Jóhann útskýrir milljarðamál sitt gegn Universal Birgir Olgeirsson skrifar 4. apríl 2018 13:30 Jóhann Helgason, tónlistarmaður. Vísir/Anton Brink Tónlistarmaðurinn Jóhann Helgason hefur boðað til blaðamannafundar í Hljóðrita í Hafnarfirði vegna fyrirhugaðrar málsóknar hans gegn Universal Music og norska lagahöfundinum Rolf Løvland vegna meints hugverkastuldar. Vill Jóhann meina að lagði Söknuður, sem hann samdi við texta Vilhjálms Vilhjálmssonar, hafi verið stolið og selt í um hundrað milljónum eintaka á undanförnum árum undir heitinu „You Raise Me Up“. Blaðamannafundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi en hann hefst klukkan 14. Á fundinum verður kynnt ný ensk útgáfa lagsins, "Into The Light", en henni er ætlað að undirstrika hinn mikla skyldleika laganna. Á fundinum verður einnig kynnt sérfræðiálit sem unnið var fyrir STEF þar sem tónskylt efni laganna er metið allt að 97%. Gert er ráð fyrir að kostnaður við málaferlin verði á annað hundrað milljónir króna og að kröfur um ógreidd höfundarlaun og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna.
Tónlistarmaðurinn Jóhann Helgason hefur boðað til blaðamannafundar í Hljóðrita í Hafnarfirði vegna fyrirhugaðrar málsóknar hans gegn Universal Music og norska lagahöfundinum Rolf Løvland vegna meints hugverkastuldar. Vill Jóhann meina að lagði Söknuður, sem hann samdi við texta Vilhjálms Vilhjálmssonar, hafi verið stolið og selt í um hundrað milljónum eintaka á undanförnum árum undir heitinu „You Raise Me Up“. Blaðamannafundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi en hann hefst klukkan 14. Á fundinum verður kynnt ný ensk útgáfa lagsins, "Into The Light", en henni er ætlað að undirstrika hinn mikla skyldleika laganna. Á fundinum verður einnig kynnt sérfræðiálit sem unnið var fyrir STEF þar sem tónskylt efni laganna er metið allt að 97%. Gert er ráð fyrir að kostnaður við málaferlin verði á annað hundrað milljónir króna og að kröfur um ógreidd höfundarlaun og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna.
Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sjá meira
Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20