Holloway var heima að leika við barnið sitt er kallið kom og hann var fljótur að koma sér á keppnisstað. Þar fór hann beint í erfiðan niðurskurð og er hann mætti á hlaupabrettið stóð Khabib á bretti nánast við hliðina á honum.
Það var svolítið skrítinn stemning hjá teymi Khabib er Holloway mætti bara á svæðið. Hann fór svo til Khabib og sagði að það væri heiður að fá að berjast við hann. Khabib þakkaði honum fyrir að taka bardagann. Heiðursmenn báðir tveir.
Í nýjasta upphitunarþætti UFC, Embedded, fyrir bardagakvöldið er líka fylgst með Joanna og Rose. Rose kynnir meðal annars til leiks skemmtilega æfingu sem hún gerir heima hjá sér.
Þáttinn má sjá hér að neðan.