Þunglyndi ungmenna Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. apríl 2018 07:00 Eins og Fréttablaðið greinir frá í dag þá hefur orðið tæplega nítján prósenta aukning í ávísunum þunglyndislyfja á Íslandi á árunum 2012 til 2016. Einna helst hefur aukning átt sér stað í ávísunum þunglyndislyfja til kvenna, þá sérstaklega ungra kvenna utan höfuðborgarsvæðisins. Við berum, sem fyrr, höfuð og herðar yfir þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við þegar notkun þessara lyfja er annars vegar. Við notum fjórðungi fleiri dagskammta á hverja eitt þúsund íbúa en sú Norðurlandaþjóð sem á eftir okkur kemur. Auðvitað er það áhyggjuefni hversu mikil aukning hefur orðið í ávísun þunglyndislyfja, einkum og sér í lagi þegar horft er til unga fólksins. En þessar ávísanir eru eðlilegt viðbragð við ömurlegri stöðu í geðheilbrigðismálum. Og ljósið í myrkrinu er það að hér er stór hópur fólks sem leitað hefur sér aðstoðar við erfiðleikum sínum. Þunglyndislyf, eða geðdeyfðarlyf, virka. Virkni þeirra hefur í gegnum tíðina verið umdeild en nýlegar rannsóknir á þessari virkni renna styrkum stoðum undir það að lyfin hjálpi og bæti lífsgæði einstaklinga með þunglyndi og aðra tengda sjúkdóma. Á heimsvísu er þunglyndi helsta orsök örorku en samkvæmt nýlegri skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunar þjást um 300 milljónir manna af þunglyndi, fyrst og fremst konur, ungt fólk og aldraðir. Staða ungs fólks er sérstaklega viðkvæm og það ætti að vera algjört forgangsatriði að ná til ungmenna sem ýmist glíma við þunglyndi eða eru útsett fyrir þunglyndi út frá félagslegum þáttum og öðru. Einkenni þunglyndis eru algeng í þessum aldurshópi og eru beintengd andlegum erfiðleikum til lengri tíma sem um leið hafa neikvæð áhrif á menntun og félagslega stöðu. Það eru sterkar vísbendingar um að inngrip geti borið árangur. Þegar stór hópur 14 ára unglinga í Bretlandi sem glímdu við þunglyndi var tekinn í reglubundna geðheilbrigðisathugun var niðurstaðan eðlilega sú að stór hópur þeirra náði gríðarlegum árangri. Geðheilbrigðisáætlun til ársins 2020 er mikið gleðiefni, en það er nauðsynlegt að efla geðrækt í skólum landsins. Rétt eins og við hvetjum börnin okkar til að leggja hart að sér í stærðfræði, íslensku og íþróttum þá verðum við að gefa þeim tækifæri til að rækta sjálfa forsenduna fyrir því að þessir hæfileikar þeirra nýtist í framtíðinni, og það er ekki hægt nema hugurinn sé ræktaður á sama tíma og allt hitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og Fréttablaðið greinir frá í dag þá hefur orðið tæplega nítján prósenta aukning í ávísunum þunglyndislyfja á Íslandi á árunum 2012 til 2016. Einna helst hefur aukning átt sér stað í ávísunum þunglyndislyfja til kvenna, þá sérstaklega ungra kvenna utan höfuðborgarsvæðisins. Við berum, sem fyrr, höfuð og herðar yfir þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við þegar notkun þessara lyfja er annars vegar. Við notum fjórðungi fleiri dagskammta á hverja eitt þúsund íbúa en sú Norðurlandaþjóð sem á eftir okkur kemur. Auðvitað er það áhyggjuefni hversu mikil aukning hefur orðið í ávísun þunglyndislyfja, einkum og sér í lagi þegar horft er til unga fólksins. En þessar ávísanir eru eðlilegt viðbragð við ömurlegri stöðu í geðheilbrigðismálum. Og ljósið í myrkrinu er það að hér er stór hópur fólks sem leitað hefur sér aðstoðar við erfiðleikum sínum. Þunglyndislyf, eða geðdeyfðarlyf, virka. Virkni þeirra hefur í gegnum tíðina verið umdeild en nýlegar rannsóknir á þessari virkni renna styrkum stoðum undir það að lyfin hjálpi og bæti lífsgæði einstaklinga með þunglyndi og aðra tengda sjúkdóma. Á heimsvísu er þunglyndi helsta orsök örorku en samkvæmt nýlegri skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunar þjást um 300 milljónir manna af þunglyndi, fyrst og fremst konur, ungt fólk og aldraðir. Staða ungs fólks er sérstaklega viðkvæm og það ætti að vera algjört forgangsatriði að ná til ungmenna sem ýmist glíma við þunglyndi eða eru útsett fyrir þunglyndi út frá félagslegum þáttum og öðru. Einkenni þunglyndis eru algeng í þessum aldurshópi og eru beintengd andlegum erfiðleikum til lengri tíma sem um leið hafa neikvæð áhrif á menntun og félagslega stöðu. Það eru sterkar vísbendingar um að inngrip geti borið árangur. Þegar stór hópur 14 ára unglinga í Bretlandi sem glímdu við þunglyndi var tekinn í reglubundna geðheilbrigðisathugun var niðurstaðan eðlilega sú að stór hópur þeirra náði gríðarlegum árangri. Geðheilbrigðisáætlun til ársins 2020 er mikið gleðiefni, en það er nauðsynlegt að efla geðrækt í skólum landsins. Rétt eins og við hvetjum börnin okkar til að leggja hart að sér í stærðfræði, íslensku og íþróttum þá verðum við að gefa þeim tækifæri til að rækta sjálfa forsenduna fyrir því að þessir hæfileikar þeirra nýtist í framtíðinni, og það er ekki hægt nema hugurinn sé ræktaður á sama tíma og allt hitt.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar