Kom á óvart að fá nei en lét það ekki stoppa sig Magnús Guðmundsson skrifar 5. apríl 2018 09:00 Sara Björnsdóttir, Þóroddur Bjarnason og David Cotterrell (sitjandi) eru á meðal listamannanna sem sýna í Peckham í London næstu tvær helgar en það er fyrsta sýningin af þremur sem Sara stendur fyrir. „Þetta eru orðin þrjú ár sem ég er búin að búa hérna að þessu sinni en þessi ár hafa liðið alveg óskaplega hratt,“ segir Sara Björnsdóttir, myndlistarkona úr Reykjavík, sem á morgun, föstudag, opnar fyrstu sýningu af þremur alþjóðlegum samsýningum listamanna sem tengjast henni með einum eða öðrum hætti. Sýningarnar verða allar í Peckham í Suður-London og alls taka þátt 27 listamenn frá sjö löndum en þátttakendur í fyrstu sýningunni eru þau Þóroddur Bjarnason, Darri Lorenzen, Snorri Ásmundsson, Sara Björnsdóttir, Sæmundur Þór Helgason, Libia Castro og Ólafur Ólafsson, Kevin Atherton, David Cotterrell, Hatty Lee og Frederique Pisuisse. Sara segir að hún hafi reyndar ætlað sér að dvelja í níu mánuði í borginni en að hún sé reyndar tengd henni eftir að hafa dvalið þar fyrir 20 árum. „Ég tók mastersgráðuna mína hér árið 1997 frá Chelsea College of Art & Design og þá eignaðist ég mikið af vinum og tengdist borginni það sterkum böndum að mig langaði alltaf til þess að koma aftur. Svo fékk ég tækifæri til þess fyrir þremur árum og lét það ekki fram hjá mér fara. Maður fer ekkert í svona stórborg án þess að ætla sér að gera eitthvað æðislegt og þegar ég áttaði mig á því hversu erfitt er fyrir listamenn að koma sér á framfæri í London þá ákvað ég bara að gera þetta sjálf. Það var fyrsta maí í fyrra sem ég tók þessa ákvörðun að setja upp sýningu hérna í London og taka með mér vini mína frá Íslandi til þess að þau fái einhvern sýnileika hérna í stórborginni. Í framhaldinu ákvað ég svo að taka inn breska listamenn en áttaði mig fljótlega á því að ég á vini um víða veröld sem eru listamenn og þá var þetta allt í einu orðið alþjóðlegt verkefni. En hvers vegna ekki? Ég bauð bara öllum þessum góðu listamönnum að taka þátt með þremur sýningum í heildina og fór í það sjálf að halda utan um þetta. Síðan þá hefur þetta verið gríðarleg vinna síðasta árið sem byrjaði með því að ég sendi þessu fólki bréf og bauð því að vera með og það sögðu allir já.”Ég geri þetta samt Sara segir að við þetta hafi vinnan hafist fyrir alvöru. „Ég fór á fullt að skipuleggja þetta allt saman, útbúa fjárhagsáætlun og sækja um styrki en fékk ekki einn einasta. Var samt áfram harðákveðin í að láta af þessu verða og borgaði bara úr eigin vasa það sem þurfti að borga eins og leigu fyrir rýmið og kaupa alls konar tæki og dót því það er margt sem þarf til þess að setja upp sýningu. Að auki þá leigði ég hús fyrir íslensku listamennina svo þau gætu verið öll saman og í dag (miðvikudag) streyma þau til borgarinnar og ég er búin að vera á fullu að sækja þau á lestarstöðina og fara með þau upp í hús og henda töskunum inn.“Sara segir að það sé mikill áhugi hjá bretum í dag á íslenskum listum sem sé mikilvægt að nýta.„Núna erum við hérna í sýningarrýminu og byrjuð að hitta hina listamennina og allir eru svo forvitnir og allt svo lifandi og skemmtilegt. Þetta er bara alveg æðislegt,“ segir Sara og gleðin yfir því að vera búin að koma öllu þessu listafólki saman leynir sér ekki. „Að hafa bara gert þetta og ekki gefist upp heldur bara sett undir mig hausinn og sagt fjandinn hafi það ég geri þetta samt.“I love Iceland Aðspurð hvort íslenskir listamenn sem búa erlendis falli utan styrkjakerfisins segir Sara að hún geti því miður tekið undir það. „Já, og ég verð að játa að þetta kom mér á óvart. Þegar upp er staðið verða sextán íslenskir listamenn búnir að taka þátt í þremur sýningum og ég er að gera mjög mikið til þess að kynna sýninguna og fá fólk til þess að koma. Það gengur vel af því að ég hef sambönd hérna sem er allt öðruvísi en ef ég væri bara að koma frá Íslandi í dag. Fólkið sem ég þekki hérna hjálpar mér líka og ég veit að við munum fá athygli. Það kom mér því á óvart að bæði Myndstef og Myndlistarsjóður skyldu segja nei, hvorki undirbúnings- né verkefnastyrkur, ekkert.“ Sara bendir á að þetta snúist ekki um hana persónulega heldur sé þörf á að horfa út á við. „Styrkirnir fara meira og minna til Íslands sem er gott en það þarf meira til vegna þess að við þurfum að komast frá Íslandi því það er of einangrað og markaðurinn of lítill. Það þarf að hugsa þetta eitthvað öðruvísi. Ég veit ekki af hverju þetta fór svona því að á sama tíma sér maður söfnin sem eru á framlagi frá ríki og borg vera að fá einhverjar milljónir úr þessum sjóðum. Af hverju eru þau að bítast um sömu peninga og listamennirnir sem einstaklingar? Listamenn sem eru að setja einhverja grasrót í gang.“ Sara segir að hún geti vel hugsað sér það í framtíðinni að vera áfram í London og flytja inn íslenska listamenn. „Einmitt núna er gríðarlegur áhugi hjá Bretum og það er mikilvægt að nýta sér það. Ég var t.d. í partíi síðasta föstudag og hitti þar bassaleikarann í PJ Harvey og hann sagði bara I love Iceland og hann og konan hans geta ekki beðið eftir að koma á sýninguna um helgina. Það eru tækifæri í þessu.“ Þematengdar sýningar Á fyrstu sýningunni sem verður opnuð á morgun sýna 11 af þeim 27 listamönnum sem taka þátt í verkefninu og Sara segir að hún hafi raðað saman listamönnum sem henni finnst vera að vinna á svipaðan hátt. „Á þessari fyrstu sýningu verður mikið um vídeó, hljóð og gjörninga. Á næstu sýningu verða mikið til málarar og fólk sem vinnur í tvívíðan miðil og á þeirri þriðju svo listamenn sem vinna með hluti og skúlptúra. Þannig að ég er að hugsa þetta út frá verkum og verkefnið í heildina kallast The Art Society og hugmyndin með því er að styrkja þetta í heildina og auk þess er þetta eins konar stefnumót listamanna. Vonandi á það eftir að skila þessum listamönnum einhverju.“ Sýningin er í gömlu íbúðarhúsnæði í Peckham sem Sara segir að sé í mikilli niðurníðslu en um leið henti það myndlistinni ákaflega vel. „Við þurfum reyndar að vinna heilmikið í húsnæðinu og ég var svona rétt að ljúka við að sópa gólfin en ég er alveg vön því að vinna að sýningum sem listamenn standa fyrir sjálfir. Það verða tvær sýningarhelgar og listamenn koma til með að spjalla um verk sín þannig að það verður hellingur í gangi. Ég er með heimasíðu sem kallast To make art happen og þar geta áhugasamir kynnt sér listamennina nánar og hvað er að gerast og hvenær. Ég er farin að hlakka mikið til að opna og vona að Íslendingar í London láti líka sjá sig.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
„Þetta eru orðin þrjú ár sem ég er búin að búa hérna að þessu sinni en þessi ár hafa liðið alveg óskaplega hratt,“ segir Sara Björnsdóttir, myndlistarkona úr Reykjavík, sem á morgun, föstudag, opnar fyrstu sýningu af þremur alþjóðlegum samsýningum listamanna sem tengjast henni með einum eða öðrum hætti. Sýningarnar verða allar í Peckham í Suður-London og alls taka þátt 27 listamenn frá sjö löndum en þátttakendur í fyrstu sýningunni eru þau Þóroddur Bjarnason, Darri Lorenzen, Snorri Ásmundsson, Sara Björnsdóttir, Sæmundur Þór Helgason, Libia Castro og Ólafur Ólafsson, Kevin Atherton, David Cotterrell, Hatty Lee og Frederique Pisuisse. Sara segir að hún hafi reyndar ætlað sér að dvelja í níu mánuði í borginni en að hún sé reyndar tengd henni eftir að hafa dvalið þar fyrir 20 árum. „Ég tók mastersgráðuna mína hér árið 1997 frá Chelsea College of Art & Design og þá eignaðist ég mikið af vinum og tengdist borginni það sterkum böndum að mig langaði alltaf til þess að koma aftur. Svo fékk ég tækifæri til þess fyrir þremur árum og lét það ekki fram hjá mér fara. Maður fer ekkert í svona stórborg án þess að ætla sér að gera eitthvað æðislegt og þegar ég áttaði mig á því hversu erfitt er fyrir listamenn að koma sér á framfæri í London þá ákvað ég bara að gera þetta sjálf. Það var fyrsta maí í fyrra sem ég tók þessa ákvörðun að setja upp sýningu hérna í London og taka með mér vini mína frá Íslandi til þess að þau fái einhvern sýnileika hérna í stórborginni. Í framhaldinu ákvað ég svo að taka inn breska listamenn en áttaði mig fljótlega á því að ég á vini um víða veröld sem eru listamenn og þá var þetta allt í einu orðið alþjóðlegt verkefni. En hvers vegna ekki? Ég bauð bara öllum þessum góðu listamönnum að taka þátt með þremur sýningum í heildina og fór í það sjálf að halda utan um þetta. Síðan þá hefur þetta verið gríðarleg vinna síðasta árið sem byrjaði með því að ég sendi þessu fólki bréf og bauð því að vera með og það sögðu allir já.”Ég geri þetta samt Sara segir að við þetta hafi vinnan hafist fyrir alvöru. „Ég fór á fullt að skipuleggja þetta allt saman, útbúa fjárhagsáætlun og sækja um styrki en fékk ekki einn einasta. Var samt áfram harðákveðin í að láta af þessu verða og borgaði bara úr eigin vasa það sem þurfti að borga eins og leigu fyrir rýmið og kaupa alls konar tæki og dót því það er margt sem þarf til þess að setja upp sýningu. Að auki þá leigði ég hús fyrir íslensku listamennina svo þau gætu verið öll saman og í dag (miðvikudag) streyma þau til borgarinnar og ég er búin að vera á fullu að sækja þau á lestarstöðina og fara með þau upp í hús og henda töskunum inn.“Sara segir að það sé mikill áhugi hjá bretum í dag á íslenskum listum sem sé mikilvægt að nýta.„Núna erum við hérna í sýningarrýminu og byrjuð að hitta hina listamennina og allir eru svo forvitnir og allt svo lifandi og skemmtilegt. Þetta er bara alveg æðislegt,“ segir Sara og gleðin yfir því að vera búin að koma öllu þessu listafólki saman leynir sér ekki. „Að hafa bara gert þetta og ekki gefist upp heldur bara sett undir mig hausinn og sagt fjandinn hafi það ég geri þetta samt.“I love Iceland Aðspurð hvort íslenskir listamenn sem búa erlendis falli utan styrkjakerfisins segir Sara að hún geti því miður tekið undir það. „Já, og ég verð að játa að þetta kom mér á óvart. Þegar upp er staðið verða sextán íslenskir listamenn búnir að taka þátt í þremur sýningum og ég er að gera mjög mikið til þess að kynna sýninguna og fá fólk til þess að koma. Það gengur vel af því að ég hef sambönd hérna sem er allt öðruvísi en ef ég væri bara að koma frá Íslandi í dag. Fólkið sem ég þekki hérna hjálpar mér líka og ég veit að við munum fá athygli. Það kom mér því á óvart að bæði Myndstef og Myndlistarsjóður skyldu segja nei, hvorki undirbúnings- né verkefnastyrkur, ekkert.“ Sara bendir á að þetta snúist ekki um hana persónulega heldur sé þörf á að horfa út á við. „Styrkirnir fara meira og minna til Íslands sem er gott en það þarf meira til vegna þess að við þurfum að komast frá Íslandi því það er of einangrað og markaðurinn of lítill. Það þarf að hugsa þetta eitthvað öðruvísi. Ég veit ekki af hverju þetta fór svona því að á sama tíma sér maður söfnin sem eru á framlagi frá ríki og borg vera að fá einhverjar milljónir úr þessum sjóðum. Af hverju eru þau að bítast um sömu peninga og listamennirnir sem einstaklingar? Listamenn sem eru að setja einhverja grasrót í gang.“ Sara segir að hún geti vel hugsað sér það í framtíðinni að vera áfram í London og flytja inn íslenska listamenn. „Einmitt núna er gríðarlegur áhugi hjá Bretum og það er mikilvægt að nýta sér það. Ég var t.d. í partíi síðasta föstudag og hitti þar bassaleikarann í PJ Harvey og hann sagði bara I love Iceland og hann og konan hans geta ekki beðið eftir að koma á sýninguna um helgina. Það eru tækifæri í þessu.“ Þematengdar sýningar Á fyrstu sýningunni sem verður opnuð á morgun sýna 11 af þeim 27 listamönnum sem taka þátt í verkefninu og Sara segir að hún hafi raðað saman listamönnum sem henni finnst vera að vinna á svipaðan hátt. „Á þessari fyrstu sýningu verður mikið um vídeó, hljóð og gjörninga. Á næstu sýningu verða mikið til málarar og fólk sem vinnur í tvívíðan miðil og á þeirri þriðju svo listamenn sem vinna með hluti og skúlptúra. Þannig að ég er að hugsa þetta út frá verkum og verkefnið í heildina kallast The Art Society og hugmyndin með því er að styrkja þetta í heildina og auk þess er þetta eins konar stefnumót listamanna. Vonandi á það eftir að skila þessum listamönnum einhverju.“ Sýningin er í gömlu íbúðarhúsnæði í Peckham sem Sara segir að sé í mikilli niðurníðslu en um leið henti það myndlistinni ákaflega vel. „Við þurfum reyndar að vinna heilmikið í húsnæðinu og ég var svona rétt að ljúka við að sópa gólfin en ég er alveg vön því að vinna að sýningum sem listamenn standa fyrir sjálfir. Það verða tvær sýningarhelgar og listamenn koma til með að spjalla um verk sín þannig að það verður hellingur í gangi. Ég er með heimasíðu sem kallast To make art happen og þar geta áhugasamir kynnt sér listamennina nánar og hvað er að gerast og hvenær. Ég er farin að hlakka mikið til að opna og vona að Íslendingar í London láti líka sjá sig.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira