Enn ein heimsskýrslan Ari Trausti Guðmundsson skrifar 6. apríl 2018 07:00 Smám saman hafa greinar og skýrslur vísindamanna og alþjóðasamtaka um stöðu umhverfismála heims haft tilætluð áhrif. Þvert ofan í afneitun og samsæriskenningar sýna víðtækar rannsóknir fram á margþættan vanda og lausnir á honum. Of mikið álag á lofthjúpinn, vegna losunar efna, álag á skóglendi og annað í jurtaríkinu, á lifandi verur, sjóinn, efnaauðlindir og orkugjafa er tekið að valda æ meiri kostnaði miðað við afrakstur, æ meiri skorti íbúa á risastórum landsvæðum og æ meiri mengun. Hún veldur jafnt heilsutjóni sem hækkandi lofthita með afleiðingum á borð við hækkun sjávarborðs og súrnun hafsins. Tilraunum til að kenna náttúrunni einni um ástandið fækkar en jafnt stórveldi sem flest stórfyrirtæki streitast við að horfa fremur á hagnað sinn en kostnaðinn sem við blasir. Í heildina vinna þó grænu gildin á. Sem betur fer. Ný skýrsla eftir þriggja ára vinnu yfir 100 sérfræðinga 45 landa var lögð fram á fundi IPBES í Kólumbíu; samtaka 129 þjóða um líffræðilega fjölbreytni og virk vistkerfi. Heimilda var aflað hjá yfir 3.000 vísindamönnum, opinberum stofnunum og staðbundnum aðilum. Um 7.300 aðilar unnu umsagnir og 200 ritrýnendur lögðu sitt fram. Meginniðurstaðan: Landskemmdir vegna mannlegrar virkni grafa alvarlega undan lífsbjörg og heilsu 40% mannkyns (3,2 milljarða manna), ýta undir útdauða lífvera og undir frekari hlýnun loftslagsins. Þetta veldur hægt vaxandi búferlaflutningum. Eftir 30 ár verða milljónir manna á flótta frá eyddum eða skemmdum vistkerfum. Nú þegar kosta skemmdirnar heimsbyggðina yfir 10% þeirra verðmæta sem framleidd eru í veröldinni. Um 87% alls votlendis hafa glatast, eyðimerkur stækka og visthæft skóglendi minnkar um tugþúsundir ferkílómetra á ári. Innan við fjórðungur vistkerfa á þurrlendi jarðar hefur sloppið við verulegar skerðingar og þau falla í 10% árið 2050 ef fram heldur sem horfir. Skýrslan bendir á helstu leiðir til að endurheimta vænleg búsetuskilyrði og minnir á að við höfum öll verk að vinna. Skilningi eiga að fylgja gjörðir.Höfundur er þingmaður VG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Sjá meira
Smám saman hafa greinar og skýrslur vísindamanna og alþjóðasamtaka um stöðu umhverfismála heims haft tilætluð áhrif. Þvert ofan í afneitun og samsæriskenningar sýna víðtækar rannsóknir fram á margþættan vanda og lausnir á honum. Of mikið álag á lofthjúpinn, vegna losunar efna, álag á skóglendi og annað í jurtaríkinu, á lifandi verur, sjóinn, efnaauðlindir og orkugjafa er tekið að valda æ meiri kostnaði miðað við afrakstur, æ meiri skorti íbúa á risastórum landsvæðum og æ meiri mengun. Hún veldur jafnt heilsutjóni sem hækkandi lofthita með afleiðingum á borð við hækkun sjávarborðs og súrnun hafsins. Tilraunum til að kenna náttúrunni einni um ástandið fækkar en jafnt stórveldi sem flest stórfyrirtæki streitast við að horfa fremur á hagnað sinn en kostnaðinn sem við blasir. Í heildina vinna þó grænu gildin á. Sem betur fer. Ný skýrsla eftir þriggja ára vinnu yfir 100 sérfræðinga 45 landa var lögð fram á fundi IPBES í Kólumbíu; samtaka 129 þjóða um líffræðilega fjölbreytni og virk vistkerfi. Heimilda var aflað hjá yfir 3.000 vísindamönnum, opinberum stofnunum og staðbundnum aðilum. Um 7.300 aðilar unnu umsagnir og 200 ritrýnendur lögðu sitt fram. Meginniðurstaðan: Landskemmdir vegna mannlegrar virkni grafa alvarlega undan lífsbjörg og heilsu 40% mannkyns (3,2 milljarða manna), ýta undir útdauða lífvera og undir frekari hlýnun loftslagsins. Þetta veldur hægt vaxandi búferlaflutningum. Eftir 30 ár verða milljónir manna á flótta frá eyddum eða skemmdum vistkerfum. Nú þegar kosta skemmdirnar heimsbyggðina yfir 10% þeirra verðmæta sem framleidd eru í veröldinni. Um 87% alls votlendis hafa glatast, eyðimerkur stækka og visthæft skóglendi minnkar um tugþúsundir ferkílómetra á ári. Innan við fjórðungur vistkerfa á þurrlendi jarðar hefur sloppið við verulegar skerðingar og þau falla í 10% árið 2050 ef fram heldur sem horfir. Skýrslan bendir á helstu leiðir til að endurheimta vænleg búsetuskilyrði og minnir á að við höfum öll verk að vinna. Skilningi eiga að fylgja gjörðir.Höfundur er þingmaður VG
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun