Segir fjármálaáætlunina með öllu óraunhæfa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. apríl 2018 15:02 Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var afar gagnrýninn á fjármálaáætlunar næstu fimm ára. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, telur fjármálaáætlunina sem kynnt var á miðvikudag, vera óraunhæfa. Sjálfur hefði hann helst kosið að halda skattstiginu óbreyttu á meðan unnið væri að því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. „Hún [fjármálaáætlunin] gerir ráð fyrir fordæmalausum vexti í ríkisútgjöldum á sama tíma og menn ætli að lækka skatta,“ segir Þorsteinn. Hann telur augljósan sannleik að grípa þurfi til skattahækkana til þess að standa undir vexti í ríkisútgjöldum. Þorsteinn tekur mið af fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar meðal annars í útgjaldaaukningu til heilbrigðismála þegar hann segir: „Ríkissjóður ekki geta staðið undir þessum loforðum nema kannski í besta falli í eitt tvö ár fram í tímann og svo mun það bresta og ætla síðan að lækka skatta ofan í þetta er algjörlega óraunhæft.“ Um fjármálaáætlunina hefur Þorsteinn orðið „draumsýn“ og segir að verið sé að tæma sparibaukinn. „Það er verið að eyða öllu lausafé sem finnst. Það er verið að taka arðgreiðslur út úr bönkunum aukalega og setja það inn í rekstur. Það var dálítið táknrænt að forsætisráðherra gæfi seðlabankastjóra sparibauk á ársfundi seðlabankans því það er kannski það sem þessi ríkisstjórn er að gera, hún er að hrista þennan sparibauk algjörlega galtóman og hún mun ekki getað staðið undir þessum útgjaldaloforðum.“ Þorsteinn Víglundsson var einn gesta Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni í hádeginu en til umfjöllunar var fjármálaáætlun næstu fimm ára en stærstu útgjaldaliðir snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni. Víglínan Tengdar fréttir Öryrkjar segja fjármálaáætlun ávísun á fátækt og eymd Þuríður Harpa segir nýja fjármálaáætlun halda við og búa til félagsleg vandamál. 5. apríl 2018 10:44 Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, telur fjármálaáætlunina sem kynnt var á miðvikudag, vera óraunhæfa. Sjálfur hefði hann helst kosið að halda skattstiginu óbreyttu á meðan unnið væri að því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. „Hún [fjármálaáætlunin] gerir ráð fyrir fordæmalausum vexti í ríkisútgjöldum á sama tíma og menn ætli að lækka skatta,“ segir Þorsteinn. Hann telur augljósan sannleik að grípa þurfi til skattahækkana til þess að standa undir vexti í ríkisútgjöldum. Þorsteinn tekur mið af fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar meðal annars í útgjaldaaukningu til heilbrigðismála þegar hann segir: „Ríkissjóður ekki geta staðið undir þessum loforðum nema kannski í besta falli í eitt tvö ár fram í tímann og svo mun það bresta og ætla síðan að lækka skatta ofan í þetta er algjörlega óraunhæft.“ Um fjármálaáætlunina hefur Þorsteinn orðið „draumsýn“ og segir að verið sé að tæma sparibaukinn. „Það er verið að eyða öllu lausafé sem finnst. Það er verið að taka arðgreiðslur út úr bönkunum aukalega og setja það inn í rekstur. Það var dálítið táknrænt að forsætisráðherra gæfi seðlabankastjóra sparibauk á ársfundi seðlabankans því það er kannski það sem þessi ríkisstjórn er að gera, hún er að hrista þennan sparibauk algjörlega galtóman og hún mun ekki getað staðið undir þessum útgjaldaloforðum.“ Þorsteinn Víglundsson var einn gesta Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni í hádeginu en til umfjöllunar var fjármálaáætlun næstu fimm ára en stærstu útgjaldaliðir snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni.
Víglínan Tengdar fréttir Öryrkjar segja fjármálaáætlun ávísun á fátækt og eymd Þuríður Harpa segir nýja fjármálaáætlun halda við og búa til félagsleg vandamál. 5. apríl 2018 10:44 Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Öryrkjar segja fjármálaáætlun ávísun á fátækt og eymd Þuríður Harpa segir nýja fjármálaáætlun halda við og búa til félagsleg vandamál. 5. apríl 2018 10:44
Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09