Erlent

#MeToo teygir sig til Japan

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Mikill styr hefur staðið um Fukuda og hefur hann nú sagt af sér.
Mikill styr hefur staðið um Fukuda og hefur hann nú sagt af sér. VISIR/AFP

Junichi Fukuda, yfirmaður í japanska fjármálaráðuneytinu hefur sagt starfi sínu lausu í kjölfar ásakana um að hafa áreitt fréttakonu kynferðislega.



Fréttir af málinu birtust fyrst í síðustu viku og birtist í kjölfarið hljóðupptaka þar sem Fukuda heyrist spyrja hvort hann megi strjúka blaðakonu um brjóstin.



Fukuda neitar sök í málinu og segir að dómstólar muni fá að úrskurða um hvað sé rétt í málinu.



Blaðamannafélag Japan hefur gefið frá sér yfirlýsingu sem fordæmir starfsaðstæður margra kvenkyns félagsmanna sinna. „Margar fréttakonur þurfa að sitja undir hræðilegri, niðurlægjandi meðferð.“ Er þar vísað meðal annars til kynferðislegs tals og óviðeigandi snertinga sem fréttakonur þora aðeins að mæta með þögninni vegna ótta við að skaða samband vinnuveitanda síns og þess sem taka á viðtal við.



MeToo-hreyfingin hefur farið hægt af stað í Japan. Viðhorf til kynhlutverka þar í landi eru íhaldssöm og konur njóta ekki sömu tækifæra og karlmenn, en Japan situr til að mynda í 114. sæti jafnréttismælingarinnar Global Gender Gap. Ísland hefur trónað á toppi mælingarinnar síðastliðin níu ár.



BBC greinir frá.

 


Tengdar fréttir

Nýr kviðdómur ákveður örlög Cosby

Bill Cosby snýr aftur í réttarsal í dag, um það bil 10 mánuðum eftir að upphafleg réttarhöld yfir honum voru ómerkt, í júní á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×