Búast má við töfum fram eftir degi vegna snjókomunnar Birgir Olgeirsson skrifar 2. apríl 2018 10:25 Frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Instagram „Það hefur orðið talsverð röskun út af snjókomu,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, spurður hvernig flugumferð hefur gengið til og frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Nokkrar vélar þurftu að hætta við að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna ofankomu í morgun og þá komust nokkrar ekki frá Keflavíkurflugvelli sökum veðurs. „Tvennt hefur valdið því. Annars vegar sökum mikillar ofankomu reyndist erfiðlega á tímabili í morgun að tryggja bremsuskilyrði fyrir vélar í lendingu, moksturinn gekk þannig. Á sama tíma gekk erfiðlega að af ísa vélar sem voru að leggja af stað. Þetta vann saman að því að valda töfum á vellinum,“ segir Guðjón.Hann segir nokkrar vélar hafa hringsólað yfir vellinum í morgun. Fjórar vélar frá Icelandair þurftu að lenda á Egilsstaðaflugvelli og tvær á Akureyrarflugvelli. Báðar vélarnar frá Icelandair sem lentu á Akureyri eru farnar til Keflavíkur en enn eru tvær eftir frá Icelandair á Egilsstöðum. Guðjón segir eina vél frá Delta hafa tekið þá ákvörðun að lenda á flugvelli í Skotlandi vegna veðurs á Keflavíkurflugvelli. Hann segir stöðuna á Keflavíkurflugvelli mun betri nú og er nú unnið að því að vinda ofan af þeim töfum sem urðu á flugi í morgun. Má því búast við einhverri röskun á flugáætlun fram eftir degi og farþegar beðnir um að fylgjast vel með nýjustu upplýsingum. Á samfélagsmiðlum má fylgjast með viðbrögðum erlendra ferðamanna hér á landi við veðrinu í morgun. Einn þeirra sagði snjókomuna minna á hvers vegna landið er kennt við ís. Good reminder why it is called ICEland , there goes my HK connection flight...arghh! A post shared by Petur Olafsson (@arcticgweilo) on Apr 2, 2018 at 2:32am PDT Brr! A post shared by suzanne d'annunzio (@mydogsarecoolerthanyourdogs) on Apr 2, 2018 at 12:37am PDT Runway closed A post shared by John Davidson (@johnjamesdavidson) on Apr 1, 2018 at 11:51pm PDT Leaving Iceland in true Iceland style with bae @karina_cbarcelos and kiddos . . . . #iceland #reykjavik #keflavik #vacation #vacationmodeover #wheniniceland #igiceland #iloveiceland #vacationover #goinghome #family #lovelife #wowair A post shared by Hans Dürke Bloch-Kjær (@hansdurke) on Apr 1, 2018 at 11:40pm PDT Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þurftu að lenda á Egilsstöðum vegna snjókomu í Keflavík Röskun hefur orðið á flugi frá Keflavíkurflugvelli vegna ofankomu. 2. apríl 2018 08:36 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
„Það hefur orðið talsverð röskun út af snjókomu,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, spurður hvernig flugumferð hefur gengið til og frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Nokkrar vélar þurftu að hætta við að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna ofankomu í morgun og þá komust nokkrar ekki frá Keflavíkurflugvelli sökum veðurs. „Tvennt hefur valdið því. Annars vegar sökum mikillar ofankomu reyndist erfiðlega á tímabili í morgun að tryggja bremsuskilyrði fyrir vélar í lendingu, moksturinn gekk þannig. Á sama tíma gekk erfiðlega að af ísa vélar sem voru að leggja af stað. Þetta vann saman að því að valda töfum á vellinum,“ segir Guðjón.Hann segir nokkrar vélar hafa hringsólað yfir vellinum í morgun. Fjórar vélar frá Icelandair þurftu að lenda á Egilsstaðaflugvelli og tvær á Akureyrarflugvelli. Báðar vélarnar frá Icelandair sem lentu á Akureyri eru farnar til Keflavíkur en enn eru tvær eftir frá Icelandair á Egilsstöðum. Guðjón segir eina vél frá Delta hafa tekið þá ákvörðun að lenda á flugvelli í Skotlandi vegna veðurs á Keflavíkurflugvelli. Hann segir stöðuna á Keflavíkurflugvelli mun betri nú og er nú unnið að því að vinda ofan af þeim töfum sem urðu á flugi í morgun. Má því búast við einhverri röskun á flugáætlun fram eftir degi og farþegar beðnir um að fylgjast vel með nýjustu upplýsingum. Á samfélagsmiðlum má fylgjast með viðbrögðum erlendra ferðamanna hér á landi við veðrinu í morgun. Einn þeirra sagði snjókomuna minna á hvers vegna landið er kennt við ís. Good reminder why it is called ICEland , there goes my HK connection flight...arghh! A post shared by Petur Olafsson (@arcticgweilo) on Apr 2, 2018 at 2:32am PDT Brr! A post shared by suzanne d'annunzio (@mydogsarecoolerthanyourdogs) on Apr 2, 2018 at 12:37am PDT Runway closed A post shared by John Davidson (@johnjamesdavidson) on Apr 1, 2018 at 11:51pm PDT Leaving Iceland in true Iceland style with bae @karina_cbarcelos and kiddos . . . . #iceland #reykjavik #keflavik #vacation #vacationmodeover #wheniniceland #igiceland #iloveiceland #vacationover #goinghome #family #lovelife #wowair A post shared by Hans Dürke Bloch-Kjær (@hansdurke) on Apr 1, 2018 at 11:40pm PDT
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þurftu að lenda á Egilsstöðum vegna snjókomu í Keflavík Röskun hefur orðið á flugi frá Keflavíkurflugvelli vegna ofankomu. 2. apríl 2018 08:36 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Þurftu að lenda á Egilsstöðum vegna snjókomu í Keflavík Röskun hefur orðið á flugi frá Keflavíkurflugvelli vegna ofankomu. 2. apríl 2018 08:36