Úðakerfi hefði verið heppilegt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. apríl 2018 19:30 Lögreglan hefur enn ekki fengið afhentan vettvang brunans að Miðhrauni 4 þar sem enn logar í glæðum og er formleg rannsókn á upptökum því ekki hafin. Fæstir eigendur muna í geymslum voru tryggðir fyrir tjóni að sögn sérfræðings hjá VÍS en forstjóri Mannvirkjastofnunar telur að úðakerfi hefði mátt vera til staðar í húsinu. Slökkviliðsmenn eru enn að störfum í Garðabæ þar sem eldhreiður leynast víða í rústunum og aðgengi er erfitt sökum mikillar hrunhættu. Til stóð að afhenda lögreglu vettvanginn í dag til rannsókna en það hefur dregist. Slökkviliðsstjóri segir því ekkert hægt að staðfesta með eldsupptök. Stöðvarstjóri hjá lögreglunni segir að skýrsla hafi verið tekin af fjórum mönnum. Þremur sem voru á lager Icewear þar sem eldurinn virðist hafa komið upp og öðrum sem var handtekinn í gær vegna málsins. Honum var þó fljótlega sleppt enda sýnt fram á að hann átti einungis erindi í sína geymslu. „En svo það komi skýrt fram að þá eru engar grunsemdir um neitt saknæmt í þessu," segir Sævar Jónsson stöðvarstjóri.Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar.Mannvirkjastofnun hefur það hlutverk að rannsaka stórbruna og þá meðal annars hvort hnökrar hafi verið á slökkvistarfi og hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi. Forstjóri bendir á að í miðrýminu hafi áður verið upptökuver Latabæjar þar sem lítið var um eldmat. „Síðan breyta menn algjörlega um starfsemi þarna og fara þarna inn með gríðarlega mikið af brennanlegu efni og þá er nú ráð að endurskoða brunavarnir," segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var síðasta eldvarnarúttekt gerð í janúar 2015 en Icewear flutti starfsemi sína í húsið í lok sama árs. Kröfur um brunavarnir fara eftir starfsemi og þarf annað hvort úðakerfi eða brunahólfun sem heldur í 60 eða 90 mínútur að vera til staðar. Í þessu húsnæði var ekkert úðakerfi. „Miðað við starfsemina þarna hefði verið mjög heppilegt að hafa úðakerfi í húsinu," segir Björn. Tjónið er metið á annan milljarð króna en stærsti hluti hússins sem er að mestu í eigu Regins er tryggður hjá VÍS. Um 200 geymslur voru í húsinu og voru margir leigutakar einnig með heimilistryggingar hjá félaginu. Að sögn hópstjóra tjóna hjá VÍS ættu þeir sem voru geyma hlutina til skemmri tíma að fá 15% tjónsins bætt og þeir sem framlengdu heimilistryggingar ættu að fá það að fullu. Félaginu hafa borist tugir fyrirspurna í dag og virðast fæstir fá tjónið bætt. „Því miður er það nú ekki algengt en ég veit um tvö tilvik þar sem svoleiðis er," segir Þorsteinn Þorsteinsson, hópstjóri tjóna hja VÍS. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Lögreglan hefur enn ekki fengið afhentan vettvang brunans að Miðhrauni 4 þar sem enn logar í glæðum og er formleg rannsókn á upptökum því ekki hafin. Fæstir eigendur muna í geymslum voru tryggðir fyrir tjóni að sögn sérfræðings hjá VÍS en forstjóri Mannvirkjastofnunar telur að úðakerfi hefði mátt vera til staðar í húsinu. Slökkviliðsmenn eru enn að störfum í Garðabæ þar sem eldhreiður leynast víða í rústunum og aðgengi er erfitt sökum mikillar hrunhættu. Til stóð að afhenda lögreglu vettvanginn í dag til rannsókna en það hefur dregist. Slökkviliðsstjóri segir því ekkert hægt að staðfesta með eldsupptök. Stöðvarstjóri hjá lögreglunni segir að skýrsla hafi verið tekin af fjórum mönnum. Þremur sem voru á lager Icewear þar sem eldurinn virðist hafa komið upp og öðrum sem var handtekinn í gær vegna málsins. Honum var þó fljótlega sleppt enda sýnt fram á að hann átti einungis erindi í sína geymslu. „En svo það komi skýrt fram að þá eru engar grunsemdir um neitt saknæmt í þessu," segir Sævar Jónsson stöðvarstjóri.Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar.Mannvirkjastofnun hefur það hlutverk að rannsaka stórbruna og þá meðal annars hvort hnökrar hafi verið á slökkvistarfi og hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi. Forstjóri bendir á að í miðrýminu hafi áður verið upptökuver Latabæjar þar sem lítið var um eldmat. „Síðan breyta menn algjörlega um starfsemi þarna og fara þarna inn með gríðarlega mikið af brennanlegu efni og þá er nú ráð að endurskoða brunavarnir," segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var síðasta eldvarnarúttekt gerð í janúar 2015 en Icewear flutti starfsemi sína í húsið í lok sama árs. Kröfur um brunavarnir fara eftir starfsemi og þarf annað hvort úðakerfi eða brunahólfun sem heldur í 60 eða 90 mínútur að vera til staðar. Í þessu húsnæði var ekkert úðakerfi. „Miðað við starfsemina þarna hefði verið mjög heppilegt að hafa úðakerfi í húsinu," segir Björn. Tjónið er metið á annan milljarð króna en stærsti hluti hússins sem er að mestu í eigu Regins er tryggður hjá VÍS. Um 200 geymslur voru í húsinu og voru margir leigutakar einnig með heimilistryggingar hjá félaginu. Að sögn hópstjóra tjóna hjá VÍS ættu þeir sem voru geyma hlutina til skemmri tíma að fá 15% tjónsins bætt og þeir sem framlengdu heimilistryggingar ættu að fá það að fullu. Félaginu hafa borist tugir fyrirspurna í dag og virðast fæstir fá tjónið bætt. „Því miður er það nú ekki algengt en ég veit um tvö tilvik þar sem svoleiðis er," segir Þorsteinn Þorsteinsson, hópstjóri tjóna hja VÍS.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira