Þanin sundur og saman Ingólfur Bender skrifar 18. apríl 2018 07:00 Undanfarin ár hefur ekki verið mikill stöðugleiki í íslensku efnahagslífi. Hagkerfið hefur á síðustu 15 árum farið í kröftuga uppsveiflu, erfiðan samdrátt og síðan aftur hraða uppsveiflu. Þessum stóru efnahagssveiflum hefur fylgt mikill óstöðugleiki í starfsumhverfi og samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum keppinautum. Hefur það komið niður á félagslegum og efnahagslegum lífsgæðum landsmanna. Ekkert iðnríki hefur gengið í gegnum viðlíka sveiflu í raungengi gjaldmiðilsins á mælikvarða launa og verðlags og hið íslenska síðastliðin 15 ár en raungengi krónunnar er mælikvarði á þróun samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum. Ekkert iðnvætt ríki hefur því boðið sínum fyrirtækjum upp á jafn mikinn óstöðugleika í samkeppnisstöðu á þessum tíma.Líkt og að búa í harmonikku Frá upphafi þessarar efnahagsuppsveiflu hefur gengi krónunnar hækkað um nær 50% eftir að hafa lækkað um 55% í aðdraganda efnahagsáfallsins árið 2008. Í uppsveiflunni hafa laun hækkað um ríflega 70%, langt umfram framleiðnivöxt og þær launahækkanir sem sést hafa í löndum þeirra fyrirtækja sem íslensk fyrirtæki keppa helst við. Samkeppnisstaða innlendra fyrirtækja hefur því verið þanin sundur og saman á þessum tíma og má segja að það að reka fyrirtæki í samkeppni við erlend hafi verið eins og að búa í harmonikku á sveitaballi. Raungengisþróunin getur verið hluti aðlögunar þjóðarbúsins að efnahagsáföllum og búhnykkjum. Þessi mikla sveifla í raungengi krónunnar hefur á undanförnum árum þannig endurspeglað þá stóru efnahagssveiflu sem íslenska hagkerfið hefur gengið í gegnum á þessum tíma. Í rótum þeirrar sveiflu felast því að stórum hluta að minnsta kosti ástæður þessarar miklu sveiflu í raungengi krónunnar og þar með starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja.Mikilvægt er að starfsskilyrði séu nokkuð fyrirsjáanleg þannig að fyrirtæki hér á landi geti gert áætlanir með viðunandi vissu og á grundvelli þeirra fjárfest í uppbyggingu sem skilar sér í aukinni verðmætasköpun og hagsæld hér á landi. Aukinn og víðtækur stöðugleiki er ekki bara til hagsbóta fyrir fyrirtæki heldur allt íslenskt samfélag. Efnahagslegur stöðugleiki er mikilvægur fyrir hagkerfið, heimilin og fyrirtækin. Um þetta virðast flestir sammála. Almennur skilningur er á mikilvægi efnahagslegs stöðugleika en óstöðugleiki í efnahagsmálum hér á landi hefur lengi verið eitt af meginvandamálum íslenska hagkerfisins. Með auknum stöðugleika má auka framleiðni og verðmætasköpun. Uppskrift að vandaðri hagstjórn Meiri stöðugleika í starfsskilyrðum fyrirtækja má ná fram með agaðri hagstjórn. Í því sambandi þarf samstillta hagstjórn á sviði opinberra fjármála og peningamála þar sem bæði ríki og sveitarfélög taka ábyrgð ásamt Seðlabankanum. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa einnig að axla ábyrgð. Nýútkomin fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er áhyggjuefni í þessum efnum. Áætlunin byggir á þjóðhagsspá sem hljóðar upp á stöðugleika á kjörtímabilinu sem á sér vart hliðstæðu í íslenskri hagsögu. Gott er ef sú spá rætist en í ljósi sögunnar er hún því miður fremur óraunhæf. Áætlunin hefði átt að byggja á raunhæfara mati á væntanlegri þróun hagkerfisins og mati á því hvernig ríki og sveitarfélög ætluðu að skapa meiri stöðugleika í efnahagsumhverfi fyrirtækja og heimila í landinu. Slíkt væri betri uppskrift að vandaðri hagstjórn.Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingólfur Bender Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur ekki verið mikill stöðugleiki í íslensku efnahagslífi. Hagkerfið hefur á síðustu 15 árum farið í kröftuga uppsveiflu, erfiðan samdrátt og síðan aftur hraða uppsveiflu. Þessum stóru efnahagssveiflum hefur fylgt mikill óstöðugleiki í starfsumhverfi og samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum keppinautum. Hefur það komið niður á félagslegum og efnahagslegum lífsgæðum landsmanna. Ekkert iðnríki hefur gengið í gegnum viðlíka sveiflu í raungengi gjaldmiðilsins á mælikvarða launa og verðlags og hið íslenska síðastliðin 15 ár en raungengi krónunnar er mælikvarði á þróun samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum. Ekkert iðnvætt ríki hefur því boðið sínum fyrirtækjum upp á jafn mikinn óstöðugleika í samkeppnisstöðu á þessum tíma.Líkt og að búa í harmonikku Frá upphafi þessarar efnahagsuppsveiflu hefur gengi krónunnar hækkað um nær 50% eftir að hafa lækkað um 55% í aðdraganda efnahagsáfallsins árið 2008. Í uppsveiflunni hafa laun hækkað um ríflega 70%, langt umfram framleiðnivöxt og þær launahækkanir sem sést hafa í löndum þeirra fyrirtækja sem íslensk fyrirtæki keppa helst við. Samkeppnisstaða innlendra fyrirtækja hefur því verið þanin sundur og saman á þessum tíma og má segja að það að reka fyrirtæki í samkeppni við erlend hafi verið eins og að búa í harmonikku á sveitaballi. Raungengisþróunin getur verið hluti aðlögunar þjóðarbúsins að efnahagsáföllum og búhnykkjum. Þessi mikla sveifla í raungengi krónunnar hefur á undanförnum árum þannig endurspeglað þá stóru efnahagssveiflu sem íslenska hagkerfið hefur gengið í gegnum á þessum tíma. Í rótum þeirrar sveiflu felast því að stórum hluta að minnsta kosti ástæður þessarar miklu sveiflu í raungengi krónunnar og þar með starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja.Mikilvægt er að starfsskilyrði séu nokkuð fyrirsjáanleg þannig að fyrirtæki hér á landi geti gert áætlanir með viðunandi vissu og á grundvelli þeirra fjárfest í uppbyggingu sem skilar sér í aukinni verðmætasköpun og hagsæld hér á landi. Aukinn og víðtækur stöðugleiki er ekki bara til hagsbóta fyrir fyrirtæki heldur allt íslenskt samfélag. Efnahagslegur stöðugleiki er mikilvægur fyrir hagkerfið, heimilin og fyrirtækin. Um þetta virðast flestir sammála. Almennur skilningur er á mikilvægi efnahagslegs stöðugleika en óstöðugleiki í efnahagsmálum hér á landi hefur lengi verið eitt af meginvandamálum íslenska hagkerfisins. Með auknum stöðugleika má auka framleiðni og verðmætasköpun. Uppskrift að vandaðri hagstjórn Meiri stöðugleika í starfsskilyrðum fyrirtækja má ná fram með agaðri hagstjórn. Í því sambandi þarf samstillta hagstjórn á sviði opinberra fjármála og peningamála þar sem bæði ríki og sveitarfélög taka ábyrgð ásamt Seðlabankanum. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa einnig að axla ábyrgð. Nýútkomin fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er áhyggjuefni í þessum efnum. Áætlunin byggir á þjóðhagsspá sem hljóðar upp á stöðugleika á kjörtímabilinu sem á sér vart hliðstæðu í íslenskri hagsögu. Gott er ef sú spá rætist en í ljósi sögunnar er hún því miður fremur óraunhæf. Áætlunin hefði átt að byggja á raunhæfara mati á væntanlegri þróun hagkerfisins og mati á því hvernig ríki og sveitarfélög ætluðu að skapa meiri stöðugleika í efnahagsumhverfi fyrirtækja og heimila í landinu. Slíkt væri betri uppskrift að vandaðri hagstjórn.Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun