168 milljónir í skaðabætur vegna umboðssvika við þyrlusölu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. apríl 2018 14:54 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann ásamt félögum sem voru í hans eigu til greiðslu 168 milljón króna í skaðabætur vegna umboðssvika við sölu á þyrlu árið 2009. Maðurinn var í Hæstarétti árið 2016 dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna málsins. Höfðaði þrotabúið B 230 ehf, áður Þyrluþjónustan hf, skaðabótamál vegna málsins. Tildrög málsins eru þau að með afsali 3. nóvember 2009 seldi B 230 hf. Birken Ltd. þyrluna TF-HHS, af gerðinni Bell N230 MG TF. Birken var að öllu leyti í eigu mannsins auk þess sem að hann var eini eigandi Árnýjar ehf, sem þá átti allt hlutafé í B 230 ehf.Samkvæmt bókhaldi B 230 hf. var söluverð þyrlunnar 762.919 dollarar. Þyrluna hafði félagið keypt árið 2007 fyrir rúmar tvær milljónir dollara.Þegar þyrlan var seld Birken var sama dag gerður lánssamningur milli þess félags og B 230 hf. fyrir öllu kaupverðinu. Samhliða þessu var samdægurs gerður leigusamningur þar sem B-230 hf. tók þyrluna á leigu í eitt ár og nam leigan þrjátíu þúsund dollurum á mánuði.Samkvæmt bókhaldi B 230 hf. var leigugreiðslum skuldajafnað gegn greiðslum samkvæmt fyrrgreindum lánssamningi 3. nóvember 2009 fyrir kaupverði þyrlunnar.Þyrlunni ekki flogið á lánstímanum Frá árslokum 2008 mun þyrlunni ekki hafa verið flogið meðan hún var í eigu B 230 hf., en lofthæfisvottorð hennar rann út 30. september 2009 án þess að óskað væri eftir því við Flugmálastjórn að það yrði endurnýjað. Ekki var þyrlunni heldur flogið meðan félagið hafði hana á leigu á tímabilinu 3. nóvember 2009 til loka júní 2011.Í dómi héraðsdóms segir að „ljóst virðist vera að markmiðið með ráðstöfuninni hafi einvörðungu verið að ráðstafa TF-HHS frá B230 hf. til stefnda Birken án þess að raunverulegt endurgjald kæmi fyrir.“Var það niðurstaða héraðsdóms að maðurinn hafi „valdið stefnanda með saknæmum, ólögmætum og refsiverðum hætti fjárhagslegu tjóni.“Þyrlan var árið 2011 auglýst til sölu fyrir 1,35 milljónir dollara. Í dómi héraðsdóms segir að ekki liggi fyrir hvort umrædd þyrla sé enn í eigu Birken eða hvort hún hafi verið seld og þá á hvaða verði. Því væri ekki byggt á öðru varðandi verðmæti þyrlunnar en á því verði sem hún var auglýst til sölu.Var því fjártjón þrotabúsins metið sem 1,35 milljónir dollara eða 168 milljónir króna miðað við gengi dollara þann 23. nóvember 2009, 124,67 krónur.Þarf því maðurinn, ásamt félögunum tveimur, að greiða þrotabúinu 168 milljónir króna í skaðabætur auk 3,5 milljón króna í málskostnað.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fleiri fréttir Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann ásamt félögum sem voru í hans eigu til greiðslu 168 milljón króna í skaðabætur vegna umboðssvika við sölu á þyrlu árið 2009. Maðurinn var í Hæstarétti árið 2016 dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna málsins. Höfðaði þrotabúið B 230 ehf, áður Þyrluþjónustan hf, skaðabótamál vegna málsins. Tildrög málsins eru þau að með afsali 3. nóvember 2009 seldi B 230 hf. Birken Ltd. þyrluna TF-HHS, af gerðinni Bell N230 MG TF. Birken var að öllu leyti í eigu mannsins auk þess sem að hann var eini eigandi Árnýjar ehf, sem þá átti allt hlutafé í B 230 ehf.Samkvæmt bókhaldi B 230 hf. var söluverð þyrlunnar 762.919 dollarar. Þyrluna hafði félagið keypt árið 2007 fyrir rúmar tvær milljónir dollara.Þegar þyrlan var seld Birken var sama dag gerður lánssamningur milli þess félags og B 230 hf. fyrir öllu kaupverðinu. Samhliða þessu var samdægurs gerður leigusamningur þar sem B-230 hf. tók þyrluna á leigu í eitt ár og nam leigan þrjátíu þúsund dollurum á mánuði.Samkvæmt bókhaldi B 230 hf. var leigugreiðslum skuldajafnað gegn greiðslum samkvæmt fyrrgreindum lánssamningi 3. nóvember 2009 fyrir kaupverði þyrlunnar.Þyrlunni ekki flogið á lánstímanum Frá árslokum 2008 mun þyrlunni ekki hafa verið flogið meðan hún var í eigu B 230 hf., en lofthæfisvottorð hennar rann út 30. september 2009 án þess að óskað væri eftir því við Flugmálastjórn að það yrði endurnýjað. Ekki var þyrlunni heldur flogið meðan félagið hafði hana á leigu á tímabilinu 3. nóvember 2009 til loka júní 2011.Í dómi héraðsdóms segir að „ljóst virðist vera að markmiðið með ráðstöfuninni hafi einvörðungu verið að ráðstafa TF-HHS frá B230 hf. til stefnda Birken án þess að raunverulegt endurgjald kæmi fyrir.“Var það niðurstaða héraðsdóms að maðurinn hafi „valdið stefnanda með saknæmum, ólögmætum og refsiverðum hætti fjárhagslegu tjóni.“Þyrlan var árið 2011 auglýst til sölu fyrir 1,35 milljónir dollara. Í dómi héraðsdóms segir að ekki liggi fyrir hvort umrædd þyrla sé enn í eigu Birken eða hvort hún hafi verið seld og þá á hvaða verði. Því væri ekki byggt á öðru varðandi verðmæti þyrlunnar en á því verði sem hún var auglýst til sölu.Var því fjártjón þrotabúsins metið sem 1,35 milljónir dollara eða 168 milljónir króna miðað við gengi dollara þann 23. nóvember 2009, 124,67 krónur.Þarf því maðurinn, ásamt félögunum tveimur, að greiða þrotabúinu 168 milljónir króna í skaðabætur auk 3,5 milljón króna í málskostnað.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fleiri fréttir Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Sjá meira