Algengt að fararstjórar hafi ekki þekkingu á staðarháttum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. apríl 2018 13:19 Sífellt algengara er að ferðaskrifstofur sendi erlenda fararstjóra, sem hafa enga þekkingu á staðarháttum, til Íslands með hópa af ferðamönnum. Formaður félags leiðsögumanna telur að skylda ætti seljendur hópferða til þess að bjóða upp á faglega leiðsögn. Ferðamenn stefni sér reglulega í voða vegna vanþekkingar. Ítrekað berast fréttir af ferðamönnum sem hafa stefnt sér í voða á ferð um Ísland. Um helgina náðust myndir af ferðamanni sem hoppaði um á ísnum á Jökulsárlóni með selfie-stöng og myndavél á lofti. Þá hætti hópur ferðamanna sér út á ís sem safnast hafði saman í Langá á Mýrum en rútu hafði verið lagt skammt frá ánni. Indriði H. Þorláksson, formaður félags leiðsögumanna, segir atburði sem þessa allt of algenga. „Það fer held ég ekki fram hjá neinum leiðsögumanni sem fer um þessa staði að ferðamenn gæti ekki að sér, hvorki varðandi slysahættu og eins varðandi náttúruvernd. Það er að segja að viðkvæm landsvæði bíði ekki skaða.“Telur nauðsynlegt að bæta merkingar Algengt er að fólk án sérstakrar þekkingar stýri hópferðum um Ísland. „Sérstaklega er áberandi vöxtur í því að erlendar ferðaskrifstofur komi með sína eigin fararstjóra eða hópstjóra sem oft á tíðum hafa enga þekkingu eða engar forsendur til að stýra ferð hér á landi.“ Indriði telur nauðsynlegt bæta merkingar á ýmsum fjölsóttum stöðum fyrir þá sem ferðast á eigin vegum. Þá telur hann að skylda ætti seljendur hópferða til þess að bjóða upp á faglega leiðsögn. „Þar teljum við að það skorti mikið á það séu reglur eða fyrirkomulag hjá þeim sem selja ferðir að það sé tryggt að slíkar ferðir séu ætið undir leiðsögn lærðra leiðsögumanna eða annarra sem hafa þá kunnáttu og undirbúning sem þarf til að gæta alls öryggis.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Í lífshættu á Jökulsárlóni vopnaður selfie-stöng og myndavél Ungur ferðamaður frá Kanada komst í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka á lóninu síðdegis í dag, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. 30. mars 2018 20:15 Ferðamenn í hættu við Reynisfjöru vegna grjótfoks Ferðamenn í Reynisfjöru voru í mikilli hættu í morgun þegar grjóti rigndi yfir þá í miklu hvassviðri. 28. mars 2018 19:15 Ferðamenn skildu bifreiðar eftir í vegkanti til að dást að norðurljósum Þegar lögreglumenn bar að hafði mörgum bifreiðum verið lagt úti í vegkant og voru þær ljóslausar og sumar hverjar mannlausar. 27. mars 2018 11:40 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Sífellt algengara er að ferðaskrifstofur sendi erlenda fararstjóra, sem hafa enga þekkingu á staðarháttum, til Íslands með hópa af ferðamönnum. Formaður félags leiðsögumanna telur að skylda ætti seljendur hópferða til þess að bjóða upp á faglega leiðsögn. Ferðamenn stefni sér reglulega í voða vegna vanþekkingar. Ítrekað berast fréttir af ferðamönnum sem hafa stefnt sér í voða á ferð um Ísland. Um helgina náðust myndir af ferðamanni sem hoppaði um á ísnum á Jökulsárlóni með selfie-stöng og myndavél á lofti. Þá hætti hópur ferðamanna sér út á ís sem safnast hafði saman í Langá á Mýrum en rútu hafði verið lagt skammt frá ánni. Indriði H. Þorláksson, formaður félags leiðsögumanna, segir atburði sem þessa allt of algenga. „Það fer held ég ekki fram hjá neinum leiðsögumanni sem fer um þessa staði að ferðamenn gæti ekki að sér, hvorki varðandi slysahættu og eins varðandi náttúruvernd. Það er að segja að viðkvæm landsvæði bíði ekki skaða.“Telur nauðsynlegt að bæta merkingar Algengt er að fólk án sérstakrar þekkingar stýri hópferðum um Ísland. „Sérstaklega er áberandi vöxtur í því að erlendar ferðaskrifstofur komi með sína eigin fararstjóra eða hópstjóra sem oft á tíðum hafa enga þekkingu eða engar forsendur til að stýra ferð hér á landi.“ Indriði telur nauðsynlegt bæta merkingar á ýmsum fjölsóttum stöðum fyrir þá sem ferðast á eigin vegum. Þá telur hann að skylda ætti seljendur hópferða til þess að bjóða upp á faglega leiðsögn. „Þar teljum við að það skorti mikið á það séu reglur eða fyrirkomulag hjá þeim sem selja ferðir að það sé tryggt að slíkar ferðir séu ætið undir leiðsögn lærðra leiðsögumanna eða annarra sem hafa þá kunnáttu og undirbúning sem þarf til að gæta alls öryggis.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Í lífshættu á Jökulsárlóni vopnaður selfie-stöng og myndavél Ungur ferðamaður frá Kanada komst í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka á lóninu síðdegis í dag, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. 30. mars 2018 20:15 Ferðamenn í hættu við Reynisfjöru vegna grjótfoks Ferðamenn í Reynisfjöru voru í mikilli hættu í morgun þegar grjóti rigndi yfir þá í miklu hvassviðri. 28. mars 2018 19:15 Ferðamenn skildu bifreiðar eftir í vegkanti til að dást að norðurljósum Þegar lögreglumenn bar að hafði mörgum bifreiðum verið lagt úti í vegkant og voru þær ljóslausar og sumar hverjar mannlausar. 27. mars 2018 11:40 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Í lífshættu á Jökulsárlóni vopnaður selfie-stöng og myndavél Ungur ferðamaður frá Kanada komst í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka á lóninu síðdegis í dag, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. 30. mars 2018 20:15
Ferðamenn í hættu við Reynisfjöru vegna grjótfoks Ferðamenn í Reynisfjöru voru í mikilli hættu í morgun þegar grjóti rigndi yfir þá í miklu hvassviðri. 28. mars 2018 19:15
Ferðamenn skildu bifreiðar eftir í vegkanti til að dást að norðurljósum Þegar lögreglumenn bar að hafði mörgum bifreiðum verið lagt úti í vegkant og voru þær ljóslausar og sumar hverjar mannlausar. 27. mars 2018 11:40