Hagnaður Arctica Finance á árinu 2017 nam tæplega 212 milljónum borið saman við nærri 500 milljóna hagnað árið áður. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins voru þóknanatekjur um 844 milljónir í fyrra og drógust saman um liðlega 380 milljónir. Rekstrarkostnaður var ríflega 600 milljónir og jókst um nærri tíu prósent. Eigið fé var 845 milljónir í árslok 2017 og eiginfjárhlutfallið 49 prósent. Stærstu A-hluthafar Arctica eru Bjarni Þórður Bjarnason aðstoðarframkvæmdastjóri með 50,25 prósent og Stefán Þór Bjarnason framkvæmdastjóri með 33,5 prósent.
Í október var greint frá því að Fjármálaeftirlitið hefði gert Arctica Finance að greiða 72 milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki og reglum um kaupaukakerfi. Þá var félaginu gert að láta af frekari arðgreiðslum til hluthafa í B-, C- og D-flokki. Arctica höfðaði í kjölfarið dómsmál til að fá ákvörðun FME hnekkt en málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok síðasta mánaðar.
Arctica hagnast um 212 milljónir
Hörður Ægisson skrifar

Mest lesið

Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova
Viðskipti innlent

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent
Viðskipti innlent

Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo?
Viðskipti innlent

Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum
Viðskipti innlent

Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út
Viðskipti innlent

„Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“
Viðskipti innlent