Dansparið Sölvi Tryggvason og Ástrós Traustadóttir eru úr leik í skemmtiþættinum Allir geta dansað.
Í þætti kvöldsins dönsuðu þau Vínarvals við lagið Iris með hljómsveitinni Goo Goo Dolls. Sölvi og Ástrós hlutu minnsta stigafjölda.
Ebba Guðný Guðmundsdóttir og Javi Valiño voru aftur á móti stigahæst en þau dönsuðu foxtrott við lagið Whatever it Takes með Imagine Dragon.
Í þáttunum Allir geta dansað keppa tíu þjóðþekktir Íslendingar í dansi en þeir dansa við tíu fagdansara og stendur eitt par uppi sem sigurvegari.
Sölvi og Ástrós úr leik í Allir geta dansað

Tengdar fréttir

Bergþór og Albert buðu keppendum heim og Sölva leið eins og konungbornum
Næsta sunnudagskvöld hefur göngu sína nýr raunveruleikþáttur á Stöð 2 og gengur þátturinn undir nafninu Allir geta dansað en um er að ræða íslenska útgáfu af þáttunum Dancing with the Stars.

Sölvi sýnir svakalega takta á dansgólfinu
Sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason er á meðal þeirra sem munu klæða sig í dansskóna í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað sem fara í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars.

Sölvi þarf að losa sig við skandínavísku mjaðmirnar
Sölvi Tryggvason og Ástrós Traustadóttir fóru mikinn í dansþættinum Allir geta dansað í beinni útsendingu á sunnudagskvöldið en þau dönsuðu samba með miklum tilþrifum.