Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Gissur Sigurðsson og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 17. apríl 2018 19:45 Hvalveiðar Íslendinga eru umdeildar í meira lagi. VÍSIR/VILHELM Fyrirhugaðar veiðar Hvals hf. á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé kann að skapa alvarleg viðbrögð víða um heim að sögn fulltrúa Alþjóðadýraverndunarsjóðsins á Íslandi. Veiðarnar eiga að hefjast í júní og má veiða 161 samkvæmt rannsókn Hafrannsóknarstofnunar. Morgunblaðið greinir frá því að fyrirtækið hafi að undanförnu staðið fyrir þróun á járnríku fæðubótarefni úr beinum og spiki hvalanna og betri söluhorfur séu nú fyrir kjötið í Japan.Hvalveiðunum víða mótmælt „Það er auðvitað ljóst að þetta eru mikil vonbrigði og þetta verða mikil vonbrigði fyrir alla þá sem eru að vinna með dýravelferð og auðvitað miklu fleiri. Ég trúi því að þetta verði vonbrigði líka fyrir þá sem hafa verið að vinna hér að útflutningsmálum með íslenskan fisk og til dæmis landbúnaðarafurðir á Bandaríkjamarkað og víðar. Menn hafa verið að lenda í vandræðum á þessum mörkuðum af og til á undanförnum árum, vörum hefur til dæmis ekki verið stillt upp með þeim hætti sem að vera skyldi hjá Whole Foods út af þessum hvalveiðum og svo mætti áfram telja. Við höfum auðvitað haft líka alþjóðleg mótmæli, ríkisstjórnir, Evrópusambandið og Bandaríkin og mörg önnur ríki hafa mótmælt þessu. Ég held að það sem hafi einna helst breyst á þessum tíma frá því að veiðarnar voru stundaðar síðast er að viðhorf Íslendinga til dýravelferðar hefur breyst. Ég trúi því að þessar sprengjuárásir á villt spendýr í hafi að þau samræmist ekki nútíma viðhorfum Íslendinga um dýravelferð,“ segir Sigursteinn Másson fulltrúi Alþjóðadýraverndunarsjóðsins á Íslandi.Hefur ekki haft áhrif á ferðaþjónustu Spurður út í hvort að hvalveiðarnar hafi haft áhrif á ferðaþjónustuna segir Sigursteinn: „Ég hafði aldrei mikla trú á því að þetta hefði mikil áhrif á ferðaþjónustuna þó svo að það væri kannski sérstaklega viðkvæmt gagnvart hvalaskoðuninni út af fyrir sig. Það er erfitt að segja hver þróunin hefði verið ef að veiðarnar hefðu ekki átt sér stað. Það er í sjálfu sér ekkert sem bendir til þess að þetta hafi bein áhrif á ferðaþjónustuna,“ segir Sigursteinn. Dýr Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Tengdar fréttir Íslendingar geta lært af Bandaríkjamönnum um verndun hvala Hvalveiðar Íslendinga eru sagðar hafa hverfandi áhrif á stofninn á heimsvísu. 25. febrúar 2018 20:08 Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Fyrirhugaðar veiðar Hvals hf. á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé kann að skapa alvarleg viðbrögð víða um heim að sögn fulltrúa Alþjóðadýraverndunarsjóðsins á Íslandi. Veiðarnar eiga að hefjast í júní og má veiða 161 samkvæmt rannsókn Hafrannsóknarstofnunar. Morgunblaðið greinir frá því að fyrirtækið hafi að undanförnu staðið fyrir þróun á járnríku fæðubótarefni úr beinum og spiki hvalanna og betri söluhorfur séu nú fyrir kjötið í Japan.Hvalveiðunum víða mótmælt „Það er auðvitað ljóst að þetta eru mikil vonbrigði og þetta verða mikil vonbrigði fyrir alla þá sem eru að vinna með dýravelferð og auðvitað miklu fleiri. Ég trúi því að þetta verði vonbrigði líka fyrir þá sem hafa verið að vinna hér að útflutningsmálum með íslenskan fisk og til dæmis landbúnaðarafurðir á Bandaríkjamarkað og víðar. Menn hafa verið að lenda í vandræðum á þessum mörkuðum af og til á undanförnum árum, vörum hefur til dæmis ekki verið stillt upp með þeim hætti sem að vera skyldi hjá Whole Foods út af þessum hvalveiðum og svo mætti áfram telja. Við höfum auðvitað haft líka alþjóðleg mótmæli, ríkisstjórnir, Evrópusambandið og Bandaríkin og mörg önnur ríki hafa mótmælt þessu. Ég held að það sem hafi einna helst breyst á þessum tíma frá því að veiðarnar voru stundaðar síðast er að viðhorf Íslendinga til dýravelferðar hefur breyst. Ég trúi því að þessar sprengjuárásir á villt spendýr í hafi að þau samræmist ekki nútíma viðhorfum Íslendinga um dýravelferð,“ segir Sigursteinn Másson fulltrúi Alþjóðadýraverndunarsjóðsins á Íslandi.Hefur ekki haft áhrif á ferðaþjónustu Spurður út í hvort að hvalveiðarnar hafi haft áhrif á ferðaþjónustuna segir Sigursteinn: „Ég hafði aldrei mikla trú á því að þetta hefði mikil áhrif á ferðaþjónustuna þó svo að það væri kannski sérstaklega viðkvæmt gagnvart hvalaskoðuninni út af fyrir sig. Það er erfitt að segja hver þróunin hefði verið ef að veiðarnar hefðu ekki átt sér stað. Það er í sjálfu sér ekkert sem bendir til þess að þetta hafi bein áhrif á ferðaþjónustuna,“ segir Sigursteinn.
Dýr Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Tengdar fréttir Íslendingar geta lært af Bandaríkjamönnum um verndun hvala Hvalveiðar Íslendinga eru sagðar hafa hverfandi áhrif á stofninn á heimsvísu. 25. febrúar 2018 20:08 Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Íslendingar geta lært af Bandaríkjamönnum um verndun hvala Hvalveiðar Íslendinga eru sagðar hafa hverfandi áhrif á stofninn á heimsvísu. 25. febrúar 2018 20:08
Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05