvæmt er það eitt meginhlutverk utanríkisráðuneytisins að standa vörð um menningarhagsmuni Íslands erlendis. Í skýrslunni Utanríkisþjónusta til framtíðar sem nýverið kom út er m.a. gerð tillaga um að utanríkisþjónustan auki samráð við útflutningsfyrirtæki, kynningarmiðstöðvar, fagráðuneyti og Íslandsstofu um stefnumótun og aðgerðaáætlun, þ.m.t. ráðgjöf, hvað varðar átak í markaðssetningu og útflutningi menningarafurða. Samkomulagið sem við ráðherrarnir undirrituðum og fundur með forystufólki kynningarmiðstöðvanna er mikilvægt fyrsta skref í þeirri framkvæmd,“ segir Guðlaugur. Nánar má fræðast um málið á vef stjórnarráðsins. Alþingi Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Ráðuneyti mennta- og menningarmála og utanríkisráðuneytið hafa gert með sér samkomulag um að móta sameiginlega stefnu um áherslur og framkvæmd alþjóðlegs menningarsamstarfs. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifuðu undir samkomulag þess efnis á dögunum. Í tilkynningu frá ráðuneytunum er haft eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að henni þyki listamenn vera mikilvægir sendiherrar Íslands á erlendri grundu. „Starf kynningarmiðstöðva, sendiráða og annarra sem vinna að því að kynna íslenska menningu á erlendri grundu hefur skilað miklum árangri. Íslenskri sköpun er miðlað um allan heim og meðvitund okkar um efnahagslega þýðingu hennar er sífellt að aukast. Aukið samstarf við utanríkisráðuneytið er okkur dýrmætt til að stilla saman strengi og tryggja í sameiningu að íslensk menning megi ferðast sem víðast,“ er haft eftir Lilju. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tekur í sama streng í tilkynningunni. „Lögum samkvæmt er það eitt meginhlutverk utanríkisráðuneytisins að standa vörð um menningarhagsmuni Íslands erlendis. Í skýrslunni Utanríkisþjónusta til framtíðar sem nýverið kom út er m.a. gerð tillaga um að utanríkisþjónustan auki samráð við útflutningsfyrirtæki, kynningarmiðstöðvar, fagráðuneyti og Íslandsstofu um stefnumótun og aðgerðaáætlun, þ.m.t. ráðgjöf, hvað varðar átak í markaðssetningu og útflutningi menningarafurða. Samkomulagið sem við ráðherrarnir undirrituðum og fundur með forystufólki kynningarmiðstöðvanna er mikilvægt fyrsta skref í þeirri framkvæmd,“ segir Guðlaugur. Nánar má fræðast um málið á vef stjórnarráðsins.
Alþingi Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent