Breytingar í þjóðfélaginu geti skýrt aukningu í ávísunum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. apríl 2018 06:00 Tæplega nítján prósenta aukning var í þunglyndislyfjaávísunum milli áranna 2012 og 2016. Mikil aukning er í ávísunum á þunglyndislyfjum til ungra kvenna. Ávísunum til þeirra fjölgaði umfram aukninguna til annarra hópa. Tæplega nítján prósenta aukning var í þunglyndislyfjaávísunum milli áranna 2012 og 2016. „Ein breyting sem við merkjum er að frá árinu 2012 hefur verið mikil aukning í því að ungar konur fái ávísað slíkum lyfjum,“ segir Ólafur B. Einarsson sérfræðingur á lyfjasviði landlæknis. Ólafur bendir enn fremur á að tæplega tvöfalt fleiri skömmtum sé ávísað til kvenna heldur en karla. Þar spili meðal annars inn í að yfir 40 prósent kvenna á aldrinum 85-89 ára fái slík lyf. Ávísanir þunglyndislyfja eru mældar í fjölda dagskammta sem ávísað er á hverja þúsund íbúa (DDD). Í tveimur heilbrigðisumdæmum, Austurlandi og Suðurnesjum, fá konur ríflega tvöfalt fleiri skömmtum ávísað en karlar. Minnstur er munurinn á Vestfjörðum. Þar fer 81,8 DDD til karla en 141,4 til kvenna. Sé litið til Austurlands fara 99,4 DDD til karla en 210,3 DDD til kvenna. Íslendingar nota langmest af þunglyndislyfjum samanborið við nágrannalönd okkar. „Eitt af því sem við verðum að taka með í reikninginn þegar við berum Ísland saman við önnur lönd er að á Íslandi er aðeins hægt að ávísa stórum skömmtum í einu,“ segir Nanna Briem, yfirlæknir á geðsviði Landspítalans.Mörgum lyfjum er aðeins hægt að ávísa í 100 taflna pakkningum. Allskostar óvíst er að rétt lyf finnist í fyrstu tilraun og því sé mögulegt að gífurlega mörgum skömmtum sé ávísað á sama einstakling þó aðeins lítill hluti þeirra sé síðan nýttur. Það sé einn af þeim hlutum sem getur spilað inn í og haft áhrif á samanburðinn. „Ef við veltum þessu fljótt fyrir okkur þá er eitt af því sem mér dettur í hug að gæti mögulega haft áhrif að á þessu tímabili sé fólk frekar tilbúið að leita sér aðstoðar,“ segir Nanna. Tímabilið 2012 til 2016 sé nokkuð langt og margt hafi breyst á þeim tíma. Margir hafi stigið fram, úr hinum ýmsu stéttum samfélagsins, og rætt opinskátt um sína kvilla og hvernig þeim hefur tekist að vinna úr þeim. Hingað til hafi konur yfirleitt verið líklegri til að leita sér aðstoðar sem geti skýrt muninn á því hví konur fái fleiri skömmtum ávísað heldur en karlar. Mikill munur er eftir landshlutum á því hve miklu er ávísað til fólks. „Mögulega er hluti skýringarinnar sá að fólk vill sækja sér aðstoð. Sumstaðar er aðstoðin í formi lyfja þar sem önnur fullnægjandi meðferð er ekki í boði,“ segir Nanna. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Mikil aukning er í ávísunum á þunglyndislyfjum til ungra kvenna. Ávísunum til þeirra fjölgaði umfram aukninguna til annarra hópa. Tæplega nítján prósenta aukning var í þunglyndislyfjaávísunum milli áranna 2012 og 2016. „Ein breyting sem við merkjum er að frá árinu 2012 hefur verið mikil aukning í því að ungar konur fái ávísað slíkum lyfjum,“ segir Ólafur B. Einarsson sérfræðingur á lyfjasviði landlæknis. Ólafur bendir enn fremur á að tæplega tvöfalt fleiri skömmtum sé ávísað til kvenna heldur en karla. Þar spili meðal annars inn í að yfir 40 prósent kvenna á aldrinum 85-89 ára fái slík lyf. Ávísanir þunglyndislyfja eru mældar í fjölda dagskammta sem ávísað er á hverja þúsund íbúa (DDD). Í tveimur heilbrigðisumdæmum, Austurlandi og Suðurnesjum, fá konur ríflega tvöfalt fleiri skömmtum ávísað en karlar. Minnstur er munurinn á Vestfjörðum. Þar fer 81,8 DDD til karla en 141,4 til kvenna. Sé litið til Austurlands fara 99,4 DDD til karla en 210,3 DDD til kvenna. Íslendingar nota langmest af þunglyndislyfjum samanborið við nágrannalönd okkar. „Eitt af því sem við verðum að taka með í reikninginn þegar við berum Ísland saman við önnur lönd er að á Íslandi er aðeins hægt að ávísa stórum skömmtum í einu,“ segir Nanna Briem, yfirlæknir á geðsviði Landspítalans.Mörgum lyfjum er aðeins hægt að ávísa í 100 taflna pakkningum. Allskostar óvíst er að rétt lyf finnist í fyrstu tilraun og því sé mögulegt að gífurlega mörgum skömmtum sé ávísað á sama einstakling þó aðeins lítill hluti þeirra sé síðan nýttur. Það sé einn af þeim hlutum sem getur spilað inn í og haft áhrif á samanburðinn. „Ef við veltum þessu fljótt fyrir okkur þá er eitt af því sem mér dettur í hug að gæti mögulega haft áhrif að á þessu tímabili sé fólk frekar tilbúið að leita sér aðstoðar,“ segir Nanna. Tímabilið 2012 til 2016 sé nokkuð langt og margt hafi breyst á þeim tíma. Margir hafi stigið fram, úr hinum ýmsu stéttum samfélagsins, og rætt opinskátt um sína kvilla og hvernig þeim hefur tekist að vinna úr þeim. Hingað til hafi konur yfirleitt verið líklegri til að leita sér aðstoðar sem geti skýrt muninn á því hví konur fái fleiri skömmtum ávísað heldur en karlar. Mikill munur er eftir landshlutum á því hve miklu er ávísað til fólks. „Mögulega er hluti skýringarinnar sá að fólk vill sækja sér aðstoð. Sumstaðar er aðstoðin í formi lyfja þar sem önnur fullnægjandi meðferð er ekki í boði,“ segir Nanna.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira