Ísbirnir herja á grænlenskt þorp Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. apríl 2018 19:02 Hvítabirnir hafa herjað á afskekktasta þorp Grænlands síðustu mánuði en um páskanna hafa tveir birnir verið felldir í og við þorpið. Liðsmenn Hróksins sem þar halda skákhátíð hafa líkt og aðrir íbúar verið beðnir að varann á sér. Ísbjörn réðst á mann í nágrenni þorpsins fyrir skömmu. Skákfélagið Hrókurinn heldur skákhátíð tólfta árið í röð á Ittoqqortoormiit sem er afskekktasta þorp Grænlands með um 450 íbúa. Máni Hrafnsson liðsmaður Hrókssins sem staddur er í þorpinu segir að undanfarna mánuði hafi um 30 hvítabirnir herjað á þorpið. „Það var einn ísbjörn felldur í fyrradag og hann var á vappi svona kílómeter frá bænum. Svo var annar sem var felldur í gærkvöldi inní bænum.“ Máni segir að fólkið í þorpinu munir varla eftir öðru eins og hafi fengið ströng fyrirmæli um að fara ekki út fyrir bæjarmörkin án þess að bera vopn. Þá hafi ísbjörn ráðist á mann fyrir skömmu. „Fyrir tveimur vikum var maður að koma út frá sér og ætlaði að fara á vélsleða þegar ísbjörn kom og réðst á hann. Björninn náði að bíta í höndina á honum áður en honum tókst að berja hann af sér og brunaði í burtu á vélsleðanum.“ Ísbjarnakjötið ekki í uppáhaldi Máni segir að kjötið af öðrum ísbirninum hafi verið deilt út meðal þorpsbúa. „Það var ungur veiðimaður, Karl Napatoq sem felldi ísbjörninn og björninn var dreginn í bæinn þar sem hann var fláður og kjötinu skipt milli þorpsbúa. Síðan var það eldað næsta dag. Við fengum að smakka og þetta var seigt og ekki í uppáhaldi verð ég að segja.“Ísbjörninn kíkti inn Liðsmenn Hrókssins fóru með leiðsögumanni í annað þorp í morgun og þar voru fótspor eftir stóran ísbjörn. „Hann hafði greinilega kíkt inn um glugga á húsum þar en sem betur fer var enginn heima.“ Máni segir að þorpið hafi kvóta upp á 35 ísbirni á ári en nú þegar sé búið að fella 30. Dýr Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hvítabirnir hafa herjað á afskekktasta þorp Grænlands síðustu mánuði en um páskanna hafa tveir birnir verið felldir í og við þorpið. Liðsmenn Hróksins sem þar halda skákhátíð hafa líkt og aðrir íbúar verið beðnir að varann á sér. Ísbjörn réðst á mann í nágrenni þorpsins fyrir skömmu. Skákfélagið Hrókurinn heldur skákhátíð tólfta árið í röð á Ittoqqortoormiit sem er afskekktasta þorp Grænlands með um 450 íbúa. Máni Hrafnsson liðsmaður Hrókssins sem staddur er í þorpinu segir að undanfarna mánuði hafi um 30 hvítabirnir herjað á þorpið. „Það var einn ísbjörn felldur í fyrradag og hann var á vappi svona kílómeter frá bænum. Svo var annar sem var felldur í gærkvöldi inní bænum.“ Máni segir að fólkið í þorpinu munir varla eftir öðru eins og hafi fengið ströng fyrirmæli um að fara ekki út fyrir bæjarmörkin án þess að bera vopn. Þá hafi ísbjörn ráðist á mann fyrir skömmu. „Fyrir tveimur vikum var maður að koma út frá sér og ætlaði að fara á vélsleða þegar ísbjörn kom og réðst á hann. Björninn náði að bíta í höndina á honum áður en honum tókst að berja hann af sér og brunaði í burtu á vélsleðanum.“ Ísbjarnakjötið ekki í uppáhaldi Máni segir að kjötið af öðrum ísbirninum hafi verið deilt út meðal þorpsbúa. „Það var ungur veiðimaður, Karl Napatoq sem felldi ísbjörninn og björninn var dreginn í bæinn þar sem hann var fláður og kjötinu skipt milli þorpsbúa. Síðan var það eldað næsta dag. Við fengum að smakka og þetta var seigt og ekki í uppáhaldi verð ég að segja.“Ísbjörninn kíkti inn Liðsmenn Hrókssins fóru með leiðsögumanni í annað þorp í morgun og þar voru fótspor eftir stóran ísbjörn. „Hann hafði greinilega kíkt inn um glugga á húsum þar en sem betur fer var enginn heima.“ Máni segir að þorpið hafi kvóta upp á 35 ísbirni á ári en nú þegar sé búið að fella 30.
Dýr Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira