Khabib er alinn upp í Dagestan í Rússlandi og fólk á þeim slóðum kallar ekki allt ömmu sína. Aðeins níu ára gamall var Khabib búinn að vingast við lítinn skógarbjörn sem hann glímdi reglulega við.
Barnaverndaryfirvöld víða um heim fengju líklega áfall ef þau sæu myndbandið hér að neðan en í Dagestan var slíkt bara daglegt brauð.
Khabib hefur haldið í hefðirnar og tekur enn þann dag í dag léttar glímur við birni. Skal því ekki undra að hann sé ekkert hræddur við einhvern Íra.