Breyta þarf fleiru en fjármagnstekjuskatti Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. apríl 2018 08:30 Það var Menntasjóður Viðskiptaráðs Íslands sem stóð að stofnun Háskólans í Reykjavík. Fréttablaðið/Ernir Breyta þarf fleiru en fjármagnstekjuskatti svo að skattaumhverfi fyrir þá styrki sem háskólar fá sé sambærilegt við skattaumhverfið í þeim löndum sem Íslendingar vilja helst bera sig saman við. Þetta segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands, sem styrkir stúdenta til náms við Háskóla Íslands, greiðir að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitir í styrki. Væri skattaumhverfið hér sambærilegt við umhverfið erlendis gæti sjóðurinn úthlutað hér um bil tvöfalt meiri styrkjum. Ari segir að Eimskipssjóðurinn hafi sérstöðu vegna þess að úr þeim sjóði sé fyrst og fremst úthlutað af tekjum sem fást með ávöxtun sjóðsins. Fjármagnstekjuskatturinn leggst á fjármagnstekjur af sjóðnum sjálfum og skerðir þá upphæð sem hægt er að úthluta á hverju ári. Fjármagnstekjuskattur hafi hins vegar takmörkuð áhrif á framlög eða sjóði þar sem gengið er á höfuðstólinn. „Hitt er að í mörgum löndum er það þannig að fyrirtæki eða einstaklingar sem eru tilbúnir að setja fjármuni í styrki í háskóla eða rannsóknarstarfsemi fá oft veittan skattaafslátt á móti. Þetta er til dæmis ein af driffjöðrunum í Bandaríkjunum þar sem gríðarlega miklir fjármunir koma frá atvinnulífinu og einstaklingum til að styðja við þá öflugu háskólastarfsemi og rannsóknarstarfsemi sem þar fer fram,“ segir Ari. Það sé mjög mikilvægt fyrir háskóla- og vísindastarf á Íslandi að breyta skattaumhverfinu í átt að því sem best gerist í öðrum löndum. Ari Kristinn Jónsson rektor„Það væri mjög áhugavert að taka þessa umræðu og færa hana upp á almennara plan, að horfa til fjármagnstekjuskattsins, að horfa til skattaafsláttar fyrir framlög í sjóði eða annað sem styrkir háskólastarfsemi og síðast en ekki síst á virðisaukaskatt og aðra skatta sem leggjast á starfsemi sem er studd beint af framlögum úr samkeppnissjóðum eða slíku,“ segir Ari. Hann segir að það sé áhugi hjá yfirvöldum fyrir því bæta úr. Málið hefur meðal annars verið sett á stefnuskrá hjá Vísinda- og tækniráði sem mótar opinbera stefnu í vísindum og tækni á Íslandi. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst spurning um forgangsröðun. Ég held að stjórnvöld myndu ekki sjá eftir viðbótaraurum í góða rannsóknar- og þróunarstarfsemi og háskólastarfsemi,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Breyta þarf fleiru en fjármagnstekjuskatti svo að skattaumhverfi fyrir þá styrki sem háskólar fá sé sambærilegt við skattaumhverfið í þeim löndum sem Íslendingar vilja helst bera sig saman við. Þetta segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands, sem styrkir stúdenta til náms við Háskóla Íslands, greiðir að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitir í styrki. Væri skattaumhverfið hér sambærilegt við umhverfið erlendis gæti sjóðurinn úthlutað hér um bil tvöfalt meiri styrkjum. Ari segir að Eimskipssjóðurinn hafi sérstöðu vegna þess að úr þeim sjóði sé fyrst og fremst úthlutað af tekjum sem fást með ávöxtun sjóðsins. Fjármagnstekjuskatturinn leggst á fjármagnstekjur af sjóðnum sjálfum og skerðir þá upphæð sem hægt er að úthluta á hverju ári. Fjármagnstekjuskattur hafi hins vegar takmörkuð áhrif á framlög eða sjóði þar sem gengið er á höfuðstólinn. „Hitt er að í mörgum löndum er það þannig að fyrirtæki eða einstaklingar sem eru tilbúnir að setja fjármuni í styrki í háskóla eða rannsóknarstarfsemi fá oft veittan skattaafslátt á móti. Þetta er til dæmis ein af driffjöðrunum í Bandaríkjunum þar sem gríðarlega miklir fjármunir koma frá atvinnulífinu og einstaklingum til að styðja við þá öflugu háskólastarfsemi og rannsóknarstarfsemi sem þar fer fram,“ segir Ari. Það sé mjög mikilvægt fyrir háskóla- og vísindastarf á Íslandi að breyta skattaumhverfinu í átt að því sem best gerist í öðrum löndum. Ari Kristinn Jónsson rektor„Það væri mjög áhugavert að taka þessa umræðu og færa hana upp á almennara plan, að horfa til fjármagnstekjuskattsins, að horfa til skattaafsláttar fyrir framlög í sjóði eða annað sem styrkir háskólastarfsemi og síðast en ekki síst á virðisaukaskatt og aðra skatta sem leggjast á starfsemi sem er studd beint af framlögum úr samkeppnissjóðum eða slíku,“ segir Ari. Hann segir að það sé áhugi hjá yfirvöldum fyrir því bæta úr. Málið hefur meðal annars verið sett á stefnuskrá hjá Vísinda- og tækniráði sem mótar opinbera stefnu í vísindum og tækni á Íslandi. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst spurning um forgangsröðun. Ég held að stjórnvöld myndu ekki sjá eftir viðbótaraurum í góða rannsóknar- og þróunarstarfsemi og háskólastarfsemi,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira