Vilja að þingið álykti að rangt hafi verið að leggja til málshöfðun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. apríl 2018 16:37 Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í Landsdómi. Vísir/GVA Fimmtán þingmenn þriggja flokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi lýsi því yfir að rangt hafi verið að leggja til málshöfðun gegn fjórum fyrrverandi ráðherrum og að þeir verði beðnir afsökunar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Meðflutningsmenn er allur þingflokkur Miðflokksins, sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins og tveir þingmenn Flokks fólksins.. Í september árið 2010 greiddu þingmenn atkvæði um hvort fjórir ráðherrar yrðu ákærðir vegna starfa þeirra fyrir hrun. Tillagan byggði á úrvinnslu þingnefndar á skýrslu rannsóknarnefndar alþingis skipuð var til að rannsaka hrunin. Niðurstaðan var sú að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Árni Mathiesen fjármálaráðherra hefðu vanrækt skyldur sínar í aðdraganda hrunsins. Var lagt til að þeir yrðu ákærður ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríksiráðherra. Alþingi samþykkti að ákæra Geir H Haarde en ekki hin þrjú.Geir var sakfelldur fyrir einn ákærulið. Honum var ekki gerð refsing. Geir taldi brotið á sér og fór með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Var það afgerandi niðurstaða MDE að ríkið hefði ekki brotið á mannréttindum Geirs. Sigmundur Davíð tjáði sig um málið í kjölfar niðurstöðu MDE í nóvember síðastliðnum og sagðist þá ætla að leggja fram þingsályktunartillögu um að það hafi verið rangt að ákæra Geir. Alþingi Tengdar fréttir Geir sakfelldur í einum lið af fjórum Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra var sýknaður af þremur ákæruliðum en sakfelldur í einum. Sá ákæruliður sem hann var sakfelldur fyrir snýr að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Dómurinn var klofinn í afstöðu sinni, en fimm dómarar skiluðu sératkvæði og töldu að sýkna ætti hann í öllum ákæruliðum. Níu voru hinsvegar á því að sakfella fyrir einn lið eins og áður sagði. Honum er ekki gerð refsing fyrir ákæruliðinn sem hann var sakfelldur fyrir. 23. apríl 2012 14:04 Vill að þingið álykti að rangt hafi verið að ákæra Geir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu þegar Alþingi kemur saman á ný um að þingið álykti að það hafi verið rangt að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í landsdómsmálinu. 23. nóvember 2017 18:04 Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Fimmtán þingmenn þriggja flokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi lýsi því yfir að rangt hafi verið að leggja til málshöfðun gegn fjórum fyrrverandi ráðherrum og að þeir verði beðnir afsökunar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Meðflutningsmenn er allur þingflokkur Miðflokksins, sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins og tveir þingmenn Flokks fólksins.. Í september árið 2010 greiddu þingmenn atkvæði um hvort fjórir ráðherrar yrðu ákærðir vegna starfa þeirra fyrir hrun. Tillagan byggði á úrvinnslu þingnefndar á skýrslu rannsóknarnefndar alþingis skipuð var til að rannsaka hrunin. Niðurstaðan var sú að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Árni Mathiesen fjármálaráðherra hefðu vanrækt skyldur sínar í aðdraganda hrunsins. Var lagt til að þeir yrðu ákærður ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríksiráðherra. Alþingi samþykkti að ákæra Geir H Haarde en ekki hin þrjú.Geir var sakfelldur fyrir einn ákærulið. Honum var ekki gerð refsing. Geir taldi brotið á sér og fór með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Var það afgerandi niðurstaða MDE að ríkið hefði ekki brotið á mannréttindum Geirs. Sigmundur Davíð tjáði sig um málið í kjölfar niðurstöðu MDE í nóvember síðastliðnum og sagðist þá ætla að leggja fram þingsályktunartillögu um að það hafi verið rangt að ákæra Geir.
Alþingi Tengdar fréttir Geir sakfelldur í einum lið af fjórum Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra var sýknaður af þremur ákæruliðum en sakfelldur í einum. Sá ákæruliður sem hann var sakfelldur fyrir snýr að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Dómurinn var klofinn í afstöðu sinni, en fimm dómarar skiluðu sératkvæði og töldu að sýkna ætti hann í öllum ákæruliðum. Níu voru hinsvegar á því að sakfella fyrir einn lið eins og áður sagði. Honum er ekki gerð refsing fyrir ákæruliðinn sem hann var sakfelldur fyrir. 23. apríl 2012 14:04 Vill að þingið álykti að rangt hafi verið að ákæra Geir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu þegar Alþingi kemur saman á ný um að þingið álykti að það hafi verið rangt að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í landsdómsmálinu. 23. nóvember 2017 18:04 Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Geir sakfelldur í einum lið af fjórum Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra var sýknaður af þremur ákæruliðum en sakfelldur í einum. Sá ákæruliður sem hann var sakfelldur fyrir snýr að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Dómurinn var klofinn í afstöðu sinni, en fimm dómarar skiluðu sératkvæði og töldu að sýkna ætti hann í öllum ákæruliðum. Níu voru hinsvegar á því að sakfella fyrir einn lið eins og áður sagði. Honum er ekki gerð refsing fyrir ákæruliðinn sem hann var sakfelldur fyrir. 23. apríl 2012 14:04
Vill að þingið álykti að rangt hafi verið að ákæra Geir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu þegar Alþingi kemur saman á ný um að þingið álykti að það hafi verið rangt að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í landsdómsmálinu. 23. nóvember 2017 18:04
Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00