Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. apríl 2018 07:00 Áfengisauglýsingar með keyptri dreifingu á Facebook hafa verið áberandi. Mennta- og menningarmálaráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för þegar afstaða verður tekin til þess hvort farið verði að tillögum nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla um að afnema bann við áfengisauglýsingum. Mjög góð rök þurfi að vera fyrir breytingum á lögunum. Áfengisframleiðendur og innflytjendur hafa löngum skautað fram hjá hinu umdeilda banni með því meðal annars að auglýsa léttöl í stað bjórs í hefðbundnum fjölmiðlum. Framleiðendur og innflytjendur hafa þó undanfarið nýtt sér samfélagsmiðla til að koma auglýsingum sínum óhindrað á framfæri, utan lögsögu íslenska auglýsingabannsins. Á meðfylgjandi myndum má sjá brot af keyptri dreifingu á auglýsingum framleiðenda og innflytjenda af Facebook, sem birst hafa neytendum óhindrað á tímalínu þeirra nýverið, óháð því hvort þeir séu fylgjendur viðkomandi síðu á Facebook. Þar á meðal leik þar sem verið var að gefa tvo kassa af páskabjór og kynna nýtt útlit og umbúðir á annarri þekktri tegund. Með Facebook-auglýsingum er hægt að klæðskerasníða dreifingu auglýsinganna að tilteknum markhópi. Þeir framleiðendur sem Fréttablaðið hefur rætt við segjast nota þennan möguleika af ábyrgð og benda meðal annars á að í flestum ef ekki öllum tilfellum séu aldurstakmörk á því hverjir geti fylgst með síðunum á samfélagsmiðlum. Bent hefur verið á að bann við áfengisauglýsingum í fjölmiðlum hér á landi sé gagnslítið gagnvart þessum nýju óhindruðum leiðum til að ná til neytenda.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Fréttablaðið/ErnirLilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir rétt að aðgengi í tengslum við samfélagsmiðla, tækni- og hina stafrænu byltingu, sé gjörbreytt. Á borði hennar liggja nú tillögur nefndarinnar þar sem meirihluti hennar lagði meðal annars til að birting á áfengis- og tóbaksauglýsingum verði heimiluð innan þess ramma sem alþjóðlegar skuldbindingar Íslands segja til um. Í tillögunni segir:„Bent hefur verið á að bannið þjóni vart tilgangi sínum lengur þar sem slíkar auglýsingar berist Íslendingum í erlendum miðlum, hvort sem er í gegnum erlenda hljóð- og myndmiðla, erlenda vefi og samfélagsmiðla eða erlend blöð og tímarit.“ Lilja segir skýrt að sú ákvörðun sem tekin verði muni byggjast á lýðheilsusjónarmiðum. „Það skiptir mestu máli að mínu mati. Nefndin skilaði niðurstöðu til mín í febrúar og hef ég þegar sett af stað vinnu þar sem við erum að fara yfir tillögurnar. Þetta er ein af tillögunum sem við erum að fara yfir, hvað þetta þýði fyrir fjölmiðla, hvernig önnur ríki hafa verið að nálgast áfengisauglýsingar og hvað þetta þýði með tilliti til aukinnar neyslu og aðgengis. Okkur hefur tekist mjög vel til hvað þetta varðar hingað til. Þess vegna þurfum við að stíga mjög varlega til jarðar og það þurfa að vera mjög góð rök fyrir því að við gerum breytingar. Við erum að skoða þetta en það verður fyrst og síðast lýðheilsustefna sem ræður för um hvaða stefna verður tekin.“ Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Telur að koma Costco hafi áhrif á nýja og umdeilda auglýsingu ÁTVR Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir nýja auglýsingu ÁTVR sem ber yfirskriftina Röðin og er sett upp eins og nokkurs konar raunveruleikaþáttur. 13. júlí 2017 20:00 Ólöglegar áfengisauglýsingar „úti um allt“ Þrátt fyrir að yfir fimmtán hundruð tilkynningar um ólöglegar áfengisauglýsingar hafi borist stjórnvöldum þá hefur ekki verið gripið í taumana. 18. nóvember 2017 20:30 Nefndin klofnaði í afstöðu til þriggja af sjö tillögum hennar Stefnt er á að lækka virðisaukaskatt af fjölmiðlaáskriftum. Nefndarmenn í nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla greinir á um hvort taka eigi RÚV af auglýsingamarkaði og hvort breyta eigi lögum um áfengisauglýsingar. 26. janúar 2018 06:30 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för þegar afstaða verður tekin til þess hvort farið verði að tillögum nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla um að afnema bann við áfengisauglýsingum. Mjög góð rök þurfi að vera fyrir breytingum á lögunum. Áfengisframleiðendur og innflytjendur hafa löngum skautað fram hjá hinu umdeilda banni með því meðal annars að auglýsa léttöl í stað bjórs í hefðbundnum fjölmiðlum. Framleiðendur og innflytjendur hafa þó undanfarið nýtt sér samfélagsmiðla til að koma auglýsingum sínum óhindrað á framfæri, utan lögsögu íslenska auglýsingabannsins. Á meðfylgjandi myndum má sjá brot af keyptri dreifingu á auglýsingum framleiðenda og innflytjenda af Facebook, sem birst hafa neytendum óhindrað á tímalínu þeirra nýverið, óháð því hvort þeir séu fylgjendur viðkomandi síðu á Facebook. Þar á meðal leik þar sem verið var að gefa tvo kassa af páskabjór og kynna nýtt útlit og umbúðir á annarri þekktri tegund. Með Facebook-auglýsingum er hægt að klæðskerasníða dreifingu auglýsinganna að tilteknum markhópi. Þeir framleiðendur sem Fréttablaðið hefur rætt við segjast nota þennan möguleika af ábyrgð og benda meðal annars á að í flestum ef ekki öllum tilfellum séu aldurstakmörk á því hverjir geti fylgst með síðunum á samfélagsmiðlum. Bent hefur verið á að bann við áfengisauglýsingum í fjölmiðlum hér á landi sé gagnslítið gagnvart þessum nýju óhindruðum leiðum til að ná til neytenda.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Fréttablaðið/ErnirLilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir rétt að aðgengi í tengslum við samfélagsmiðla, tækni- og hina stafrænu byltingu, sé gjörbreytt. Á borði hennar liggja nú tillögur nefndarinnar þar sem meirihluti hennar lagði meðal annars til að birting á áfengis- og tóbaksauglýsingum verði heimiluð innan þess ramma sem alþjóðlegar skuldbindingar Íslands segja til um. Í tillögunni segir:„Bent hefur verið á að bannið þjóni vart tilgangi sínum lengur þar sem slíkar auglýsingar berist Íslendingum í erlendum miðlum, hvort sem er í gegnum erlenda hljóð- og myndmiðla, erlenda vefi og samfélagsmiðla eða erlend blöð og tímarit.“ Lilja segir skýrt að sú ákvörðun sem tekin verði muni byggjast á lýðheilsusjónarmiðum. „Það skiptir mestu máli að mínu mati. Nefndin skilaði niðurstöðu til mín í febrúar og hef ég þegar sett af stað vinnu þar sem við erum að fara yfir tillögurnar. Þetta er ein af tillögunum sem við erum að fara yfir, hvað þetta þýði fyrir fjölmiðla, hvernig önnur ríki hafa verið að nálgast áfengisauglýsingar og hvað þetta þýði með tilliti til aukinnar neyslu og aðgengis. Okkur hefur tekist mjög vel til hvað þetta varðar hingað til. Þess vegna þurfum við að stíga mjög varlega til jarðar og það þurfa að vera mjög góð rök fyrir því að við gerum breytingar. Við erum að skoða þetta en það verður fyrst og síðast lýðheilsustefna sem ræður för um hvaða stefna verður tekin.“
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Telur að koma Costco hafi áhrif á nýja og umdeilda auglýsingu ÁTVR Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir nýja auglýsingu ÁTVR sem ber yfirskriftina Röðin og er sett upp eins og nokkurs konar raunveruleikaþáttur. 13. júlí 2017 20:00 Ólöglegar áfengisauglýsingar „úti um allt“ Þrátt fyrir að yfir fimmtán hundruð tilkynningar um ólöglegar áfengisauglýsingar hafi borist stjórnvöldum þá hefur ekki verið gripið í taumana. 18. nóvember 2017 20:30 Nefndin klofnaði í afstöðu til þriggja af sjö tillögum hennar Stefnt er á að lækka virðisaukaskatt af fjölmiðlaáskriftum. Nefndarmenn í nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla greinir á um hvort taka eigi RÚV af auglýsingamarkaði og hvort breyta eigi lögum um áfengisauglýsingar. 26. janúar 2018 06:30 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Sjá meira
Telur að koma Costco hafi áhrif á nýja og umdeilda auglýsingu ÁTVR Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir nýja auglýsingu ÁTVR sem ber yfirskriftina Röðin og er sett upp eins og nokkurs konar raunveruleikaþáttur. 13. júlí 2017 20:00
Ólöglegar áfengisauglýsingar „úti um allt“ Þrátt fyrir að yfir fimmtán hundruð tilkynningar um ólöglegar áfengisauglýsingar hafi borist stjórnvöldum þá hefur ekki verið gripið í taumana. 18. nóvember 2017 20:30
Nefndin klofnaði í afstöðu til þriggja af sjö tillögum hennar Stefnt er á að lækka virðisaukaskatt af fjölmiðlaáskriftum. Nefndarmenn í nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla greinir á um hvort taka eigi RÚV af auglýsingamarkaði og hvort breyta eigi lögum um áfengisauglýsingar. 26. janúar 2018 06:30