Ísbirnir herja á grænlenskt þorp Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. apríl 2018 19:02 Hvítabirnir hafa herjað á afskekktasta þorp Grænlands síðustu mánuði en um páskanna hafa tveir birnir verið felldir í og við þorpið. Liðsmenn Hróksins sem þar halda skákhátíð hafa líkt og aðrir íbúar verið beðnir að varann á sér. Ísbjörn réðst á mann í nágrenni þorpsins fyrir skömmu. Skákfélagið Hrókurinn heldur skákhátíð tólfta árið í röð á Ittoqqortoormiit sem er afskekktasta þorp Grænlands með um 450 íbúa. Máni Hrafnsson liðsmaður Hrókssins sem staddur er í þorpinu segir að undanfarna mánuði hafi um 30 hvítabirnir herjað á þorpið. „Það var einn ísbjörn felldur í fyrradag og hann var á vappi svona kílómeter frá bænum. Svo var annar sem var felldur í gærkvöldi inní bænum.“ Máni segir að fólkið í þorpinu munir varla eftir öðru eins og hafi fengið ströng fyrirmæli um að fara ekki út fyrir bæjarmörkin án þess að bera vopn. Þá hafi ísbjörn ráðist á mann fyrir skömmu. „Fyrir tveimur vikum var maður að koma út frá sér og ætlaði að fara á vélsleða þegar ísbjörn kom og réðst á hann. Björninn náði að bíta í höndina á honum áður en honum tókst að berja hann af sér og brunaði í burtu á vélsleðanum.“ Ísbjarnakjötið ekki í uppáhaldi Máni segir að kjötið af öðrum ísbirninum hafi verið deilt út meðal þorpsbúa. „Það var ungur veiðimaður, Karl Napatoq sem felldi ísbjörninn og björninn var dreginn í bæinn þar sem hann var fláður og kjötinu skipt milli þorpsbúa. Síðan var það eldað næsta dag. Við fengum að smakka og þetta var seigt og ekki í uppáhaldi verð ég að segja.“Ísbjörninn kíkti inn Liðsmenn Hrókssins fóru með leiðsögumanni í annað þorp í morgun og þar voru fótspor eftir stóran ísbjörn. „Hann hafði greinilega kíkt inn um glugga á húsum þar en sem betur fer var enginn heima.“ Máni segir að þorpið hafi kvóta upp á 35 ísbirni á ári en nú þegar sé búið að fella 30. Dýr Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Hvítabirnir hafa herjað á afskekktasta þorp Grænlands síðustu mánuði en um páskanna hafa tveir birnir verið felldir í og við þorpið. Liðsmenn Hróksins sem þar halda skákhátíð hafa líkt og aðrir íbúar verið beðnir að varann á sér. Ísbjörn réðst á mann í nágrenni þorpsins fyrir skömmu. Skákfélagið Hrókurinn heldur skákhátíð tólfta árið í röð á Ittoqqortoormiit sem er afskekktasta þorp Grænlands með um 450 íbúa. Máni Hrafnsson liðsmaður Hrókssins sem staddur er í þorpinu segir að undanfarna mánuði hafi um 30 hvítabirnir herjað á þorpið. „Það var einn ísbjörn felldur í fyrradag og hann var á vappi svona kílómeter frá bænum. Svo var annar sem var felldur í gærkvöldi inní bænum.“ Máni segir að fólkið í þorpinu munir varla eftir öðru eins og hafi fengið ströng fyrirmæli um að fara ekki út fyrir bæjarmörkin án þess að bera vopn. Þá hafi ísbjörn ráðist á mann fyrir skömmu. „Fyrir tveimur vikum var maður að koma út frá sér og ætlaði að fara á vélsleða þegar ísbjörn kom og réðst á hann. Björninn náði að bíta í höndina á honum áður en honum tókst að berja hann af sér og brunaði í burtu á vélsleðanum.“ Ísbjarnakjötið ekki í uppáhaldi Máni segir að kjötið af öðrum ísbirninum hafi verið deilt út meðal þorpsbúa. „Það var ungur veiðimaður, Karl Napatoq sem felldi ísbjörninn og björninn var dreginn í bæinn þar sem hann var fláður og kjötinu skipt milli þorpsbúa. Síðan var það eldað næsta dag. Við fengum að smakka og þetta var seigt og ekki í uppáhaldi verð ég að segja.“Ísbjörninn kíkti inn Liðsmenn Hrókssins fóru með leiðsögumanni í annað þorp í morgun og þar voru fótspor eftir stóran ísbjörn. „Hann hafði greinilega kíkt inn um glugga á húsum þar en sem betur fer var enginn heima.“ Máni segir að þorpið hafi kvóta upp á 35 ísbirni á ári en nú þegar sé búið að fella 30.
Dýr Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira