Seldist upp á 12 mínútum Benedikt Bóas skrifar 4. apríl 2018 06:00 Vinsældir Skálmaldar eru miklar og eftirspurnin eftir að hljómsveitin og Sinfó tækju saman höndum aftur var mikil. En Bibbi segir að þessar 12 mínútur hafi komið sér í opna skjöldu. Sjálfur var hann staddur í Bakaríinu á Húsavík að borða hádegismat þegar miðasalan hófst og hann var ekki búinn þegar nánast allir miðar voru seldir. Lalli Sig „Við erum að reyna að komast að því hvort það sé hægt að fjölga tónleikum en það eru margir sem þurfa að vera á réttum stað á réttum tíma til að geta sagt já. En við erum að reyna,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, Bibbi í Skálmöld, en í gær seldist upp á tónleika hljómsveitarinnar ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á nokkrum mínútum. Bibbi segir að mínúturnar hafi verið 12 en síðan hafi einhverjir miðar farið aftur út í kerfið og því hafi nokkrir heppnir náð í miða. Tónleikarnir fara fram í Eldborgarsal Hörpu 24. og 25. ágúst en hljómsveitirnar auk Karlakórs Reykjavíkur, Kammerkórsins Hymnodia og Barnakórs Kársnesskóla léku síðast saman á þrennum tónleikum árið 2013 sem slógu í gegn svo eftir var tekið. „Við í Skálmöld erum alltaf niðri á jörðinni og maður þorir aldrei að búast við neinu. Auðvitað vonaði maður að þetta myndi ganga upp, ef maður bókar tvenna tónleika í Eldborg þá ertu að setja 3.000 miða í sölu. En þetta var svolítið öfgafullt og ég er ofboðslega feginn að þetta seldist.“„Það er alltaf smá hnútur í maganum rétt áður, því að það er svo eymdarlegt í Eldborg með 100 manns í salnum, eins og það er nú gaman á Gauknum með 100 manns.“ „Við erum fegnir og montnir enda er þetta glæsilegt,“ segir hann. Hljómsveitarstjóri verður Bernharður Wilkinson sem sló í gegn árið 2013 þegar hann stýrði þessu ógnarverkefni eins og höfðingi. Bibbi segir að Bernharður hafi verið meira en lítið til þegar kallið kom. „Ég veit að hann fagnaði mikið þegar við báðum hann um að stýra þessu aftur. Hann var svo risastór partur af þessu síðast og faðmaði þetta að sér. Hann talaði tungumál allra og stóð í miðjunni og stjórnaði. Um leið og þetta ferli fór af stað, að koma þessu heim og saman aftur, þá var eiginlega skilyrði að hann gerði þetta aftur.“ Síðan 2013 hafa Skálmeldingar gefið út tvær plötur og því þarf að útsetja nýju lögin upp á nýtt. Haraldur V. Sveinbjörnsson mun gera það líkt og fyrir síðustu tónleika. „Við erum ekkert að fara af stað með einhverja nýja hugmynd. Halli er að útsetja fleiri lög og við hugsum lagavalið alveg upp á nýtt. Trúlega hverfur helmingurinn af lögunum sem við spiluðum 2013 til að koma nýjum lögum fyrir. Við erum að verða búnir að ræða lagavalið og það er ekki auðvelt. Það er lúxusvandamál. Það þurfti að setjast niður og rökræða því menn voru ekki sammála,“ segir Bibbi. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
„Við erum að reyna að komast að því hvort það sé hægt að fjölga tónleikum en það eru margir sem þurfa að vera á réttum stað á réttum tíma til að geta sagt já. En við erum að reyna,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, Bibbi í Skálmöld, en í gær seldist upp á tónleika hljómsveitarinnar ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á nokkrum mínútum. Bibbi segir að mínúturnar hafi verið 12 en síðan hafi einhverjir miðar farið aftur út í kerfið og því hafi nokkrir heppnir náð í miða. Tónleikarnir fara fram í Eldborgarsal Hörpu 24. og 25. ágúst en hljómsveitirnar auk Karlakórs Reykjavíkur, Kammerkórsins Hymnodia og Barnakórs Kársnesskóla léku síðast saman á þrennum tónleikum árið 2013 sem slógu í gegn svo eftir var tekið. „Við í Skálmöld erum alltaf niðri á jörðinni og maður þorir aldrei að búast við neinu. Auðvitað vonaði maður að þetta myndi ganga upp, ef maður bókar tvenna tónleika í Eldborg þá ertu að setja 3.000 miða í sölu. En þetta var svolítið öfgafullt og ég er ofboðslega feginn að þetta seldist.“„Það er alltaf smá hnútur í maganum rétt áður, því að það er svo eymdarlegt í Eldborg með 100 manns í salnum, eins og það er nú gaman á Gauknum með 100 manns.“ „Við erum fegnir og montnir enda er þetta glæsilegt,“ segir hann. Hljómsveitarstjóri verður Bernharður Wilkinson sem sló í gegn árið 2013 þegar hann stýrði þessu ógnarverkefni eins og höfðingi. Bibbi segir að Bernharður hafi verið meira en lítið til þegar kallið kom. „Ég veit að hann fagnaði mikið þegar við báðum hann um að stýra þessu aftur. Hann var svo risastór partur af þessu síðast og faðmaði þetta að sér. Hann talaði tungumál allra og stóð í miðjunni og stjórnaði. Um leið og þetta ferli fór af stað, að koma þessu heim og saman aftur, þá var eiginlega skilyrði að hann gerði þetta aftur.“ Síðan 2013 hafa Skálmeldingar gefið út tvær plötur og því þarf að útsetja nýju lögin upp á nýtt. Haraldur V. Sveinbjörnsson mun gera það líkt og fyrir síðustu tónleika. „Við erum ekkert að fara af stað með einhverja nýja hugmynd. Halli er að útsetja fleiri lög og við hugsum lagavalið alveg upp á nýtt. Trúlega hverfur helmingurinn af lögunum sem við spiluðum 2013 til að koma nýjum lögum fyrir. Við erum að verða búnir að ræða lagavalið og það er ekki auðvelt. Það er lúxusvandamál. Það þurfti að setjast niður og rökræða því menn voru ekki sammála,“ segir Bibbi.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira