Enginn listi til yfir blaðamenn sem vondir eru við Sigmund Davíð Jakob Bjarnar skrifar 17. apríl 2018 16:28 Kosningastjóri Sigmundar Davíðs vísar því á bug að til sé listi yfir blaðamenn sem taldir eru honum sérlega andsnúnir. visir/ernir „Nei, þú ert því miður ekki á neinum lista hjá mér,“ segir Svanur Guðmundsson, kosningastjóri Miðflokksins í samtali við blaðamann Vísis.Frá því var greint í fréttum af dómsmáli Viðars Garðarssonar á hendur Framsóknarflokknum vegna ógreiddra reikninga við gerð vefsíðna sem snérust um Sigmund Davíð Gunnlaugsson og hans ímynd, að Svanur Guðmundsson hafi verið ráðinn sérstaklega til að vinna ákveðna greiningarvinnu, hvaða blaðamenn væru að skrifa hvað og hverjir væru Sigmundi Davíð hvað erfiðastir. Svanur segir þetta algerlega úr lausu lofti gripið og hann skilur reyndar ekkert hvernig á því stendur að þetta sem hann kallar algera vitleysu, hafi ratað í dómsskjöl. „Það er enginn listi til.“Orðsporsáhættugreining en enginn listiSvanur ræðir þetta nánar á Facebooksíðu sinni, þar sem hann gerir grín að öllu saman, segist þess vegna alveg getað heitið sérfræðingur í geimverum og blaðamönnum. Ef því er að skipta.Svanur hlær að öllu saman og segist enginn sérfræðingur í blaðamönnum.„Ég hef komið að nokkrum verkefnum með Viðari og þá einkum vegna áhuga míns á tölulegri greiningu og notkun á greiningarforritum,“ segir Svanur. Og heldur áfram. „Ég hef þannig stundum unnið við greiningu á umræðum og viðhorfum sem tengjast stjórnmálaumræðunni hverju sinni og reynt þannig að rýna í hvar áhugi kjósenda liggur. Það má segja að þetta sé frekar áhugamál en annað. Engin listi er notaður við þá vinnu, hvorki yfir einstaklinga eða fyrirtæki. Hef ég hins vegar verið að rýna í og læra á það sem mætti kalla orðsporsáhættugreiningu en það er stjórntæki sem er orðið viðurkennt og farið í auknum mæli að nota vegna tilkomu samfélagsmiðla.“Fáránlegt að flokka blaðamenn Svanur segir orðsporsgreiningu vera of flókna til að útskýra hvað í slíku felst, hann þyrfti helst að taka blaðamann á námskeið í því. „En, umræðan er ekkert bara hjá blaðamönnum, heldur almenningi. Hver einasti einstaklingur á samfélagsmiðlum er með sinn fjölmiðil. Ekkert er hægt að halda lista yfir það. Fáránlegt að halda það að það sé verið að flokka blaðamenn í einhverja flokka.Svanur veltir því fyrir sér hvernig Framsóknarflokkurinn ætlar að fá fólk til að starfa fyrir sig í framtíðinni, fyrst svo lítið mál er að koma sér hjá því að greiða reikninga.visir/ernirEinu flokkarnir eru stjórnmálaflokkar þar sem fólk flokkar sig sjálft. Já, og kannski íþróttafélög og hestamannafélög. En, ég hef ekkert meira um þetta að sega.“Orðsporsáhætta FramsóknarflokksinsSvanur bætir því þó við, í tengslum við umrætt dómsmál að honum þykir merkilegt að umræðan skuli snúast um það hvort menn erum með lista eða ekki. „Merkilegra er að formaður Framsóknarflokksins hafi getað vísað í skipulagsreglur og að samkvæmt þeim þurfi þeir ekki að borga þá reikninga sem kallað er eftir. Það þykir mér mjög undarlegt. Ég veit ekki hvernig þeir ætla að reka kosningabaráttu þegar þetta liggur fyrir. Og verður gaman að sjá hvernig þeim tekst að fá fólk til vinnu. En, það er ekki mitt mál.“ Hann segir orðsporsáhættu Framsóknarflokksins vera þannig að vert sé að skoða hana. En, hann ætlar ekki að bjóða sig fram til til þess starfs. Dómsmál Tengdar fréttir Framsókn neitar að greiða reikninga frá í tíð Sigmundar Viðar Garðsson hefur stefnt Framsóknarflokknum vegna vangoldinna reikninga. 7. nóvember 2017 12:02 Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga Forsætisráðherrann sagði að Viðar Guðmundsson "væri akkúrat maðurinn sem þyrfti.“ 16. apríl 2018 15:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
„Nei, þú ert því miður ekki á neinum lista hjá mér,“ segir Svanur Guðmundsson, kosningastjóri Miðflokksins í samtali við blaðamann Vísis.Frá því var greint í fréttum af dómsmáli Viðars Garðarssonar á hendur Framsóknarflokknum vegna ógreiddra reikninga við gerð vefsíðna sem snérust um Sigmund Davíð Gunnlaugsson og hans ímynd, að Svanur Guðmundsson hafi verið ráðinn sérstaklega til að vinna ákveðna greiningarvinnu, hvaða blaðamenn væru að skrifa hvað og hverjir væru Sigmundi Davíð hvað erfiðastir. Svanur segir þetta algerlega úr lausu lofti gripið og hann skilur reyndar ekkert hvernig á því stendur að þetta sem hann kallar algera vitleysu, hafi ratað í dómsskjöl. „Það er enginn listi til.“Orðsporsáhættugreining en enginn listiSvanur ræðir þetta nánar á Facebooksíðu sinni, þar sem hann gerir grín að öllu saman, segist þess vegna alveg getað heitið sérfræðingur í geimverum og blaðamönnum. Ef því er að skipta.Svanur hlær að öllu saman og segist enginn sérfræðingur í blaðamönnum.„Ég hef komið að nokkrum verkefnum með Viðari og þá einkum vegna áhuga míns á tölulegri greiningu og notkun á greiningarforritum,“ segir Svanur. Og heldur áfram. „Ég hef þannig stundum unnið við greiningu á umræðum og viðhorfum sem tengjast stjórnmálaumræðunni hverju sinni og reynt þannig að rýna í hvar áhugi kjósenda liggur. Það má segja að þetta sé frekar áhugamál en annað. Engin listi er notaður við þá vinnu, hvorki yfir einstaklinga eða fyrirtæki. Hef ég hins vegar verið að rýna í og læra á það sem mætti kalla orðsporsáhættugreiningu en það er stjórntæki sem er orðið viðurkennt og farið í auknum mæli að nota vegna tilkomu samfélagsmiðla.“Fáránlegt að flokka blaðamenn Svanur segir orðsporsgreiningu vera of flókna til að útskýra hvað í slíku felst, hann þyrfti helst að taka blaðamann á námskeið í því. „En, umræðan er ekkert bara hjá blaðamönnum, heldur almenningi. Hver einasti einstaklingur á samfélagsmiðlum er með sinn fjölmiðil. Ekkert er hægt að halda lista yfir það. Fáránlegt að halda það að það sé verið að flokka blaðamenn í einhverja flokka.Svanur veltir því fyrir sér hvernig Framsóknarflokkurinn ætlar að fá fólk til að starfa fyrir sig í framtíðinni, fyrst svo lítið mál er að koma sér hjá því að greiða reikninga.visir/ernirEinu flokkarnir eru stjórnmálaflokkar þar sem fólk flokkar sig sjálft. Já, og kannski íþróttafélög og hestamannafélög. En, ég hef ekkert meira um þetta að sega.“Orðsporsáhætta FramsóknarflokksinsSvanur bætir því þó við, í tengslum við umrætt dómsmál að honum þykir merkilegt að umræðan skuli snúast um það hvort menn erum með lista eða ekki. „Merkilegra er að formaður Framsóknarflokksins hafi getað vísað í skipulagsreglur og að samkvæmt þeim þurfi þeir ekki að borga þá reikninga sem kallað er eftir. Það þykir mér mjög undarlegt. Ég veit ekki hvernig þeir ætla að reka kosningabaráttu þegar þetta liggur fyrir. Og verður gaman að sjá hvernig þeim tekst að fá fólk til vinnu. En, það er ekki mitt mál.“ Hann segir orðsporsáhættu Framsóknarflokksins vera þannig að vert sé að skoða hana. En, hann ætlar ekki að bjóða sig fram til til þess starfs.
Dómsmál Tengdar fréttir Framsókn neitar að greiða reikninga frá í tíð Sigmundar Viðar Garðsson hefur stefnt Framsóknarflokknum vegna vangoldinna reikninga. 7. nóvember 2017 12:02 Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga Forsætisráðherrann sagði að Viðar Guðmundsson "væri akkúrat maðurinn sem þyrfti.“ 16. apríl 2018 15:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Framsókn neitar að greiða reikninga frá í tíð Sigmundar Viðar Garðsson hefur stefnt Framsóknarflokknum vegna vangoldinna reikninga. 7. nóvember 2017 12:02
Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga Forsætisráðherrann sagði að Viðar Guðmundsson "væri akkúrat maðurinn sem þyrfti.“ 16. apríl 2018 15:30