Brjáluð eftir að hafa verið líkt við Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. apríl 2018 08:03 Jacinda Ardern hefur ekki hátt álit á Donald Trump. Vísir/Epa Forsætisráðherra Nýja-Sjálands segist vera „æf“ og „mjög reið“ eftir að henni var líkt við forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Wall Street Journal birti í september í fyrra grein undir yfirskriftinni „Heilsið upp á Justin Trudeau Nýja-Sjálands - nema hvað að hún er meira eins og Donald Trump þegar kemur að innflytjendamálum.“ Í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC sagði Jacinda Ardern að þessi samlíking gæti ekki verið fjær sannleikanum. „Þetta reitti mig til reiði,“ sagði Ardern, tvisvar í röð til að undirstrika pirring sinn. „Við erum flokkur sem barðist fyrir því að taka við tvöfalt fleiri flóttamönnum. Við erum þjóð sem byggir á innflytjendum. Ég er sjálf af þriðju kynslóð innflytjenda,“ er haft eftir Ardern á vef Guardian.„Það var gefið í skyn að Nýja-Sjáland væri ekki opið og gestrisið land - það var gefið í skyn að ég stýrði einhvern veginn í andstöðu við það - það gerði mig mjög reiða.“ Engu að síður hefur ríkisstjórn Ardern heitið því að taka við 20 til 30 þúsund færri innflytjendum á næstu þremur árum. Þess í stað verði áherslan lögð á að lokka alþjóðlega skiptinema til landsins með það fyrir augum að þeir verði áfram á Nýja-Sjálandi eftir að námi þeirra líkur. Þá ætlar ríkisstjórnin einnig að herða skilyrðin sem fyrirtæki verða að uppfylla, vilji þau ráða til sín starfsfólk frá útlöndum. Það á að virka sem hvatning fyrir fyrirtæki til að ráða þess í stað Nýsjálendinga. Nýja-Sjáland hefur tekið við slíkum fjölda innflytjenda á síðustu árum að það hefur, að sögn flokks Ardern, bitnað á vegakerfinu, húsnæðismarkaðnum og öðrum innviðum þar í landi. Því þætti flokknum gott að geta hægt aðeins á þeirri þróun svo að landið geti náð „andanum.“ Donald Trump Tengdar fréttir Nýsjálendingum ofboðið eftir „sársaukafullt“ viðtal við Ardern Óþægilegt og löðrandi í karlrembu eru hugtökin sem Nýsjálendingar nota til að lýsa viðtali við forsætisráðherra þeirra, Jacindu Ardern, og eiginmann hennar sem frumsýnt var í gær. 26. febrúar 2018 06:34 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands segist vera „æf“ og „mjög reið“ eftir að henni var líkt við forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Wall Street Journal birti í september í fyrra grein undir yfirskriftinni „Heilsið upp á Justin Trudeau Nýja-Sjálands - nema hvað að hún er meira eins og Donald Trump þegar kemur að innflytjendamálum.“ Í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC sagði Jacinda Ardern að þessi samlíking gæti ekki verið fjær sannleikanum. „Þetta reitti mig til reiði,“ sagði Ardern, tvisvar í röð til að undirstrika pirring sinn. „Við erum flokkur sem barðist fyrir því að taka við tvöfalt fleiri flóttamönnum. Við erum þjóð sem byggir á innflytjendum. Ég er sjálf af þriðju kynslóð innflytjenda,“ er haft eftir Ardern á vef Guardian.„Það var gefið í skyn að Nýja-Sjáland væri ekki opið og gestrisið land - það var gefið í skyn að ég stýrði einhvern veginn í andstöðu við það - það gerði mig mjög reiða.“ Engu að síður hefur ríkisstjórn Ardern heitið því að taka við 20 til 30 þúsund færri innflytjendum á næstu þremur árum. Þess í stað verði áherslan lögð á að lokka alþjóðlega skiptinema til landsins með það fyrir augum að þeir verði áfram á Nýja-Sjálandi eftir að námi þeirra líkur. Þá ætlar ríkisstjórnin einnig að herða skilyrðin sem fyrirtæki verða að uppfylla, vilji þau ráða til sín starfsfólk frá útlöndum. Það á að virka sem hvatning fyrir fyrirtæki til að ráða þess í stað Nýsjálendinga. Nýja-Sjáland hefur tekið við slíkum fjölda innflytjenda á síðustu árum að það hefur, að sögn flokks Ardern, bitnað á vegakerfinu, húsnæðismarkaðnum og öðrum innviðum þar í landi. Því þætti flokknum gott að geta hægt aðeins á þeirri þróun svo að landið geti náð „andanum.“
Donald Trump Tengdar fréttir Nýsjálendingum ofboðið eftir „sársaukafullt“ viðtal við Ardern Óþægilegt og löðrandi í karlrembu eru hugtökin sem Nýsjálendingar nota til að lýsa viðtali við forsætisráðherra þeirra, Jacindu Ardern, og eiginmann hennar sem frumsýnt var í gær. 26. febrúar 2018 06:34 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Nýsjálendingum ofboðið eftir „sársaukafullt“ viðtal við Ardern Óþægilegt og löðrandi í karlrembu eru hugtökin sem Nýsjálendingar nota til að lýsa viðtali við forsætisráðherra þeirra, Jacindu Ardern, og eiginmann hennar sem frumsýnt var í gær. 26. febrúar 2018 06:34