Tregða eða vanhæfni flugfélagsins útskýri að hluta til vandræði með lendingar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. apríl 2018 11:14 Boeing vél Enter Air á Akureyrarflugvelli í janúar. Akureyri International Airport Pólska flugfélagið Enter Air neitaði að nota Egilsstaðaflugvöll sem varaflugvöll þegar ekki var hægt að lenda á Akureyri í vetur. Þess í stað flaug flugfélagið til Keflavíkur og lenti þar, þvert á vilja ferðaskrifstofunnar sem skipulagði ferðirnar. „Tregða og/eða vanhæfni“ flugfélagsins útskýrir að hluta til af hverju í sumum tilvikum var ekki lent á Akureyrarflugvelli. Þetta er mat flugklasans Air 66N sem er samstarsfsverkefni fyrirtækja í ferðaþjónustu á Norðurlandi, sveitarfélaga, stofnana og annarra hagsmunaaðila sem vinnur að því að markaðssetja Akureyrarflugvöll sem nýjan áfangastað í millilandaflugi allt árið um kring. Breska ferðaskrifstofan Super Break hóf síðastliðið sumar að selja ferðir til Norðurlands í beinu flugi frá Bretlandi við mikinn fögnuð heimamanna. Vel gekk að selja í ferðirnar sem farnar voru í janúar og febrúar. Enter Air var flugfélagið sem nýtt var í ferðirnar. Á ýmsu gekk en af fimmtán ferðum var sex sinnum lent á Keflavíkurflugvelli í stað Akureyrar. Er þetta tíundað í skýrslu flugklasans sem kynnt var í bæjarráði Akureyrar í vikunni.Á myndinni má sjá hvernig flugvél Entar Air hringsólaði yfir Akureyri þann 15. janúar áður en vélinni var flogið til Keflavíkur.Flightradar24.comAðflugsbúnaður væntanlegur Í tveimur tilvikum var lítið skyggni vegna mikillar snjókomu ástæða þess að haldið var til Keflavíkur. Það hefði þó aðeins gerst einu sinni ef ekki hefði verið fyrir mistök í aðflugi sem urðu til þess að lendingu seinkaði en í millitíðinni byrjaði að snjóa. Þá voru einnig tilvik þar sem vindaskilyrði voru óhagstæð vegna þess að flugvélin sem notuð var ekki nógu öflug til að klifra til suðurs fulllestuð.„Og afganginn er erfitt að útskýra með öðru en tregðu og/eða vanhæfni flugfélagsins sem tók verkefnið að sér. Það voru einnig vonbrigði að þegar á reyndi, neitaði flugfélagið að nota Egilsstaðaflugvöll til vara og fór undantekningarlaust til Keflavíkur ef ekki var hægt að lenda á Akureyri,“ segir í skýrslunni.Sjá einnig: Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir AkureyriKemur fram að það hafi ekki verið í samræmi við óskir Super Break en er því þó haldið til haga að veðurfar þá mánuði sem ferðirnar voru á áætlun hafi verið „óvenjulega stormasamt“.Segir einnig í skýrslunni að Super Break sé langt komið með að semja við annað flugfélag fyrir áætlunarferðir til Akureyrar næsta vetur sem lofað hefur „öflugri þjálfun flugmanna og öflugri flugvélum til þess að vinna verkið.“Super Break áætlar fleiri ferðir til Akureyrar næsta vetur en stefnt er á 30 ferðir í heildina, mun fleiri en síðasta vetur. Hjálpar þar til að útlit er fyrir að nýr aðflugsbúnaður verði settur upp á Akureyrarflugvelli næsta haust en skortur á slíkum búnaði torveldaði lendingar Enter Air í einhverjum tilvikum. Samgöngur Tengdar fréttir Reyndi að lenda í þrígang á Akureyri en hélt svo til Keflavíkur Veðurskilyrði virðast hafa komið í veg fyrir að flugstjóri vélar Enter Air gat lent vélinni. 15. janúar 2018 16:41 Gáfust aftur upp á Akureyri og flugu til Keflavíkur Boeing 737 vél Enter Air, sem átti að lenda á Akureyrarflugvelli um klukkan 13 í dag, þurfti frá að hverfa og halda til Keflavíkur vegna slæmra veðurskilyrða. 19. janúar 2018 14:43 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Pólska flugfélagið Enter Air neitaði að nota Egilsstaðaflugvöll sem varaflugvöll þegar ekki var hægt að lenda á Akureyri í vetur. Þess í stað flaug flugfélagið til Keflavíkur og lenti þar, þvert á vilja ferðaskrifstofunnar sem skipulagði ferðirnar. „Tregða og/eða vanhæfni“ flugfélagsins útskýrir að hluta til af hverju í sumum tilvikum var ekki lent á Akureyrarflugvelli. Þetta er mat flugklasans Air 66N sem er samstarsfsverkefni fyrirtækja í ferðaþjónustu á Norðurlandi, sveitarfélaga, stofnana og annarra hagsmunaaðila sem vinnur að því að markaðssetja Akureyrarflugvöll sem nýjan áfangastað í millilandaflugi allt árið um kring. Breska ferðaskrifstofan Super Break hóf síðastliðið sumar að selja ferðir til Norðurlands í beinu flugi frá Bretlandi við mikinn fögnuð heimamanna. Vel gekk að selja í ferðirnar sem farnar voru í janúar og febrúar. Enter Air var flugfélagið sem nýtt var í ferðirnar. Á ýmsu gekk en af fimmtán ferðum var sex sinnum lent á Keflavíkurflugvelli í stað Akureyrar. Er þetta tíundað í skýrslu flugklasans sem kynnt var í bæjarráði Akureyrar í vikunni.Á myndinni má sjá hvernig flugvél Entar Air hringsólaði yfir Akureyri þann 15. janúar áður en vélinni var flogið til Keflavíkur.Flightradar24.comAðflugsbúnaður væntanlegur Í tveimur tilvikum var lítið skyggni vegna mikillar snjókomu ástæða þess að haldið var til Keflavíkur. Það hefði þó aðeins gerst einu sinni ef ekki hefði verið fyrir mistök í aðflugi sem urðu til þess að lendingu seinkaði en í millitíðinni byrjaði að snjóa. Þá voru einnig tilvik þar sem vindaskilyrði voru óhagstæð vegna þess að flugvélin sem notuð var ekki nógu öflug til að klifra til suðurs fulllestuð.„Og afganginn er erfitt að útskýra með öðru en tregðu og/eða vanhæfni flugfélagsins sem tók verkefnið að sér. Það voru einnig vonbrigði að þegar á reyndi, neitaði flugfélagið að nota Egilsstaðaflugvöll til vara og fór undantekningarlaust til Keflavíkur ef ekki var hægt að lenda á Akureyri,“ segir í skýrslunni.Sjá einnig: Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir AkureyriKemur fram að það hafi ekki verið í samræmi við óskir Super Break en er því þó haldið til haga að veðurfar þá mánuði sem ferðirnar voru á áætlun hafi verið „óvenjulega stormasamt“.Segir einnig í skýrslunni að Super Break sé langt komið með að semja við annað flugfélag fyrir áætlunarferðir til Akureyrar næsta vetur sem lofað hefur „öflugri þjálfun flugmanna og öflugri flugvélum til þess að vinna verkið.“Super Break áætlar fleiri ferðir til Akureyrar næsta vetur en stefnt er á 30 ferðir í heildina, mun fleiri en síðasta vetur. Hjálpar þar til að útlit er fyrir að nýr aðflugsbúnaður verði settur upp á Akureyrarflugvelli næsta haust en skortur á slíkum búnaði torveldaði lendingar Enter Air í einhverjum tilvikum.
Samgöngur Tengdar fréttir Reyndi að lenda í þrígang á Akureyri en hélt svo til Keflavíkur Veðurskilyrði virðast hafa komið í veg fyrir að flugstjóri vélar Enter Air gat lent vélinni. 15. janúar 2018 16:41 Gáfust aftur upp á Akureyri og flugu til Keflavíkur Boeing 737 vél Enter Air, sem átti að lenda á Akureyrarflugvelli um klukkan 13 í dag, þurfti frá að hverfa og halda til Keflavíkur vegna slæmra veðurskilyrða. 19. janúar 2018 14:43 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Reyndi að lenda í þrígang á Akureyri en hélt svo til Keflavíkur Veðurskilyrði virðast hafa komið í veg fyrir að flugstjóri vélar Enter Air gat lent vélinni. 15. janúar 2018 16:41
Gáfust aftur upp á Akureyri og flugu til Keflavíkur Boeing 737 vél Enter Air, sem átti að lenda á Akureyrarflugvelli um klukkan 13 í dag, þurfti frá að hverfa og halda til Keflavíkur vegna slæmra veðurskilyrða. 19. janúar 2018 14:43
Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39