Fox News lýsir fullum stuðningi við umsetinn þáttastjórnanda Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2018 20:49 Sean Hannity er einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta. Vísir/Getty Stjórnendur hægrisinnuðu sjónvarpsstöðvarinnar Fox News hafa lýst yfir fullum stuðningi við Sean Hannity, þáttastjórnanda á stöðinni, þrátt fyrir að hann hafi ekki greint áhorfendum sínum frá því að hann hefði verið „óformlegur“ skjólstæðingur lögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hannity hefur ítrekað fjallað um lögmanninn og varið Trump. Í ljós kom í gær að Hannity, sem hefur verið einarður málsvari Trump forseta í umræðuþætti sínum á Fox News, hafi verið einn þriggja skjólstæðinga Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump. Cohen er nú til alríkisrannsóknar í tengslum við greiðslu hans til klámmyndaleikkonu sem segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Þrátt fyrir að hafa fjallað ítrekað um mál Trump og Cohen í sjónvarpsþætti sínum greindi Hannity áhorfendum sínum, eða stjórnendum Fox News, frá hagsmunaárekstri sínum. Sjálfur segist hann aðeins hafa fengið lögfræðilegar ráðleggingar frá Cohen í tengslum við fasteignamál og hafi aldrei verið raunverulegur skjólstæðingur lögmannsins. Hann hafi aldrei greitt Cohen. Alríkislögreglan FBI gerði húsleitir á skrifstofu, íbúð og hótelherbergi Cohen í síðustu viku. Dómari í máli hans hafnaði beiðni hans um að fá að halda nafni þriðja skjólstæðings síns leyndu. Á meðal rakanna sem Cohen lagði fram var að nafnbirtingin yrði „vandræðaleg“ skjólstæðingnum. Hannity hefur sérstaklega verið gagnrýninn á bandaríska meginstraumsfjölmiðla fyrir það sem hann hefur kallað hlutdræga umfjöllun um Trump forseta. Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. 25. mars 2018 18:02 Nafnlausi skjólstæðingurinn reyndist landsfrægur sjónvarpsmaður Sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta í röðum fjölmiðlamanna vestanhafs, er hinn svokallaði „þriðji skjólstæðingur“ Michael Cohen. 17. apríl 2018 06:48 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Kimmel biðst afsökunar í kjölfar rifrildis við Hannity Jimmy Kimmel, spjallþáttastjórnandi, hefur beðist afsökunar eftir rifrildi við Sean Hannity, þáttastjórnanda á Fox, síðustu daga. 9. apríl 2018 13:01 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Stjórnendur hægrisinnuðu sjónvarpsstöðvarinnar Fox News hafa lýst yfir fullum stuðningi við Sean Hannity, þáttastjórnanda á stöðinni, þrátt fyrir að hann hafi ekki greint áhorfendum sínum frá því að hann hefði verið „óformlegur“ skjólstæðingur lögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hannity hefur ítrekað fjallað um lögmanninn og varið Trump. Í ljós kom í gær að Hannity, sem hefur verið einarður málsvari Trump forseta í umræðuþætti sínum á Fox News, hafi verið einn þriggja skjólstæðinga Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump. Cohen er nú til alríkisrannsóknar í tengslum við greiðslu hans til klámmyndaleikkonu sem segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Þrátt fyrir að hafa fjallað ítrekað um mál Trump og Cohen í sjónvarpsþætti sínum greindi Hannity áhorfendum sínum, eða stjórnendum Fox News, frá hagsmunaárekstri sínum. Sjálfur segist hann aðeins hafa fengið lögfræðilegar ráðleggingar frá Cohen í tengslum við fasteignamál og hafi aldrei verið raunverulegur skjólstæðingur lögmannsins. Hann hafi aldrei greitt Cohen. Alríkislögreglan FBI gerði húsleitir á skrifstofu, íbúð og hótelherbergi Cohen í síðustu viku. Dómari í máli hans hafnaði beiðni hans um að fá að halda nafni þriðja skjólstæðings síns leyndu. Á meðal rakanna sem Cohen lagði fram var að nafnbirtingin yrði „vandræðaleg“ skjólstæðingnum. Hannity hefur sérstaklega verið gagnrýninn á bandaríska meginstraumsfjölmiðla fyrir það sem hann hefur kallað hlutdræga umfjöllun um Trump forseta.
Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. 25. mars 2018 18:02 Nafnlausi skjólstæðingurinn reyndist landsfrægur sjónvarpsmaður Sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta í röðum fjölmiðlamanna vestanhafs, er hinn svokallaði „þriðji skjólstæðingur“ Michael Cohen. 17. apríl 2018 06:48 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Kimmel biðst afsökunar í kjölfar rifrildis við Hannity Jimmy Kimmel, spjallþáttastjórnandi, hefur beðist afsökunar eftir rifrildi við Sean Hannity, þáttastjórnanda á Fox, síðustu daga. 9. apríl 2018 13:01 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26
FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00
Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. 25. mars 2018 18:02
Nafnlausi skjólstæðingurinn reyndist landsfrægur sjónvarpsmaður Sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta í röðum fjölmiðlamanna vestanhafs, er hinn svokallaði „þriðji skjólstæðingur“ Michael Cohen. 17. apríl 2018 06:48
Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29
Kimmel biðst afsökunar í kjölfar rifrildis við Hannity Jimmy Kimmel, spjallþáttastjórnandi, hefur beðist afsökunar eftir rifrildi við Sean Hannity, þáttastjórnanda á Fox, síðustu daga. 9. apríl 2018 13:01