Kanna hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í húsinu sem var ekki með vatnsúðakerfi Birgir Olgeirsson skrifar 5. apríl 2018 15:48 Frá stórbrunanum í Garðabæ. Vísir/Egill Slökkviliðið þarf tíma til að rannsaka hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í fimm þúsund fermetra atvinnuhúsnæðinu í Garðabæ sem varð eldi að bráð í dag. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að ekkert vatnsúðakerfi hafi verið í húsi en kanna þarf hvort að það geti talist eðlilegt miðað við samþykktar teikningar. „Fyrstu væntingar hjá okkur voru að svo væri af því þetta er tiltölulega stórt hús, “ segir Jón Viðar. Aðspurður hvort að vatnsúðakerfi hefði einhverju bjargað segir hann allar brunavarnir ávallt hjálpa til. Hann tekur fram að mörg hús af þessari stærðargráðu séu ekki með vatnsúðakerfi. Hann segir að skoða þurfi síðustu samþykktu teikningar hússins og sjá hvað þær hljóðuðu upp á og hvort starfsemin í húsinu sé akkúrat sú sama og átti að vera miðað við teikningar. „Því oft breytist starfsemin og eðlilegt að það komi auknar kröfur varðandi brunavarnir. Við þurfum að fá smá andrými til að skoða þetta.“ Slökkviliðsmenn hafa unnið hörðum höndum að því að ráða niðurlögum eldsins í dag.Vísir/Böddi Hætta af hruni Slökkviliðið þurfti að rífa þak hússins svo það hrynji ekki á slökkviliðsmenn og þokast slökkvistarf hægt og bítandi í rétta átt að sögn Jóns Viðars. Spurður hvort eitthvað við húsnæðið hafi gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir segir Jón Viðar að mikill eldsmatur hafi verið inn í því og þakið farið að gefa sig, eins og gengur og gerist með mörg önnur hús. „Hrunhættan og slíkt gerði það að verkum að ég þorði ekki að senda menn inn. Þá þurftum við við vinna þetta utan frá sem gerði verkefnið erfiðara,“ segir Jón Viðar. Sendu samt menn inn Þrátt fyrir hrun hætti og ótta við að senda slökkviliðsmenn inn í húsið var það engu að síður gert til að bjarga ákveðnum verðmætum sem voru þar. „Þessi verðmæti voru það nálægt innganginum að það reyndist ekkert vandamál,“ segir Jón Viðar. Hann segir að slökkviliðsmönnum hefði brugðið við þegar gólfið hrundi undan honum sem gerði það að verkum að hann hrundi frá annarri hæð og niður á jarðhæð. Hann sakaði þó ekki. Orsök sprenginga liggja ekki fyrir Sjónarvottar sögðust hafa heyrt þrjár öflugar sprengingar þegar eldsins varð vart í morgun. Fylgdust margir með þaki hússins lyftast upp um nokkra metra þegar þetta átti sér stað. Jón Viðar segir orsök sprenginganna ekki liggja fyrir og margar ástæður geti verið að baki þeim. „Um leið og þú ert kominn með fjölbreyttar geymslur af allskonar varningi getur það verið allt frá litlum úðabrúsum og yfir í eitthvað að stærra. Vonandi kemur það í ljós þegar menn fara að rannsaka vettvang.“ Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Fleiri fréttir Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Sjá meira
Slökkviliðið þarf tíma til að rannsaka hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í fimm þúsund fermetra atvinnuhúsnæðinu í Garðabæ sem varð eldi að bráð í dag. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að ekkert vatnsúðakerfi hafi verið í húsi en kanna þarf hvort að það geti talist eðlilegt miðað við samþykktar teikningar. „Fyrstu væntingar hjá okkur voru að svo væri af því þetta er tiltölulega stórt hús, “ segir Jón Viðar. Aðspurður hvort að vatnsúðakerfi hefði einhverju bjargað segir hann allar brunavarnir ávallt hjálpa til. Hann tekur fram að mörg hús af þessari stærðargráðu séu ekki með vatnsúðakerfi. Hann segir að skoða þurfi síðustu samþykktu teikningar hússins og sjá hvað þær hljóðuðu upp á og hvort starfsemin í húsinu sé akkúrat sú sama og átti að vera miðað við teikningar. „Því oft breytist starfsemin og eðlilegt að það komi auknar kröfur varðandi brunavarnir. Við þurfum að fá smá andrými til að skoða þetta.“ Slökkviliðsmenn hafa unnið hörðum höndum að því að ráða niðurlögum eldsins í dag.Vísir/Böddi Hætta af hruni Slökkviliðið þurfti að rífa þak hússins svo það hrynji ekki á slökkviliðsmenn og þokast slökkvistarf hægt og bítandi í rétta átt að sögn Jóns Viðars. Spurður hvort eitthvað við húsnæðið hafi gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir segir Jón Viðar að mikill eldsmatur hafi verið inn í því og þakið farið að gefa sig, eins og gengur og gerist með mörg önnur hús. „Hrunhættan og slíkt gerði það að verkum að ég þorði ekki að senda menn inn. Þá þurftum við við vinna þetta utan frá sem gerði verkefnið erfiðara,“ segir Jón Viðar. Sendu samt menn inn Þrátt fyrir hrun hætti og ótta við að senda slökkviliðsmenn inn í húsið var það engu að síður gert til að bjarga ákveðnum verðmætum sem voru þar. „Þessi verðmæti voru það nálægt innganginum að það reyndist ekkert vandamál,“ segir Jón Viðar. Hann segir að slökkviliðsmönnum hefði brugðið við þegar gólfið hrundi undan honum sem gerði það að verkum að hann hrundi frá annarri hæð og niður á jarðhæð. Hann sakaði þó ekki. Orsök sprenginga liggja ekki fyrir Sjónarvottar sögðust hafa heyrt þrjár öflugar sprengingar þegar eldsins varð vart í morgun. Fylgdust margir með þaki hússins lyftast upp um nokkra metra þegar þetta átti sér stað. Jón Viðar segir orsök sprenginganna ekki liggja fyrir og margar ástæður geti verið að baki þeim. „Um leið og þú ert kominn með fjölbreyttar geymslur af allskonar varningi getur það verið allt frá litlum úðabrúsum og yfir í eitthvað að stærra. Vonandi kemur það í ljós þegar menn fara að rannsaka vettvang.“
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Fleiri fréttir Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28