Kanna hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í húsinu sem var ekki með vatnsúðakerfi Birgir Olgeirsson skrifar 5. apríl 2018 15:48 Frá stórbrunanum í Garðabæ. Vísir/Egill Slökkviliðið þarf tíma til að rannsaka hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í fimm þúsund fermetra atvinnuhúsnæðinu í Garðabæ sem varð eldi að bráð í dag. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að ekkert vatnsúðakerfi hafi verið í húsi en kanna þarf hvort að það geti talist eðlilegt miðað við samþykktar teikningar. „Fyrstu væntingar hjá okkur voru að svo væri af því þetta er tiltölulega stórt hús, “ segir Jón Viðar. Aðspurður hvort að vatnsúðakerfi hefði einhverju bjargað segir hann allar brunavarnir ávallt hjálpa til. Hann tekur fram að mörg hús af þessari stærðargráðu séu ekki með vatnsúðakerfi. Hann segir að skoða þurfi síðustu samþykktu teikningar hússins og sjá hvað þær hljóðuðu upp á og hvort starfsemin í húsinu sé akkúrat sú sama og átti að vera miðað við teikningar. „Því oft breytist starfsemin og eðlilegt að það komi auknar kröfur varðandi brunavarnir. Við þurfum að fá smá andrými til að skoða þetta.“ Slökkviliðsmenn hafa unnið hörðum höndum að því að ráða niðurlögum eldsins í dag.Vísir/Böddi Hætta af hruni Slökkviliðið þurfti að rífa þak hússins svo það hrynji ekki á slökkviliðsmenn og þokast slökkvistarf hægt og bítandi í rétta átt að sögn Jóns Viðars. Spurður hvort eitthvað við húsnæðið hafi gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir segir Jón Viðar að mikill eldsmatur hafi verið inn í því og þakið farið að gefa sig, eins og gengur og gerist með mörg önnur hús. „Hrunhættan og slíkt gerði það að verkum að ég þorði ekki að senda menn inn. Þá þurftum við við vinna þetta utan frá sem gerði verkefnið erfiðara,“ segir Jón Viðar. Sendu samt menn inn Þrátt fyrir hrun hætti og ótta við að senda slökkviliðsmenn inn í húsið var það engu að síður gert til að bjarga ákveðnum verðmætum sem voru þar. „Þessi verðmæti voru það nálægt innganginum að það reyndist ekkert vandamál,“ segir Jón Viðar. Hann segir að slökkviliðsmönnum hefði brugðið við þegar gólfið hrundi undan honum sem gerði það að verkum að hann hrundi frá annarri hæð og niður á jarðhæð. Hann sakaði þó ekki. Orsök sprenginga liggja ekki fyrir Sjónarvottar sögðust hafa heyrt þrjár öflugar sprengingar þegar eldsins varð vart í morgun. Fylgdust margir með þaki hússins lyftast upp um nokkra metra þegar þetta átti sér stað. Jón Viðar segir orsök sprenginganna ekki liggja fyrir og margar ástæður geti verið að baki þeim. „Um leið og þú ert kominn með fjölbreyttar geymslur af allskonar varningi getur það verið allt frá litlum úðabrúsum og yfir í eitthvað að stærra. Vonandi kemur það í ljós þegar menn fara að rannsaka vettvang.“ Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Slökkviliðið þarf tíma til að rannsaka hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í fimm þúsund fermetra atvinnuhúsnæðinu í Garðabæ sem varð eldi að bráð í dag. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að ekkert vatnsúðakerfi hafi verið í húsi en kanna þarf hvort að það geti talist eðlilegt miðað við samþykktar teikningar. „Fyrstu væntingar hjá okkur voru að svo væri af því þetta er tiltölulega stórt hús, “ segir Jón Viðar. Aðspurður hvort að vatnsúðakerfi hefði einhverju bjargað segir hann allar brunavarnir ávallt hjálpa til. Hann tekur fram að mörg hús af þessari stærðargráðu séu ekki með vatnsúðakerfi. Hann segir að skoða þurfi síðustu samþykktu teikningar hússins og sjá hvað þær hljóðuðu upp á og hvort starfsemin í húsinu sé akkúrat sú sama og átti að vera miðað við teikningar. „Því oft breytist starfsemin og eðlilegt að það komi auknar kröfur varðandi brunavarnir. Við þurfum að fá smá andrými til að skoða þetta.“ Slökkviliðsmenn hafa unnið hörðum höndum að því að ráða niðurlögum eldsins í dag.Vísir/Böddi Hætta af hruni Slökkviliðið þurfti að rífa þak hússins svo það hrynji ekki á slökkviliðsmenn og þokast slökkvistarf hægt og bítandi í rétta átt að sögn Jóns Viðars. Spurður hvort eitthvað við húsnæðið hafi gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir segir Jón Viðar að mikill eldsmatur hafi verið inn í því og þakið farið að gefa sig, eins og gengur og gerist með mörg önnur hús. „Hrunhættan og slíkt gerði það að verkum að ég þorði ekki að senda menn inn. Þá þurftum við við vinna þetta utan frá sem gerði verkefnið erfiðara,“ segir Jón Viðar. Sendu samt menn inn Þrátt fyrir hrun hætti og ótta við að senda slökkviliðsmenn inn í húsið var það engu að síður gert til að bjarga ákveðnum verðmætum sem voru þar. „Þessi verðmæti voru það nálægt innganginum að það reyndist ekkert vandamál,“ segir Jón Viðar. Hann segir að slökkviliðsmönnum hefði brugðið við þegar gólfið hrundi undan honum sem gerði það að verkum að hann hrundi frá annarri hæð og niður á jarðhæð. Hann sakaði þó ekki. Orsök sprenginga liggja ekki fyrir Sjónarvottar sögðust hafa heyrt þrjár öflugar sprengingar þegar eldsins varð vart í morgun. Fylgdust margir með þaki hússins lyftast upp um nokkra metra þegar þetta átti sér stað. Jón Viðar segir orsök sprenginganna ekki liggja fyrir og margar ástæður geti verið að baki þeim. „Um leið og þú ert kominn með fjölbreyttar geymslur af allskonar varningi getur það verið allt frá litlum úðabrúsum og yfir í eitthvað að stærra. Vonandi kemur það í ljós þegar menn fara að rannsaka vettvang.“
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28