Þanin sundur og saman Ingólfur Bender skrifar 18. apríl 2018 07:00 Undanfarin ár hefur ekki verið mikill stöðugleiki í íslensku efnahagslífi. Hagkerfið hefur á síðustu 15 árum farið í kröftuga uppsveiflu, erfiðan samdrátt og síðan aftur hraða uppsveiflu. Þessum stóru efnahagssveiflum hefur fylgt mikill óstöðugleiki í starfsumhverfi og samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum keppinautum. Hefur það komið niður á félagslegum og efnahagslegum lífsgæðum landsmanna. Ekkert iðnríki hefur gengið í gegnum viðlíka sveiflu í raungengi gjaldmiðilsins á mælikvarða launa og verðlags og hið íslenska síðastliðin 15 ár en raungengi krónunnar er mælikvarði á þróun samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum. Ekkert iðnvætt ríki hefur því boðið sínum fyrirtækjum upp á jafn mikinn óstöðugleika í samkeppnisstöðu á þessum tíma.Líkt og að búa í harmonikku Frá upphafi þessarar efnahagsuppsveiflu hefur gengi krónunnar hækkað um nær 50% eftir að hafa lækkað um 55% í aðdraganda efnahagsáfallsins árið 2008. Í uppsveiflunni hafa laun hækkað um ríflega 70%, langt umfram framleiðnivöxt og þær launahækkanir sem sést hafa í löndum þeirra fyrirtækja sem íslensk fyrirtæki keppa helst við. Samkeppnisstaða innlendra fyrirtækja hefur því verið þanin sundur og saman á þessum tíma og má segja að það að reka fyrirtæki í samkeppni við erlend hafi verið eins og að búa í harmonikku á sveitaballi. Raungengisþróunin getur verið hluti aðlögunar þjóðarbúsins að efnahagsáföllum og búhnykkjum. Þessi mikla sveifla í raungengi krónunnar hefur á undanförnum árum þannig endurspeglað þá stóru efnahagssveiflu sem íslenska hagkerfið hefur gengið í gegnum á þessum tíma. Í rótum þeirrar sveiflu felast því að stórum hluta að minnsta kosti ástæður þessarar miklu sveiflu í raungengi krónunnar og þar með starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja.Mikilvægt er að starfsskilyrði séu nokkuð fyrirsjáanleg þannig að fyrirtæki hér á landi geti gert áætlanir með viðunandi vissu og á grundvelli þeirra fjárfest í uppbyggingu sem skilar sér í aukinni verðmætasköpun og hagsæld hér á landi. Aukinn og víðtækur stöðugleiki er ekki bara til hagsbóta fyrir fyrirtæki heldur allt íslenskt samfélag. Efnahagslegur stöðugleiki er mikilvægur fyrir hagkerfið, heimilin og fyrirtækin. Um þetta virðast flestir sammála. Almennur skilningur er á mikilvægi efnahagslegs stöðugleika en óstöðugleiki í efnahagsmálum hér á landi hefur lengi verið eitt af meginvandamálum íslenska hagkerfisins. Með auknum stöðugleika má auka framleiðni og verðmætasköpun. Uppskrift að vandaðri hagstjórn Meiri stöðugleika í starfsskilyrðum fyrirtækja má ná fram með agaðri hagstjórn. Í því sambandi þarf samstillta hagstjórn á sviði opinberra fjármála og peningamála þar sem bæði ríki og sveitarfélög taka ábyrgð ásamt Seðlabankanum. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa einnig að axla ábyrgð. Nýútkomin fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er áhyggjuefni í þessum efnum. Áætlunin byggir á þjóðhagsspá sem hljóðar upp á stöðugleika á kjörtímabilinu sem á sér vart hliðstæðu í íslenskri hagsögu. Gott er ef sú spá rætist en í ljósi sögunnar er hún því miður fremur óraunhæf. Áætlunin hefði átt að byggja á raunhæfara mati á væntanlegri þróun hagkerfisins og mati á því hvernig ríki og sveitarfélög ætluðu að skapa meiri stöðugleika í efnahagsumhverfi fyrirtækja og heimila í landinu. Slíkt væri betri uppskrift að vandaðri hagstjórn.Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingólfur Bender Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur ekki verið mikill stöðugleiki í íslensku efnahagslífi. Hagkerfið hefur á síðustu 15 árum farið í kröftuga uppsveiflu, erfiðan samdrátt og síðan aftur hraða uppsveiflu. Þessum stóru efnahagssveiflum hefur fylgt mikill óstöðugleiki í starfsumhverfi og samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum keppinautum. Hefur það komið niður á félagslegum og efnahagslegum lífsgæðum landsmanna. Ekkert iðnríki hefur gengið í gegnum viðlíka sveiflu í raungengi gjaldmiðilsins á mælikvarða launa og verðlags og hið íslenska síðastliðin 15 ár en raungengi krónunnar er mælikvarði á þróun samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum. Ekkert iðnvætt ríki hefur því boðið sínum fyrirtækjum upp á jafn mikinn óstöðugleika í samkeppnisstöðu á þessum tíma.Líkt og að búa í harmonikku Frá upphafi þessarar efnahagsuppsveiflu hefur gengi krónunnar hækkað um nær 50% eftir að hafa lækkað um 55% í aðdraganda efnahagsáfallsins árið 2008. Í uppsveiflunni hafa laun hækkað um ríflega 70%, langt umfram framleiðnivöxt og þær launahækkanir sem sést hafa í löndum þeirra fyrirtækja sem íslensk fyrirtæki keppa helst við. Samkeppnisstaða innlendra fyrirtækja hefur því verið þanin sundur og saman á þessum tíma og má segja að það að reka fyrirtæki í samkeppni við erlend hafi verið eins og að búa í harmonikku á sveitaballi. Raungengisþróunin getur verið hluti aðlögunar þjóðarbúsins að efnahagsáföllum og búhnykkjum. Þessi mikla sveifla í raungengi krónunnar hefur á undanförnum árum þannig endurspeglað þá stóru efnahagssveiflu sem íslenska hagkerfið hefur gengið í gegnum á þessum tíma. Í rótum þeirrar sveiflu felast því að stórum hluta að minnsta kosti ástæður þessarar miklu sveiflu í raungengi krónunnar og þar með starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja.Mikilvægt er að starfsskilyrði séu nokkuð fyrirsjáanleg þannig að fyrirtæki hér á landi geti gert áætlanir með viðunandi vissu og á grundvelli þeirra fjárfest í uppbyggingu sem skilar sér í aukinni verðmætasköpun og hagsæld hér á landi. Aukinn og víðtækur stöðugleiki er ekki bara til hagsbóta fyrir fyrirtæki heldur allt íslenskt samfélag. Efnahagslegur stöðugleiki er mikilvægur fyrir hagkerfið, heimilin og fyrirtækin. Um þetta virðast flestir sammála. Almennur skilningur er á mikilvægi efnahagslegs stöðugleika en óstöðugleiki í efnahagsmálum hér á landi hefur lengi verið eitt af meginvandamálum íslenska hagkerfisins. Með auknum stöðugleika má auka framleiðni og verðmætasköpun. Uppskrift að vandaðri hagstjórn Meiri stöðugleika í starfsskilyrðum fyrirtækja má ná fram með agaðri hagstjórn. Í því sambandi þarf samstillta hagstjórn á sviði opinberra fjármála og peningamála þar sem bæði ríki og sveitarfélög taka ábyrgð ásamt Seðlabankanum. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa einnig að axla ábyrgð. Nýútkomin fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er áhyggjuefni í þessum efnum. Áætlunin byggir á þjóðhagsspá sem hljóðar upp á stöðugleika á kjörtímabilinu sem á sér vart hliðstæðu í íslenskri hagsögu. Gott er ef sú spá rætist en í ljósi sögunnar er hún því miður fremur óraunhæf. Áætlunin hefði átt að byggja á raunhæfara mati á væntanlegri þróun hagkerfisins og mati á því hvernig ríki og sveitarfélög ætluðu að skapa meiri stöðugleika í efnahagsumhverfi fyrirtækja og heimila í landinu. Slíkt væri betri uppskrift að vandaðri hagstjórn.Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun