Stuðningsfólk Liverpool réðst í gærkvöldi á rútu leikmanna Manchester City sem voru á leiðinni í leikinn á Anfield þar sem City liðið tapaði síðan 3-0.
UEFA hefur ákveðið að kæra Liverpool fyrir fjögur atriði en mun ekki taka þessi kærumál fyrir fyrr en eftir tímabilið.
UEFA will deal with Liverpool fans' prematch attack on the Manchester City team bus after the season https://t.co/Ux5V8migEtpic.twitter.com/t92ePySlFf
— NBC Sports (@NBCSports) April 5, 2018
Steven Gerrard, goðsögn hjá Liverpool, og Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, voru tveir af þeim sem gagnrýndu harðlega framkomu áhorfendanna.
Lögreglan á Merseyside réð ekkert við æsta stuðningsmenn Liverpool sem lögðu rútu Manchester City í rúst. City-menn þurftu aðra rútu til að fara til baka.
Liverpool liðið skoraði síðan þrjú mörk á fyrsta hálftímanum og vann 3-0 sigur á Manchester City. Liverpool er því í frábærum málum fyrir seinni leikinn í Manchester.