Mikill áhugi á strokufanganum í erlendum miðlum: „Den stora bitcoin-kuppen på Island” Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 18. apríl 2018 13:33 Þessi rándýra Photoshop vinnsla er í boði vefmiðilsins Cointelegraph, sem flytur fréttir af rafmynt Cointelegraph.com Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. Áhuginn byggir því að hluta til á getgátum og misskilningi. Sindri var í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á innbrotum í gagnaver og stórfelldum þjófnaði á tölvubúnaði sem var notaður til að framleiða rafmyntina Bitcoin. Ekki liggur fyrir hvort þjófarnir ásældust sjálfan tölvubúnaðinn eða rafmyntina sem var vistuð á hörðum diskum. Þá er vissulega full langt seilst að eigna forsætisráðherra heila farþegaflugvél þó að hún hafi verið um borð á sama tíma og Sindri. Sænskir fjölmiðlar hafa eðlilega áhuga á málinu þar sem Sindri Þór flaug til Stokkhólms í gærmorgun eftir að hafa farið út um glugga í opnu fangelsi að Sogni um nóttina. Aftonbladet kallar málið „den stora bitcoin-kuppen på Island” og fullyrðir að um stærsta þjófnað Íslandssögunnar sé að ræða. Sænska ríkissjónvarpið gerir einnig ýtarlega grein fyrir málinu. Einnig er sagt frá flóttanum í fjölmiðlum í Bretlandi og Bandaríkjunum og þá oftast í samhengi við umfjöllun um Bitcoin rafmyntina. Breska ríkisútvarpið, BBC, slær auk þess upp fyrirsögn um að strokufangi hafi sloppið með flugvél forsætisráðherra. Daily Mail gerir það sama og fær fréttin væntanlega aukinn lestur fyrir vikið. Margir miðlar, þar á meðal Washington Post, styðjast við nákvæmari frásögn alþjóðlegu fréttaveitunnar Associated Press sem er skrifuð af íslenskum fréttaritara. Fréttasíður sem tileinkaðar eru fréttum af rafmynt og tækni hafa heldur ekki látið málið framhjá sér fara. Þar má nefna miðla á borð við Crypto Globe, PYMNTS og Cointelegraph sem lagði í dramatíska Photoshop vinnslu til myndskreytingar. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Sjá meira
Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. Áhuginn byggir því að hluta til á getgátum og misskilningi. Sindri var í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á innbrotum í gagnaver og stórfelldum þjófnaði á tölvubúnaði sem var notaður til að framleiða rafmyntina Bitcoin. Ekki liggur fyrir hvort þjófarnir ásældust sjálfan tölvubúnaðinn eða rafmyntina sem var vistuð á hörðum diskum. Þá er vissulega full langt seilst að eigna forsætisráðherra heila farþegaflugvél þó að hún hafi verið um borð á sama tíma og Sindri. Sænskir fjölmiðlar hafa eðlilega áhuga á málinu þar sem Sindri Þór flaug til Stokkhólms í gærmorgun eftir að hafa farið út um glugga í opnu fangelsi að Sogni um nóttina. Aftonbladet kallar málið „den stora bitcoin-kuppen på Island” og fullyrðir að um stærsta þjófnað Íslandssögunnar sé að ræða. Sænska ríkissjónvarpið gerir einnig ýtarlega grein fyrir málinu. Einnig er sagt frá flóttanum í fjölmiðlum í Bretlandi og Bandaríkjunum og þá oftast í samhengi við umfjöllun um Bitcoin rafmyntina. Breska ríkisútvarpið, BBC, slær auk þess upp fyrirsögn um að strokufangi hafi sloppið með flugvél forsætisráðherra. Daily Mail gerir það sama og fær fréttin væntanlega aukinn lestur fyrir vikið. Margir miðlar, þar á meðal Washington Post, styðjast við nákvæmari frásögn alþjóðlegu fréttaveitunnar Associated Press sem er skrifuð af íslenskum fréttaritara. Fréttasíður sem tileinkaðar eru fréttum af rafmynt og tækni hafa heldur ekki látið málið framhjá sér fara. Þar má nefna miðla á borð við Crypto Globe, PYMNTS og Cointelegraph sem lagði í dramatíska Photoshop vinnslu til myndskreytingar.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Sjá meira