Róbert Wessman og viðskiptafélagar hans gengu frá greiðslu upp á 1,4 milljarða króna til Matthíasar H. Johannessen í byrjun síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins.
Hæstiréttur dæmdi í febrúar fyrrverandi viðskiptafélaga Matthíasar, þá Róbert, Árna Harðarson og Magnús Jaroslav Magnússon, til þess að greiða honum 640 milljónir króna, auk vaxta og dráttarvaxta, í skaðabætur fyrir að hafa hlunnfarið hann í viðskiptum með óbeinan eignarhlut í lyfjafyrirtækinu Alvogen.
Staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms um að ráðandi hluthafar í félaginu Aztiq Pharma Partners hefðu – með sölu á sænsku dótturfélagi sem hélt með óbeinum hætti utan um 30 prósenta hlut í Alvogen á undirverði – tekið hagsmuni einstakra hluthafa fram yfir hagsmuni Matthíasar og bakað sér þannig skaðabótaskyldu gagnvart honum.
Sænska dótturfélagið var um mitt ár 2010 selt fyrir í mesta lagi 1,5 milljónir króna og gegn ógreiddri viðbótargreiðslu þó svo að verðmæti þess hafi numið nærri 1,7 milljörðum króna á sama tíma.
Hafa greitt Matthíasi 1.400 milljónir

Tengdar fréttir

Segir framgöngu ráðandi hluthafa með öllu óásættanlega
Héraðsdómur hefur fallist á kröfu um að félagi sem hélt utan um 30 prósenta hlut í lyfjafyrirtækinu Alvogen verði slitið. Dómurinn segir ráðandi hluthafa hafa skaðað hagsmuni minnihluta hluthafa.